Þvottavélavandræði

Þvottavél heimilisins er í uppreisnarástandi. Ekki þýðir að þvo á neinu „prógrammi“ nema númer 9 sem er alger kattaþvottur. Reyndar hefur þessi bansett vél verið til vandærða því það voru alltaf einhver stykki að fara úr henni. Svo rammt kvað að þessu að ég var hættur að fara með vélina í viðgerð og keypti bara stykkinn og setti í sjálfur. Svo þegar við fluttum hingað til Svíþjóðar var einhver leki komin í vatns-inntakið. Ég þurfti þvi að kaupa nýtt (sem passaði reyndar ekki en ég skíta-mixaði það saman)

Nú er komin einhver hugbúnaðarvilla í vélina. Sýnir alltaf einhverja villumeldingu sem ég skil ekkert í. Ákveðið hefur verið að kaupa nýja vel. Sú gamla entist bara í rúm 6 ár og að mínu mati er það ferlega léleg ending. Amma mín átti t.d sömu þvottavélina allt sitt líf. Það var einhver amerískur gæða gripur sem enn var í lagi þegar honum var hent.

Ég hef enga trú á þvottavélum eða raftækum yfirleitt sem eru með tölvuskjá. Þeir klikka. Hugbúnaðurinn klikkar. Best er að fá eins einfalt og unnt er. Enga stæla með 133 prógrömmum sem enginn kann á.

Þessi lélega vél heitir Ariston og ég hvet fólk til að sneyða hjá þessu drasli. Betra er að kaupa aðeins dýrari vélar. það sparar peninga. Nú stöndum við hjónin frammi fyrir því að velja okkur þvottavél. Getur einhver vinsamlegur þvottavélasérfræðingur gefið okkur heilræði. það væri vel þegið.

24 comments On Þvottavélavandræði

 • "keypti bara stykkinn og setti í sjálfur"

  Þarna kemur skýringin..

 • Miele eda Siemens. Einfalt.

 • Nei ágæti Nafnlaus kl 1055. Þetta voru stykki sem beinlínis var smellt innan í tromluna. Viðgerðarmaðurinn sagði mér þetta og sýndi mér hvernig ætti að bera sig að. Þetta eru þessi stykki sem koma eins og þríhyrningar utan úr tromlunni til þess að þvotturinn snúist meira. Þessi stykki voru alltaf að detta af.

 • Ég keypti rándýra AEG vél og hún er ekkert sérstök, notar allt of lítið vatn og oft vond lykt af þvottinum þegar hann er tekinn úr vélinni.

 • Elgiganten er með tilboð þessa viku, Elektrolux 1600snún, 6kg vél á aðeins 4.444 sek, 75þús ikr. Elko á Íslandi er að selja þessa sömu vél á 125.000 ikr.

  http://www.elgiganten.se/product/vitvaror/tvattmaskiner/EWF16079/electrolux-tvattmaskin-1600-varv

  AH

 • Ég hef lent í þessu líka. En "stykkin" eiga að fara í tromluna með þvottinum, það er málið. Þvo allt heila draslið, og málið reddast.

 • Ég myndi skoða Electrolux.
  Ariston er bara fyrir þá sem telja sig vera að spara og gera góð kaup eða telja sig ekki hafa efni á dýrari vél en enda síðan á að borga meira. Með því að kaupa alltaf ódýrasta ruslið, færðu yfirleitt alltaf léleg gæði og endingu.
  Betra að borga 10-20 meira fyrir hlutinn og fá almennilega vél.

 • Er ekki Ariston sama og Philips? Sama vélin en bara ódýrari. Ódýrari vélar og ódýrari "Merki" eru oft í raun og veru nákvæmlega sömu vélar og hinar dýrari.

 • Miele eru gæðagripir sem bera höfuð og herðar yfir flest heimilistæki, að vísu verðin líka, en samt Miele er peninganna virði. er búinn að eiga slíka í nokkur ár.
  Zanuzzi er næst besti kosturinn, átti slíka vél í 21 ár, mkil notkun og lítið viðhald, var í lagi þegar ég gaf hana.

 • Allar Miele vélar sem ég veit um hafa enst í a.m.k. 20 ár, en verðið er eftir því…

 • Bjó fyrir mörgum árum í Hollandi. Fórum einu sinni í raftækjaverslun til að kaupa ísskáp, örðu megin í búðinni voru Philipps raftæki, hinu megin Ariston. Mörg þessara tækja voru nákvæmlega eins, hvort sem þau hétu Philips eða Ariston. Fengum aldrei upp úr sölumanninum hvort einhver munur væri á tækjum annar en nafnið og verðið. Keyptum Ariston ískáp og spörum þar með helling.

