…“WE COME IN PEACE“

Ein af uppáhaldskvikmyndum mínum er myndin „Mars Attacks“ í leikstjórn Tim Burtons. Myndin er einskonar óður til geiminnrása-mynda og er satt best að segja sprenghlægileg. Ég er reyndar í afar fámennum aðdáendahópi þessarar myndar því allir sem ég þekki finnst þessi mynd allt í senn, bjánaleg og leiðinleg.

Það er eitt atriði í Mars Attacks sem kemur alltaf upp í hugann um þessar stundir. Það er þegar geimverurnar koma til jarðarinnar, frekar óárennilegar með geislabyssur. Geimverurnar kunna bara eina setningu í ensku (að sjálfsögðu) sem þeir mæla af munni fram með hroðalegum skrækjum.-„We come in peace“

Mannfólkið horfir á þessar undraverur nálgast og ákveða að treysta þeim þrátt fyrir illyrmislegt útlitið. „We come in peace“ er jú fagurt konsept, -ekki satt? En svo gerist það. Geimverurnar taka upp geislabyssurnar og drepa allt kvikt. Þurrka út alla sem þeir sjá og skilja eftir sig sviðna jörð. Mannfólkið veit ekki hvernig það á að bregðast við eftir þessa misheppnuðu móttöku og þegar geimverurnar birtast á ný með „We come in peace“ frasan úr ryðguðum raddböndunum, bráðnar mannfólkið og annar fundir er ákveðin. Í þetta skiptið í Capitol Hill sem er þinghúsið í Bandaríkjunum. Geimverurnar spássera um þinghúsið hafandi í frammi einu setninguna sem þeir kunna, og prúðbúin þingelítan brosir innilega yfir friðarandanum sem svífur yfir. „We come in peace“. -Þá gerist það. Geimverurnar taka upp geislabyssurnar og drepa allan þingheim og myrða forsetafrúna. (kristalsljósakróna hrundi á hausinn á henni í öllum látunum).

-Já þeir komu sannarlega með friði. „We come in peace“ -og svo drápu þeir alla!

Þrátt fyrir að þetta dæmi sé alveg kostulegt (og ég hvet alla til að berja þessa mynd augum) þá er hliðstæða þessa dæmis ekkert fyndin. Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér nefnilega nákvæmlega svona í Icesave-málinu.

 

Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja leysa deiluna en í raun vilja þeir bara flækja hana og draga á langinn. Ástæðan er því miður jafn hörmuleg og hún er augljós. Með því að draga á langinn, teygja og toga Icesave-málið skapast ekki tími til þess að sjá heildarmyndina og þann ofsa-skaða sem 18 ára valda tími Sjálfstæðisflokksins hefur valdið þjóðinni okkar. Ímyndum okkur í augnablik að Icesave málið væri leyst. Að það væri úr sögunni og næstu mál væri tekið fyrir. Hvaða mál væri það? Væru það ekki mál á borði við spillngartengsl forkólfa Sjálfstæðisflokksins við atvinnulífið, við kótaeigendurna og hina ofurríku? Svo rammt kveður að þessum tenglsum að bæði formaður OG varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru flæktir inn í svo svakaleg mál að allstaðar annarsstaðar en á Íslandi væru þessi tvö komin á bakvið lás og slá.

Stór orð? -Er það virkilega svo? Stórar ávirðingar hanga nú oftast saman við stórar misgjörðir. Við erum að tala um að varaformaður stærsta og voldugasta stjórnmálaflokks Íslands, þáði 900 miljón króna „lán“ frá risa-banka! Lán sem verður pottþétt afskrifað ef það er ekki þegar búið að því! Allstaðar annarsstaðar munu svona mál kallast mútumál og ekkert annað. Hvað varðar sjálfan formann Sjálfstæðisflokksins þá er málið öllu ískyggilegra því að Bjarni Benediktsson er flæktur inn í ósvífnasta rán Íslandssögunnar. Já og best heppnaða rán Íslandssögunnar aukinheldur. Þegar bótasjóður Sjóvá stærsta tryggingafélags á Íslandi var tæmdur. Ástæðan sjálf (með ákveðnum greini) fyrir háum trygginga-iðgjöldum var þessi bótasjóður. -Honum var rænt! Stolið og farinn eitthvert út í buskann. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er vafinn inn í þetta rán. Þetta eru stór orð en það verður að segja þau.

 

Ég get ekki séð fyrir mér Fredrik Reinfeld eða Mónu Salin (ég er búsettur í Svíþjóð) sitja undir áþekkum ávirðingum og þeim sem hanga yfir Bjarna Ben og Þorgerði Katrínu. Í fyrsta lagi myndi flokkarnir taka á þessu strax og eintthvað óþægilegt kæmi upp á yfirborðið og í öðru lagi ef það þeir gerðu það ekki, myndi þingið pottþétt gera eitthvað, því að óþolandi er að þingmenn skuli bornir slíkum sökum og mál þeirra ekki gerð upp.

Þetta hangir á spýtunni. þessvegna mun Sjálfstæðisflokkurinn ALDREI samþykkja neitt varðandi Icesave. Mútumál Þorgerðar Katrínar og þáttur Bjarna Ben í stærsta ráni Íslandssögunnar mun stax koma upp þegar Icesave er leyst. Þá er betra að þeyta upp moðreyk og vona að eitthvað, bara eitthvað gerist.
Annað mál sem kæmi strax upp ef að Icesave væri úr sögunni. Þá myndi sjónum þjóðarinnar beint að þætti Sjálfstæðisflokksins sjálfs í mótun og markaðssetningu Icesave í gegnum Landsbankann. Varaþingmennirnir Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Þórlindur Kjartansson unnu bæði að velheppnaðri markaðsetningu á Icesave í UK og NL. Það er full ástæða til að fá að vita nákvæmlega við hvað þau störfuðu og hvort það þau gerðu sér grein fyrir því að þau voru að beina byssuhlaupi að gagnauga þjóðarinnar okkar. Er þessu fólki treystandi í landsstjórninni?
Já. Þetta hangir líka á spýtunni og þessvegna mun Sjálfstæðisflokkurinn ALDREI samþykkja neitt varðandi Icesave. Þessvegna er betra að skýla sér bak við moðreykinn sem maður hefur í frammi.
Annað sem mál sem kæmi strax upp ef að Icesave væru úr sögunni. Það er þáttur Davíðs Oddsonar í gjaldþroti Seðlabankans. Mál sem er öllu stærra en Icesave-málið ef einhver vissi ekki af því. Sjálfur hefur hann og pótentátar hans, haldið fullum fetum fram að Davíð Oddson hafi ekkert gert vitlaust í stöðunni. Gert allt rétt, tekið allaur réttu beygjurnar innan um drápsskerin í manndráspsstormi lasafjárþurrðarinnar. Samt fór Seðlabankinn á hausinn og mun kosta hverja fjöldskyldu í landinu töluvert hærri upphæð en Icesave-hörmungin.

Já. Þetta hangir líka á spýtunni og þessvegna mun Sjálfstæðisflokkurinn ALDREI samþykkja neitt varðandi Icesave. Moðreykurinn, jafnvel þótt hann sé komin frá manni sjálfum, er betri en þessi óþægilega staðreynd.

Stærsta málið og aðalástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn mun gera allt til að halda þjóðmálaumræðunni í reykmekki Icesavemálsins eru fyrirhugaðar breytingar á kvótakerfinu. Þar liggur hundurinn grafinn, hnífurinn í kúnni og fiskur undir steini.

Já fyrirhugaðar breytingar á kvótakerfinu eru líka þess eðlis að Sjálfstæðiflokkurinn mun aldrei skrifa undir Icesave og þyrla upp reyk og spila á strengi þjóðrebunnar þangað til Ríkisstjórnin gerir einhver herfileg mistök sem gætu landað Sjálfstæðisflokknum sigri í næstu kosningum. þar hefur Sjalfstæðsflokkurinn Hauka í horni sem eru Hreyfingin og ysta vinstrið í VG.

Sjálfstæðisflokkurinn mun ALDREI nokkurntíman samþykkja neitt varðandi Icesave. Því með því eru þeir berskjaldaðir fyrir svo óþægilegum spurningum að það gerði útaf við flesta stórnmálaflokka.

Því miður er ríksisstjórnin veik. Hún er í fyrta lagi plöguð af ysta vinstrinu í VG sem er fólk sem getur ekki þrifist nema með hnefann á lofti í minnilhuta einhversstaðar og gersamlega ótækt í hvaða samstarfi sem er. Hún er líka plöguð af hinum óuppgerða tíma í Vanhæfu ríkisstjórninni og spilltum ellegar fákunnandi þingmönnum.

Samfylkingin virðist ekki hafa neitt pólítískt nef og gerðir hennar eru fum og fálm þótt sumt sé sannarlega vel gert. Nýjasta „stunt-ið“ voru miljónafasteignakaup Skúla Helgasonar sem er þingmaður sem virðist hafa komist yfir huliðshjálm. Vera má að hann eigi sand að seðlum og allt í sómanum með það, en að kaupa sér 75 miljón króna hús í dýpsta hluta stærstu kreppu Íslandssögunnar er bara taktlaust og jafnast á við að spræna framan í kjósendur Samfylkingarinnar og landsmenn alla. Hvað er næst? Ætlar Skúli að fá sér Range Rover með Intercooler með sérhönnuðum pappírstætara milli framsætanna?

Samfylkingin er með kvef. Pólitíska nefið er algerlega óvirt. Nú þarf að taka sjensinn. Nú þarf að flokka hafrana frá sauðunum. Það þarf að leggja allt undir og snýta sér svo rækilega að drynur í.

Það þarf að kjósa. Jóhanna á að fara til forsetans og láta efna til kosninga 6 vikum síðar. Það verður að fá skýrari línur í pólitíska landslagið og það verður að styrkja ríkisstjórnina. Það sem græðist er tvennt.

1. Samfylkingin getur stillt upp sterkari hóp sem valin af uppstillingarnefnd (ekki gerspilltum prófkjörum). Þannig er hægt að losna við Björgvin G og fleiri vonda*. Svo þarf gamla liðið að færa sig til hliðar. Jóhanna og Össur verða að hætta. Það verður að slíta á strengina milli Vanhæfu ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar í dag. Ég sé bara einn sterkan leiðtoga í Samfylkingunni í dag og það er Ólína Þorvarðardóttir. Hún er með þetta. Óhrædd og með siðferðiskompásinn í lagi (sem er einstakt meðal þingmanna). Henni er treystandi til að fara í slaginn við FLokkinn og þeir eru smeykir við hana. Frammistaða hennar í rimmu við grátkonu LÍÚ verður lengi í minnum höfð.

2. Með kosningum væri vissulega tekin ákveðin sjens en staðan er bara þannig að það verður að losna úr þessar úlfakreppu sem Sjálfstæðisflokkurinn, Hreyfingin og ysta vinstrið í VG heldur þjóðinni í. Sjálfstæðisflokkurinn er veikur og fengi trauðla mikið meira en hann hefur núna. Hreyfingin mun þurrkast út og líklegt að þessi 10% færu yfir á vinstri vænginn, eða jafnvel til Framsólknarflokksins. Með því móti væri hægt að einangra Sjálfstæðisflokkinn frá landsmálunum ennfrekar og uppbygging landsins gæti farið af stað. Best væri að setja viðbræður við ESB í frost til þess að skapa frið um málefnin. Eins og staðan er núna, eru alltof margir boltar á lofti.

Ég hef fulla trú á því að ríkistjórnin myndi halda velli og rúmlega það ef kosið væri í mars eða apríl. Glæpir Sjálfstæðisflokksins gegn þjóðinni eru rétt að koma í ljós og fólk er ekki fífl hvað sem hver segir.

