VIRÐING VIGDÍSAR

Vigdís Hauksdóttir skrifar einhverja makalausustu grein sem ég hef lesið í háa herrans tíð.  Ég minnist þess a,m.k ekki að hafa séð svona skrif frá þingmanni áður.  Vigdísi er „laus penninn“ eins og sagt er og ég benti þá hér á blogginu mínu þegar hún breiddi óhróður um nafngreint fólk sem hún taldi tengjast Samfylkingunni

sjá: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8

hefur Vigdís sem sagt skrifað pistil sem er svo makalaus og yfirgengilegur að mig bara setti hljóðan um stund.  Settist niður horfði upp í loft og hugleiddi eitthvað um veruleikann og hve langt má teygja túlkanir á honum.  Ég get svo sem tekið undir að ekkert sé að því að halda í frammi staðlausum stöfum, lygum og allskonar þvælu, en mér þykir skipta máli HVER heldur þessu í frammi.

Spélegt þætt eða jafnvel uggvænlegt, ef að forseti einhvers lands talaði um það í fullri alvöru að Elvis Presley væri ekki látin heldur sprellifandi og seldi vindsængur í Króatíu. Sama gilti um ef að lögreglustjórinn í Reykjavík héldi úti bloggi um yfirburði hvíta kynstofnsins.

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður.  Ég er svo gamaldags að finnast það vera virðingarvert.  Mér þykir „konseptið“ við þingmennsku vera fagurt.  Þingmenn eru fulltrúar kjósenda sinna og maður ætlaði að slík ábyrgðarstaða, krefðist einhvers siðgæðis af viðkomandi.  Hún talar nefnilega ekki fyrir sig, heldur fyrir fjölda manns.  Reyndar er það öðruvísi farið í tilfelli Vigdísar.  Hún er þingmaður vegna einhverrar uppstillingarnefndar þar sem frændsemi við Guðna Ágústson spilaði stóra rullu.  Þessi tilhögun vakti mikla reiði margra Framsóknarmanna, og mér er sagt að hún hafi ekki minnkað eftir liðið hefur á þingmannsferil Vigdísar.

Ef marka má skrif þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur í gær, þá er virðingarpotturinn ekki bara brotin hér og þar.  Hann er botnlaus.  Aðra eins þvælu hef ég ekki séð frá þingmanni fyrr né síðar.

Fyrsta málsgrein Vigdísar gefur tóninn.


Eins og venjulega þegar ég verð kjaftstopp þá veit ég ekki hvar á að byrja.  En með eina stjórnmálaflokkinn sem heldur þjóð sinni í slíkri einangrun, bendi ég Vigdísi á að lesa stjórnarsáttmálann.  Þar kemur fram að þjóðin hafi síðasta orðið hvort Ísland gangi í ESB eða ekki.  Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla eins og fyrir nokkrum dögum
þar sem nei-sinnar á borð við Vigdísi Hauksdóttur, unni ágætis sigur.  Hún ætti frekar að fagna þessum samræðum við ESB því að ef málstaður hennar er svona sterkur, og ESB svona illyrmislegt, ætti þjóðin að vera besti dómarinn í því máli.  Svo er þetta með „innlimunina“  -Innlimun Íslands í ESB.  „Innlimun“ gott fólk.  Ef að Ísland gengur í eitthvað alþjóðasamstarf, er það innlimun?  Var Ísland „innlimað“ í Sameinuðu þjóðirnar Var Svíþjóð „innlimað“ í ESB fyrir nokkrum árum?  Hvaða rugl er þetta eiginlega?  Hvaða skökku heimsmynd er Vigdís eiginlega að velta fyrir
sér?  Vill einhver segja mér það?

Áfram heldur Vigdís:

Þetta er merkingarlaust skrum.  „Hænuprik“ og „Brussel-kröfur“.  Ég þarf ekki meir.

