Vindrafstöðvar

Djöfull getur orðið hvasst á Íslandi! Hér í Svíþjóð er eiginlega aldrei hvasst. Stóri munurinn á veðurfari Íslands og annara norðurlanda er fyrst og fremst rokið. það getur orðið svo hvasst að heilu flutningabílarnir takast á loft, hjólhýsi fjúka um völl eins og hvert annað rusl og Ómar Ragnarsson hallar undir flatt á móti vindstengnum og reynir að lýsa þvi sem fyrir augu ber.

Það sem kom mér mest á óvart varðndi rokið á Íslandi er hversu áreiðanlegt það er. Í hitteðfyrra starfaði ég við húsaviðgerðir í Flatey á Breyðafirði (sem aldrei hefur talist neitt sérstaklega mikill rok-rass) og á þeim 4 vikum sem ég dvald í eyjunni lygndi aldrei. það var alltaf, alltaf -hávaða rok. Alltaf úr sömu áttinni, alltaf og öllum stundum.

Ég get ekki varist þeirri hugsun um hversu ofboðslegir krafar eru þarna að verki. Hér munu eiga sérvindrafstöðvum á Íslandi. Þegar ég kom heim veðurbarinn og vindþurrkaður leitaði ég mér fanga á alnetinu um vindrafstöðvar, kosti þeirra og galla. Ég varð ýmsu vísari og komst meðal annars að því að Danir vinir okkar og fyrrverandi kúgarar, framleiða um 30% af orkuþörf sinni með vindrafstöðvum. Ég komst líka að þvi að vindrafstöðvar er einnig hægt að kaupa tilbúnar þvi þær eru framleiddar af virðulegum fyrirtækjum á borði við General Electric. Vilji einhver setja upp vindrafstöð við hús sitt og selja orkuna til Landsvirkjunnar, þarf því ekki að leggja út í hönnunarkostnað. Vindrafstöðina er einfaldlega hægt að kaupa út í búð. Nú þetta leit afar vel út en hvernig skyldi land eins og Ísland henta fyrir vindrafstöðvar? Ef miðað er við stuðulinn 1 til 10, fær Danmörk einkunina 5,5. (við munun að þeir framleiða 30% af allri orku sinni með þessum hætti. )Ísland fær 8. Mér sýndist meir að segja Vestmannaeyjar fá einkuninna 9. Mesta rok á heimsvísu er að finna á suðurhveli jarðar, nokkuð suður af Chile og Argentíu þar er hámarkseinkun náð í roki. 10 stig.

Talandi um Vestmannaeyjar þá man ég eftir þvi að það kom í fréttum fyrir nokkrum árum að vindhraði á Stórhöfða datt niður í 1 metra á sekundu. Vestmannaeyingar þyrptust á höfðan sinn og sóluðu sig í blíðunni. Það telst nefnilega til tíðinda þegar vindur dettur eitthvað niður á Stórhöfða því þar er venjulega alltaf rok. Ég nefndi þetta vindrafstöðvaleysi við trésmið frá Vestmannaeyjum, en hann sagði mér að hann mundi vel eftir að minnsta kosti hefðu 2svar verði settar upp slíkar stöðvar á Stórhöfða. Nú? sagði ég. Eru vindrafstöðvar þarna? Nei, þær stóðu stutt, þvi þær fuku báðar á haf út.. Jahá. fuku á haf út með braki og brestum! Ef það er ekki góður staður fyrir vindmillu þar sem gamla vindmillan fauk út í buskann… þá veit ég ekki hvað er góður staður fyrir slík tæki. Með nútíma tækni hlýtur að vera hægt að koma fyrir vindrafstöð á Vestmannaeyju. Hey, fyrst það var hægt að ræða um það í alvöru að bora þangað göng, getur það varla verið mjög flippað að athuga hvort það séu hægt að festa vindrafstöð á Vestmannaeyjar.

Kostirnir við vindrafstöðvar eru að þær eru einfaldar í uppsetningu, þær taka ekki mikið pláss, þær menga ekki neitt, þeim má koma fyrir hvar sem er. Þær eru afturkræfar og vindrafstöðvar hafa verði brúkaðar um allan heim með góðum árangri.

Vindrafstöðvar hafa að vísu einn stóran galla. Þær eru ódýrar og þykja því lítið spennandi meðal stíflusérfræinga og þeirra sem stjórna atburðarásinni í orkuvæðingu þjóðarinnar. Það er nefnilega gríðarlegur fárhagslegur ávinningur meðal verkfræðinga að HANNA virkjun. (hönnunarkostnaður Kárahnjukavirkjnnar er leyndarmál en fullvíst er að hann sér vel yfir 5000 miljónir) Gallinn við vindrafstöðvar er að það er búið að hanna þær. það eina sem þarf að gera er að steypa undirstöður.

1 comments On Vindrafstöðvar

  • Ég er nú ekki viss um að helsta hindrunin fyrir því að vindmyllur séu ekki nýttar á Íslandi sé að verkfræðingar standi í vegi fyrir því. Það er nú þannig að jafnvel þó nánast alltaf sé vindur á Stórhöfða, þá er vindurinn nokkuð óregluleg orkuauðlind.

    „Ekkert sjónvarp annað kvöld, Siggi stormur spáði blíðu.“

    „Loðnan verður brædd í næstu viku, það er hæð yfir landinu þessa viku.“

    Það er nú reyndar þannig að ef maður ætlar að fá leyfi til þess að selja inn á dreifikerfi Landsnets, þá þarf að vera hægt að tryggja stöðugt orkumagn.

Comments are closed.

Site Footer