Vistvænir leigubílar


Margir leigubílar hér í Gautaborg eru knúnir með metangasi sem sænskir kalla reyndar „Naturgas“. Þessir leigubílar eru ódýrari í rekstri en hefðbundir leigubílar og eru alveg sambærilegir við díselbíla. Þessir gasknúnu leigubílar eru bara venjulegir Volvóar eða SAAB-ar með öðurvísi vél. Ég spurði nágranna minn sem er leigubílsstjóri hvað eðlileg ending sé á leigubíl. Svarði kom mér á óvart. Þegar leigubíl er lagt eða hann seldur þá er hann að MEÐALTALI keyrður um 50.000 sænskar mílur. Hálf miljón kílómetrar!

Hvað ætli meðalakstur íslenskra leigubíla sér?

Site Footer