Áfram heldur Vigdís:


Brjótum þetta aðeins niður:Ríkisstjórnin hefur stórskaðað íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi:svar:  Einmitt ekki.  Nei-sinnar sáu um það.Þjóðaratkvæðagreiðslan um liðna helgi er stór sigur sjálfstæðarar þjóðar í baráttunni við „kratismann“. Tvennt við þetta að athuga:  Væri kosning um mögulega inngöngu Íslands í ESB ekki frábær vettvangur fyrir sjálfstæða þjóð að veita „kratismanum“ náðarhöggið? Svo má geta þess að „kratisminn“ sem að Vigdís Hauksdóttir segir sjálfstæðu þjóðina berjast gegn, er stjórnmálastefna sem er töluvert skyld Framsóknarflokknum.  Kratismi er sósíaldemókratismi.  Margir systurflokkar Framsóknarflokksins í Evrópu eru sósíaldemókratískir.  Sama má segja um Framsóknaflokkinn.  Hann er bullandi sósíaldemókratískur (þétt öryggisnet, háir skattar) ef að vel er gáð.Þetta er svo sem meinlaust í sjálfu sér.  En það er tónninn í þessum orðum sem pirra mig.  „Kratismanum“ er stillt upp sem óvininum, gegn „sjálfstæðri þjóð“. Þetta er eins og áróðursveggspjald úr seinni heimsstyrjöld:  -Alþýðumaður, beittur á svip, rekur heikvísl í gegnum arðræningjann sem lyppast niður með harmkvælum.  Undir þessu er svo merki flokksins, baðað sólargeislum. Vigdís heldur áfram:

Best að slíta og greina.„Hingað til höfum við sloppið við stéttarskipt samfélag en það er að breytast“.

Öhhh…..Nei…..  Við höfum ekki sloppið við stéttskipt samfélag.  Samkvæmt vísindalegustu útreikningum og Gini-stuðlum er bilið milli þeirra ríku og þeirra sem minna hafa, alltaf að stækka. Sem er svo sem eðlilegt, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins verið við völd alltof lengi.  Þar til nú.

Vigdís Haukdóttir segir ennfremur:

„Hægri og vinstri heyri sögunni til en í stað skiptast stjórnmálin í krata og ekki-krata“.  Þetta er sérkennilegt innlegg í stjórnmálafræðina og gerir frekar lítið fyrir þau fræði, en veita hinsvegar ágæta innsýn inn í hugarheim Vigdísar Hauksdóttur sem er fixeruð á Samfylkinguna  Vigdís virðist gleyma stjórnmálahreyfingum á borð við frjálshyggju, græningja, kommúnista og þjóðrembu -og íhaldsstefnur.  Þetta er allt fyrir bí í huga Vigdísar.  -Bara kratar og þeir sem eru ekki svoleiðis.

Hér kem ég loksins að setningu sem olli mér svima.  Ég er ekki að grínast.  Mér fannst ég standa á gati þegar ég las þetta.

Eitt helsta einkenni Evrópusambandsins er hin kratíska hugsun – að hinn vinnandi maður borgi með sköttum sínum – neyslu og framgang embættismanna. 

Það er allt rangt við þessa setningu.  Einkenni Evrópusambandsins er ekki „hin kratíska hugsun“.  Einkenni Evrópusambandsins er fyrst og fremst samvinna.  Hugtak sem stendur nærri Framsóknarflokknum, enda var Samvinnuhreyfingin stórmerkilegt fyrirbæri og þjóð-gagnlegt áður en Framsóknarflokkurinn eyðilagði fyrirbærið með inngróinni spillingu sem ég leyfi mér að segja að eigi sér engan líka í Íslandssögunni.  Í Svíþjóð, landinu sem ég bý í, er sterk samvinnuhreyfing.  Sterk og vinsæl.  Flottustu búðir í Svíþjóð heita Coop. (Co-oparation).  Samvinnuhugsjónin er sprelllifandi hér í Svíþjóð enda er enginn Framsóknarflokkur hér í landi.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður segir hér berum orðum að tilgangur Evrópusambandsins sé að sjá embættisfólki þess fyrir þægilegri innivinnu!  Þetta er varla svaravert.  En sú hugsun læðist að manni að Vigdís Haukdsdóttir viti nákvæmlega ekki neitt um Evrópusambandið.  Viti ekkert um fjórfrelsið, sem gæti vel verið helsta einkenni Evrópusambandsins ef vel er að gáð.  Vigdís heldur virkilega að hin kratíska hugsun sé að „hinn vinnandi maður borgi með sköttum sínum, neyslu og framgang embættismanna“.  -Hún skrifaði þetta!!  -Hún skrifaði þetta!!

