kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

VISIR.IS Á VILLIGÖTUM

Ég er nýbúin að sjá ferlega fræðandi og skemmtilega heimildamynd um s.k stealth-hönnun sem er notuð í nýjustu herþoturnar.  Þar var greint frá þegar þetta uppgötvaðist en það var fyrir tilviljun eins og flestar stórar uppgötvanir í vísindaheiminum.Í myndinni (sem mig minnir að hafi verið frá Nationanl Geographic) var sagt frá því þegar F-117 Nighthawk flugvélin kom fyrst fyrir sjónir almennings í fyrstu innrásinni inn í Írak.  þessi flugvél vakti gríðarlega athygli og studdi þá skoðun sem mikið var haldið í frammi, að núna loksins væri hægt að há stríð út frá sjónarmiðum mannúðar eins og það var orðað.  (Pælið í þessu!!) Undir þetta tók m.a Halldór Ásgrímsson sem þá var utanríkisráðherra.

Svo var það í Júgóslavíu þegar F-117 þotan var notuð til þess að skemma skotmörk í Serbíu að yfirmaður í lítilli loftvarnarsveit, sá við stealth eiginleikum F-117 og sveitin hans skaut niður eina vél.  það var tekið viðtal við þennan mann og hann lýsti því nákvæmlega hvernig þeir fóru að því.  Þeir voru vopnaðir nýjustu græjum frá Rússlandi og kunni sitt hvað á radar.  Þeir voru í rauninni fljótir að sjá við F-117 því eftir aðeins viku gátu þeir séð þegar þær tóku á loft í Englandi, flugu yfir Þýskaland og rufu síðan Júgóslavneska (eða serbneska) lofthelgi.  Eftir það var eftirleikurinn einfaldur.

-Bara að ýta á hnapp.

Það kom nefnilega í ljós að veiki bletturinn á F-117 var allur „botninn“ á flugvélinni. Það var stærsti flöturinn á flugvélinni og talin endurvarpa radargeislum sem skotið væri að vélinni.

Eftir þetta atvik breyttu Bandaríkjamenn allri hönnuninni á stealth þotunum sínum.  Þeir hættu að notast við hornréttar línur og notast þess í stað við hornlausa hönnun og einhver efni sem munu drekka í sig radargeisla.  Þetta má vel sjá á flugvélum á borð við eins og F-22B-2 og JSF.  Þessar vélar eru allar mjög ávalar og lausar við horn.  Veiki bletturinn, botninn, er eins langt frá því að vera flatur og hugsast getur.  Botninn er sívalur og minnir á tunnu séða á hlið (nema auðvitað B-2).

Samkvæmt Wikipediu er F-117 ekki lengur í þjónustu flughers Bandaríkjanna vegna þessa galla.  (formerly in service)

-Þetta er ljóst og óumdeilt.

Það var því furðulegt að lesa þessa frétt á Vísi.    Þar kemur fram að Kínverjar hafi smíðað eftirlíkingu af F-117 út braki sem þeir keyptu af serbneskum bændum.   Ég dreg þetta í efa.

Í fréttinni er ennfremur sagt:

„Það var árið 1999 þegar serbneskir hermenn skutu fyrir hreina heppni bandaríska stealth ofurþotu niður yfir Kosovo.“ 
Þetta eru einfaldlega ósannindi eins og ég hef fært rök fyrir hér að ofan. Ennfremur kemur eftirfarandi fram í fréttinni:

Og þó svo að þotan sé byggð á minnsta kosti tólf ára gamalli hönnun þá er hún engu að síður á pari við nýjustu tækni í dag að sögn sérfræðinga

Þetta er líka bull.  Hönnunin er úrelt og ekki notuð í dag.

Svo er það andinn í fréttinni sem fer í tauarnar á mér: Vitlausir Kínverjar búa ekki yfir þekkingu til að búa til orrustuþotur og þurfa að stela frá góðu og gáfuðu Bandaríkjamönnunum.

Og

Vondu Serbarnir skutu niður eina F-117 fyrr algera tilviljun. Enda geta þeir ekki neitt þessir slavnesku villimenn.

Nú veit ég ekki hver skrifaði þessa frétt (eða bjó til þessa frétt) en hún er ekki bara blaðamanninum til skammar heldur líka Vísi.is.  Mér hefur fundist að svona asnalegar fréttir sleppi furðu oft í gegn hjá ritstjórninni á Vísi. Það er eins og það vanti allan metnað í ritstjórnina.

Það væri vonandi að svona fúsk hætti.
Hér fyrir neðan er skjáskot af fréttinni og hérna er stór útgáfa.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer