VÍSVITANDI RANGTÚLKUN

Það er beinlínis ömurlegt að fylgjast með vörn ríkiskirjunnar í eftirmála ákvörðunar mannréttindaráðs Reykjavíkur (um að takmarka aðgengi trúfélaga í skólum).

Ríkiskirkjuliðið segir alveg án þess að blikna að það;

-eigi að banna kristinfræðslu í skólum.

-að íslandssagan verði endurrituð í anda póstmódernísks moðs.

-að forðast eigi alla umræðu um trú og trúmál í skólum í Reykjavík.

Þetta er lygi og viljandi útúrsnúningur!  Þetta er tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna!

Staðreyndin er að það kristinfræði verður ennþá kennd, enda er hún á aðalnámsskrá og svo hafa trúleysingjar og velmeinandi fólk ekkert á móti kristinfræðslu eða annari trúarbragðafræðslu. „Herskáir“ trúleysingjar á borð við félaga í Vantrú hafa meir aðsegja ályktað að kristinfræði skuli fá meira rými en öllur trúarbrögð í trúarbragðafræðslunni vegna menningarlegra tengsla.

Þetta væl um að Mannréttindaráð Reykjavíkur vilji BANNA kristinfræði er einfaldlega ósanninda-þvæla og þeir prestar sem halda þessu fram eru ósannindafólk.

-o-o-o-o-

Eins og allir vita, en enginn talar um, snýst þetta mál um annað en „börnin“.  Þetta snýst um forréttindi einnar kirjkudeildar sem hefur komið sér svo vel fyrir í kerfinu að byrjunarlaun prests eru um 500.000 meðan byrjunarlaun læknis eru 300.000.  Prestarnir vita og sjá að með því að hafa óheftan aðgang að börnum og ómótuðum huga þeirra, er ákveðin möguleiki að viss prósenta þessa hóps, falli fyrir dómsdags-þvælunni þeirra.

Site Footer