Vigdís heldur áfram:

Best að byrja á byrjuninni

Kratar skilja ekki sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og raunverulega framleiðslu sem skilar sér í auknum hagvexti.
Þessi setning er eiginlega svo bjánaleg að hún er varla svaraverð, en þar sem alþingismaður heldur þessu fram rennur mér eiginlega blóðið til skyldunnar að svara þessu.   Vigdís er þegar búin að segja að hið
pólitíska landslag einkennist ekki lengur af hægri og vinstri, heldur krötum og ekki krötum.  Takið eftir þessari ofureinföldun sem þingmaðurinn Vigdís Haukdsdóttir er að kalla fram.  Fyrst er sagt hver óvinurinn er, og svo er sagt hvernig hann hugsar.  Hún bætir svo við.

Kratar telja að hagvöxtur skili sér í skattpíningu vinnandi stétta til útþenslu báknsins sem þeir sjálfir einsetja sér að vinna við.
Enn hamrar þingmaðurinn á því hvernig Kratar hugsa en bæti inn starfsmetnaði þeirra.  Hann er sem sagt að lifa einhverskonar snýkjulífi á kerfinu.  -Snýkjulífi á hinni vinnandi stétt.

Kannist þið við orðræðuna?  Vekja þessi orð upp óþægilegar minningar?  Ég fullyrði að þingmaður sem myndi láta svona frá sér hér í Svíþjóð, yrði umsvifalaust tekin á teppið af formanni sínum og ærumissir hans yrði óafturkræfur.
Þessi orðræða hefur á sér öll einkenni fasisma.  Nú segji ég þetta með öllum mögulegum fyrirvörum og banna það hreinlega að mér sé bíkslað um að kalla þingmanninn Vigdísi Haukdsdóttur fasista, því ég er ekki að því.  Ég er að segja að þessi tegund orðræðu, að útmá andstæðinginn sem sníkjudýr á skattpeningum hinna vinnandi stétta, er fasísk í eðli sínu og var notuð með góðum árangri bæði í Sovíetríkjunum Leníns og Þýskalandi nasismans.

Mig hryllir við svona skrifum.

En Vigdís er ekki búin.  Hún heldur áfram og segir:
Þetta er í raun stefna Samfylkingarinnar – sem fyllt hefur ráðuneytin af góðkunningjum á kostnað  heilbrigðis- og skólakerfisins

Þetta (að lifa sníkjulífi á skattpeningum hinna vinnandi stétta) er ekkert stefna Samfylkingarinnar.  Hana er t.d að finna hér.  Ég hvet alla til að lesa þetta því sjaldgæft er að finna hugsjónir í stjórnmálatexta á Íslandi.  Vigdís hamrar ennfremur á því að Samfylkingin hafi fyllt ráðuneytin af dýrum góðkunningjum flokksvina á kostnað barna og sjúklinga.

Vigdís segir ennfremur
Ríki Evrópusambandsins eru auðlindasnauð og sækja því fast að útvíkka sig til norðurs.
Þarna gerðist það aftur.  Ég fékk svima og taldi mig standa á gati.  Ríki Evrópusambandsins auðlindasnauð.  AUÐLINDASNAUÐ !!  Ég bý í Svíþjóð og landið er svo ríkt að ég fékk kúltúrsjokk þegar ég flutti hingað fyrir tæpum 3 árum.  Það er risa-stórt (stærra en Þýskaland) og ekkert nema skógur, vötn og ár.  Við erum að tala um skóg.  Skóg eins og í ævintýrunum.  Innan í þessum skógum er dýralíf, líka eins og í ævintýrunum.  VIlt dýralíf sem aldrei hefur komist í tæri við manneskjur.  Gaupur, hreindýr, refir, úlfar, íkornar og önnur smáspendýr.  Já og hjartardýr og elgir.