 • Electrolux er sænsk gæðavara. Volvo þvottavélanna.

 • Eumenia

 • Ég segi Siemens eða Bosch. Miele ef þú átt ekki aura þinna tal. Þetta eru vélar sem eru framleiddar í Þýskalandi og eru gæðavörur.

  Mæli alls ekki með Husquarna sem áður var sænskt gæðamerki sem nú er búið að eyðileggja og orðið rusl sem er framleitt í Ítalíu. Ég held reyndar að það sé líka búið að eyðileggj Elektrolux, samsett í Ítalíu eða Póllandi.

 • Nei, þú átt að fá þér notaða Vyatka automat þvottavél. Þær voru framleiddar í Sovétríkjunum og voru feikivinsælar um alla austur-Evrópu. Nú þykir mikill fengur að eiga svona þvottavél. Veit að Björk og Moby eiga svona vélar. Auglýstu eftir einni á Blocket.

  http://www.youtube.com/watch?v=2hqXLBCSmSE&NR=1

  Tannálfur númer 4

 • Mér líst hrikalega vel á þessa Sovíesku vél. Um að gera að hafa þær bara nógu djöfulli einfaldar.

  Helst bara með einu prógrammi. Prógrammi sem heitir "þvottur". Ekkert tölvu-rugl, engir fídusar, bara þvo.

 • Nokkrir gagnlegir punktar.

  Verðið, milliverðflokkar koma oft betur út.
  Tegundarheiti segja ekki endilega mikið.
  Heldur hvar vélar eru samsettar.
  Flott merki sem sett eru saman í ódýrum löndum eru oft mjög varasöm með háa bilanatíðni.

  Hve mikill er þvotturinn að jafnaði.
  Segir til um stærðarval.
  Ágætt að miða við ca.75% nýtingu.
  Setja hæfilegt magn af fatnaði í hvern þvott eykur verulega endingu.
  Víða erlendis þarf að aðgæta hörku vatnisins. Hefur veruleg áhrif á endingu ef ekki er gætt að þessu.

  Hver er orkunotkunin.
  Hver er plássþörfin.
  Einföld umgengni þrif ofl.
  Hversu hávaðasöm er vélin.
  Hversu góð er varahluta þjónusta söluaðila.

  Velja vél sem er einföld að gerð.
  Yfirleitt ekki þörf á mörgum þvottakerfum.

  Þyngri vélar eru oft betur þyngdarjafnaðar og endast því oft betur en léttbyggðari.

 • Af hverju hentuð þið vélinni hennar ömmu fyrst hún virkaði?

 • Þvottavélin hennar ömmu fór að ég held bara í sorpu. Því miður. Ég held að enginn hafi kært sig um gripinn þegar búinu svar skipt upp.

  Því miður. Þetta var einstök vél. Hallaði einhvernvegin aftur. Eiginlega millistig milli þess að vera topphlaðin og "venjuleg" framhlaðin. Hlerinn hallaði aftur og velin því ekki fullkomin kassi.

  Dundur græja.

 • Er ekki bara eitthvað fast í dælunni ? Þú losar bara kringlótta lokið neðst framan á henni og þá kemur yfirleitt í ljós hárspenna að smápeningur frá einhverjum heimilismeðlim 🙂

 • Búin að tékka á öllu. Ekkert að. Villumeldingar eru 2. B – 8 og B – 2 eða eitthvað þvíumlíkt. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir enda fylgdi ekkert með í leiðbeiningunum sem gæti hjálpað mér.

 • hringdu í Fönix og fáðu skýringu á villuboðunum. Eins þú nafnlaus sem fynnst vond lykt af þvottinum, prófaðu að þvo öðru hvoru suðuþvott ef það er ekki gert kemur sýking í vélina og þvotturinn fer að lykta illa

 • Átti einu sinni Ariston sem lak, fékk viðgerðarmann heim sem kostaði 13000kr, vélin var alveg eins þegar hann fór, svo ég keypti mér nýja. Sú var góð í fyrstu, en tekur alltof lítið vatn inn á sig núna. Til að spara mér ný þvottavélakaup helli ég handvirkt vatni á hana í þvott og skol.

 • Ég á Ariston vél sem er orðin sirka 5 ára og er alveg frábær. Fyrirrennari hennar var einnig Ariston og var jafn frábær, entist viðgerðarlaust í 15 ár án þess að hiksta. Ekki þessi stóryrði, Teitur.

Comments are closed.

Site Footer