Fólk skilur orðið þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram og segir og „vér mótmælum allir“. Það er sama innihaldið og þegar illyrmislegu geimverurnar í Mars Attacks héldu í frammi þegar þær kyrjuðuð með ískrandi röddu, „We come in peace“..

————————————————————-

* Þórunni Sveinbjarnar, Steinunni Valdísi og Jarðganga Möller.

12 comments On …“WE COME IN PEACE“

 • Þetta er hörkugreining hjá þér. Ég skrifa undir hana án athugasemda.

  Sævar Helgason

 • Les póstinn þinn ævinlega, þessi hittir beint í mark. Ég er svo innilega sammála þessu og vona að þeir sem hugsi sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn lesi þessa grein.

  Anna Björnsdóttir

 • Ég elska líka myndina "Mars Attack" og finnst hún líka þrælfyndin. Hún er "tær snilld," í þetta sinn í jákvæðum skilningi.

  Vandamálið á íslandi er líka það að enn eru til blindir Davíðsdýrkendur og fanatískir framsóknarmenn, fólk sem fyrir lífstíð mun aldrei kjósa neitt nema sinn flokk, alveg sama hvaða glæpi hann hefur framið.

  Þetta er ótrúlegt,, en því miður satt.

  Takk fyrir frábæra greiningu, Teitur!!

  Kveðja frá Þýskalandi,
  Margrét Rún

 • Hlægileg bullgreining, sem tekur ekki á innihaldi málanna. Hatrið á Sjálfstæðisflokknum er ekki rök fyrir því að beygja sig fyrir Icesave ofbeldinu. Þetta er taktísk stjórnmálahugsun, valdahugsun og hvergi minnst á að marsbúarnir eru í augnablikinu frá plánetunni AGS og þú ert einn þeirra sem trúa því að þeir komi með friði. Frasar einsog "ysta vinstrið" eru hægri stimplar og engin tilraun gerð til að andmæla þeim skoðunum sem þetta "ysta vinstri" stendur fyrir, svo sem gagnsæi, valddreifingu og heiðarleika. Slíkt eru kannski ekki "stjórntækar" skoðanir.
  Marat

 • Takk fyrir góða grein. Hún er umhugsunarefni. Þjóðin þarf að temja sér meiri gangrýni…bæði að þyggja hana og gefa. Svona gelt eins og frá „Marat“ er engum gang í. kv. Gréta

 • Hálfkák dugir ekki. Stjórnmálastéttin þarf að víkja til hliðar fyrir utanþingsstjórn, áður en upp úr sýður fyrir alvöru.

  http://dagskammtur.wordpress.com/2009/12/27/stjornmalastettin-viki-til-hli%C3%B0ar/

 • Er þetta ekki bara einelti hjá þér Teitur?

 • Um hvað ætti að kjósa? Síðustu kosningar fóru fram eins og ekkert sérstakt hefði gerst.

  Þú veist þetta er allt eitt og sama liðið.
  http://www.visir.is/article/201088929061

  Og búið að vera lengi:
  http://dagskammtur.wordpress.com/2009/12/23/b%C3%A6tt-si%C3%B0fer%C3%B0i-%C3%BEingmanna-sparar-hundru%C3%B0-milljona

 • friðrik sophusson var skipaður stjórnarformaður íslandsbanka í dag…sérðu ekki glottið á kúlulánatussunni og bótasjóðsþjófinum.

 • Ólína Þorvarðardóttir HAHAHAHA

  Foringi óttans frá Ísafirði sem aldrei lyndir við neinn.

 • Stilla hana segir þú; Já ætli það sé ekki þjóðráð hjá þér. Hún er bara mjög frambærileg við þessar aðstæður, það skásta sem Samspilingin getur boðið uppá. En hefurðu trú á að hún geti þrifið flórinn í Samfylkingunni. Er gamall Vilmundarsinni sem fór í fÝlu á sínum tíma og kaus ekki fyrr en síðast og þá VG vegna þess að þeir voru minnst lélegir. Langar heim í Kratakot en á ekki heima innan um þessa Blairista. Takk fyrir góða pistla. Árni Hó

Comments are closed.

Site Footer