Ég hélt að ég væri orðin vitlaus þegar ég sá tvö hjartardýr á harðaspretti i garðinum mínum þegar ég var nýfluttur, en þetta er alvanalegt.  Ég var meir að segja með ref í fæði í fyrrasumar.  Og konungur skógarins er
elgurinn.  Gríðarstór skepna sem ég hef einu sinni séð á hlaupahringnum mínum.  Þeir geta verið hættulegir, sérstaklega þegar kálfur er með í för.  Mikilli talningu lauk um daginn á fjölda elg-dýra í landi Svíþjóðar.  -Aldrei verið fleiri.  600.000 þúsund elgir í landinu.  Sex-hundruð-þúsund gott fólk!

Ég vil  ekki heyra neitt þvaður um að Sviþjóð sé auðlindasnautt land. Hér eru gríðarmiklar járnnámur og
allskonar málma má finna sé skóflu stungið í svörðinn.   Já og eitt enn.  Landið er úr graníti.  Graníti gott fólk.  Smá kubbur af þessari steintegund kostar 3500 kall á Íslandi.  Svona kubbar eru að finna á gangstéttum í Reykjavík. Innfluttir,  því þessir steintegund finnst ekki á Íslandi.

Hin auðlindasnauða Evrópa hennar Vigdísar Hauksdóttur vekur samt hugrenningar um alveg fádæma gamaldags hugsunarhátt.  Hugsunarháttinn um að ekkert sé verðmætt nema það sé hægt að mæla í tonnum eða gígavöttum.  Hér kemur punkturinn sem ég vil vekja sérstaka athygli á.  Lönd sem búa við miklar náttúruauðlindir, farnast ekkert sérstaklega vel (ein undantekning:  Hinn kratíski Noregur)  Venjulega er auðnum misskipt og óréttlæti ríkir.  Þorsteinn Gylfason benti á þetta í snjallri grein um daginn.  (Vísun fannst ekki, vinsamlega sendið mér ef einhver veit um þessa grein Gylfa)

Auðlindir Svíþjóðar eru samt fyrst og fremst fólkið.  -Hugvitið.  Ekki klumpur af stáli eða eikarborð sem sagað er í tommu-kvart..  Allir þekkja Volvo, Ikea, Saab, Sandvik, SKF, Kasko/Nobel, og þetta helsta.  Verðmætasta fyrirtækið í sænsku kauphöllinni (stofnaður 1778, -Svíar kunna á verðbréfamarkaði) er fatabúð.  H&M.  -Verðmætari en Volvo.

En hvað er þetta með náttúruauðlindir?  Eru þær forsenda hagsældar?  Og hvað eru auðlindir?  Tökum Danmörku sem dæmi.  Lítið land en afar frjósamt.  Var það ekki einmitt skorturinn á auðlindum sem gerði Dani að heimsins bestu kaupmönnum?  Ég vann einu sinni á Skagen í fyrirtæki sem seldi síld til Hollands.  Viðskiptasambönd sem voru yfir 300 ára gömul!!  Fyrirtækið Sagenlax sem var nokkuð áberandi þegar ég var þarna, „framleiddi“ ekkert.  Keypti lax frá Noregi, pakkaði honum inn og seldi áfram.  Auðlindir?  Hvað skipta þær máli?

Hverskonar hugsunarháttur er þetta eiginlega hjá þingmanninum Vigdísi Haukdsdóttur?  Evrópa er ekkert auðlindasnauð og ef hún væri það, þá skipti það sjálfsagt engu máli.  Auðlindir þjóða liggja hjá fólkinu, en ekki grafið ofan í jörðinni, eða í fiskimiðum sem þjóðin hefur aðgang að.

Ég var i Belgíu í fyrravetur.  Þar sat ég fyrirlestur um efnahag landsins og bjáninn ég flissaði þegar ég heyrði að
súkkulaðifræði væri vinsæl grein í háskólum Belgíu.  Svo þegar leið á fyrirlesturinn kemur í ljós að verðmætin sem súkkulaðibransinn í Belgíu gerir fyrir efnahagskerfið er álíka stór og allar fiskveiðar í Evrópu.  Ég er ekki að grínast.  Belgar framleiða súkkulaði og selja fyrir meiri pening en allar fiskbúðir í Evrópu.  -Hver er að hlægja núna?

