VELTIR / VOLVO

Volvobifreiðar voru einu sinni fluttar til Íslands á vegum fyrirtækis sem hét Veltir. Orðið veltir merkir í rauninni það sama og orðið volvo í sænsku þannig að nafnið var vel til fundið. Í einni auglýsingaherferð sinni var alltaf hamrað á því að Volvóbifreið væri „fasteign á hjólum“ og vísað var til hás endursöluverðs og endingar. Sennilega allt satt og rétt. Volvóbílar eru afar algeng sjón hér í Gautaborg enda verksmiðja í borginni sem býr til volvóa. Ég rakst á þennan hérna í nágrenni við heimili mitt og fylltist óræðri fortíðarþrá. Ég man vel eftir þessar týpu á götunum í Reykjavík. Þetta eru helvíti flottir bílar.

– Helvíti flottir. Nýji S30 bíllinn frá Volvo er líka alveg masterpís..

Site Footer