Það er reginfirra hjá þingmanninum Vigdísi Hauksdóttur að Evrópusambandið ásælist auðlindir einhvers lands.  -Þeim er skítsama.  Kannski liggur meinloka Vigdísar Haukdsdóttur í því að halda að Evrópusambandið sé land.  Ég lenti í smá orðaskaki við stjórnmálamann / leikara úr Kópavogi um þetta og sá var alveg með það á hreinu að Evrópusambandið væri land.  -Og varð ekki haggað.

Í lok þessarar málsgreinar kemur makalausasta setningin.

Ísland er í raun eina tækifæri Evrópusambandsins til að lifa af.

Eins og fyrr er þessi setning ekki svaraverð nema fyrir þá staðreynd að Vigdís Hauksdóttir er þingmaður.  Hérna höfum við annað dæmi um hina ógeðfelldu orðræðu sem ég minntist á hér ofar.  Andstæðum er stillt upp,
óvininum gerðar upp skoðanir og núna er vígvöllurinn valinn.  Hann er sko Ísland þakka ykkur fyrir.  Ísland er Megídó.  Ísland er Stalingrad.  Allir strengir í þjóðrembuhörpunni eru stroknir af kostgæfni.  Fast og ákveðið.  Þetta er annaðhvort eða mál.  Það er enginn leið nema ein og hún er allsherjarstríð.

„Við erum lykillinn að auðlindakistu á norðurslóð“
..segir Vigdís Hauksdóttir.  Ég verð nú bara að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu.  Á hún við að ef að „ESB-landið“, „innlimi“ Ísland inn í sig, muni það (ESB-landið) sölsa undir sig náttúruauðlindir Íslands?  Ef að þessi skilningur minn er réttur er svarið auðvitað nei.  Hinsvegar má bæta viðað fisk-auðlindin í kringum Íslands er ráðstafað til fámennrar klíku miljónamæringa sem geta ráðstafað auðlindinni að vild.  Og hafa skilið heilu þorpin eftir á vönarvöl.  Þessu ógeðslega kerfi vill flokkurinn hennar Vigdísar alls ekki breyta.

Já auðlindakistan mikla er ekkert í eigu þjóðarinnar heldur fámennrar klíku.

Þegar ég var að karpa við stjórnmálamanninn og leikarann úr Kópavogi, kom það fram hjá honum að Ísland væri svo brjálæðislega vel staðsett þegar heimskautaísinn bráðnar. Þá myndast siglingaleiðir sem „Evrópa ásælist“.
Þessi skoðun er alvanaleg á Íslandi og er hugmynd sem hefur tekið við af hugmyndinni um „flugmóðuskipið Iceland“.  Lega landsins á að vera svo geðveikislega verðmæt.  Núna eru það siglingaleiðir sem Ísland á að
geta tappað inn á einhvernvegin.  Ég hef aldrei skilið þessi rök en tékkið á þessu.  Ef að rétt reynist, að Ísland er ofboðslega vel í sveit sett varðandi siglingaleiðir um norðurpólinn, hvað skiptir ESB máli í því samhengi?  Heldur einhver að Íslendingar geti skattlagt skip sem sigla framhjá landinu?  Er kannski hugmyndin að búa til eina risa-risa
stóra uppskipunarhöfn á Íslandi (sem verður auðvitað eign einhverra innmúraðra) og hvað kemur það ESB við?  Er ekki bara hægt að nota þessa höfn og fá þjónustu þrátt fyrir ESB eða án ESB?  Hvaða bölvað rugl er þetta eiginlega?

-Þess utan.

Ég endurtek með áherslu:

Þess utan,
eru ríki í ESB með alveg prýðilegan aðgang af siglingarleiðum í norðurhöfum.  Danmörk er í heimskautaráðinu. Svíþjóð er í heimskautaráðinu og Finnland er í heimskautaráðinu.  Ef að þessi kenning er rétt, að það skipti virkilega máli að aðild að ESB hafi eitthvað með rétt til siglinga um norðurslóð að gera, væru ríki ESB, alveg með þetta.  -Alveg 100%.

Vígdís heldur áfram.

Því kom ekki á óvart að Össur pantaði yfirlýsingu frá Stefan Fule stækkunarstjóra ESB að útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði ekki áhrif á aðlögnarferlið.  Þessi yfirlýsing skiptir nákvæmlega engu máli þvi Össur og embættismennirnir virðast ekki átta sig á að ekkert verður að innlimun Íslands hafni eitt eða fleiri ríki ESB umsóknarferlinu.

Þarna fer verður Vigdís aftur tvísaga. Segir að ESB ásælist innlimun Íslands en um leið, vilji ESB ekkert með Ísland að gera.  Varðandi Stefan Fule, þá vona ég innilega að hann sé ekki sænskur.  „Stebbi ljóti“ er ekki nafn sem virðlegir Svíar vilja burðast með.


Þessi bútur er i uppáhaldi hjá mér.  Þarna kemur bara fram, skýrt og skorinort, eins og ég sagði allan tímann að kosningarnar um Icesave, snérust í hugum margra, ekkert um Icesave, heldur afstöðuna til ESB. -Fínt að fá þetta á hreint.


Það væri gaman að sjá þessa skýrslu.  Eitthvað segir mér að þetta sé orðum aukið hjá þingmanninum Vigdísi Hauksdóttur.  Hvaða skýrsla er þetta?  Hvaða sérfræðingur sagði þetta og hvenær?  Hafa þessi orð
eitthvað gildi?  Af hverju er ekki vísun á þessa skýrslu eins og bloggið býður uppá?  Er ekki verið að semja um plagg sem verður síðan kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu?  -Ég hélt það.

Ef ég væri Vigdís Hauksdóttir myndi ég taka þessum viðræðum fagnandi.  Ég myndi halda miðað við málflutning hennar að ESB væri ígildi helvítis eða eitthvað þaðan af verra og myndi treysta þjóðinni jafn vel að hafna þessari óværu og Icesave-samningnum sælla minninga.

Þessi skoðun Vigdísar er alveg á pari við það sem ég verð var við og þekki bæði á eigin skinni sem og í þjóðmálaumræðunni. Fólk heldur að ESB sé eitthvað meira en samstarf Evrópuríkja. Eins og ég sagði frá að ofan, halda margir að ESB sé land.

-ESB er samningur milli landa.

Ég fullyrði að enginn Svíi vakni á morgnanna, teygi úr sér, kíki út um gluggann og hugsi hvað lífið sé dásamlegt í ESB.  Enda væri það fárálegt.  Svíar eru afar þjóðræknir og stoltir af landinu sínu.  Engum dettur í hug að ESB sé eitthvað annað en samningur við löndin í kringum þá.  Sama gildir um Dani.  Þjóðrækara fólk hef ég aldrei hitt en Dani.  Ekkert tækifæri er svo aumt að það sé ekki notað sem áttilla til að skjóta upp fána.  Danir eru stoltir og enginn Dani lítur svo á að fullveldi Danmerkur sé í hættu vegna einhvers samnings við Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Finnland, Holland og hin 22 löndin í Evrópusambandinu.

Hið spélega við þetta alltsaman er að núna virðist sumir íslenskir stjórnmálamenn og þjóðfélagsrýnar vera sannfærðir um að endalok Evrópusambandsins séu bara tímaspursmál.   -Þetta eru stór-tíðindi.  Ég hvet viðkomandi að koma þessum upplýsingum í stóru evrópsku fréttastöðvarnar.  Svona upplýsingar eiga sannarlega erindi við löndin sem þó eru meðlimir í ESB.  Mér þykja svona fréttir fyndnar og á pari við hugmyndina um geimferðaáætlun Seyðisfjarðar.  Þetta er bara vitleysa eins og öll umræða um Evrópusambandið á Íslandi.  Öskurapar hafa yfirtekið umræðuna og svipta þjóðina tækifærinu á að fá óbjaðaga mynd af þessu fyrirbæri sem ESB er.  Innlegg á borð við þetta blogg Vigdísar Haukdsóttur, þingmanns Framsóknarflokksins er hreint og beint skammarlegt og jaðrar við allskonar öfgadekur og hefur einkenni á því sem kallast á ensku „hate speech“.

Ekki er einleikið hve lágan sess „kratar“ skipa í huga þingmannsins.

Ali Ismaeel Abbas

Óþol

BLÓMSTRANDI

Site Footer