VINDARNIR GNAUÐA Í NORDALNUM

Ólöf Nordal er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.  Í henni sameinast tvennt sem fellur að geði Sjálfstæðismanna.   Ætterni og ábúðafylling.  Hún hefur yfir sér áru hins yfirvegaða og óhagganlega íhalds.  Því miður eru orð og æði sitt hvor hluturinn og það sem Ólöf segir, er ekkert endilega í samhljómi við hið ábúðarfulla yfirbragð.  Sumt sem hún segir er algjör þvæla en annað gersamlega kostulegt.

Ekki er langt síðan Ólöf lýsti hruninu í sjónvarpsþætti sem „smámáli“ eða þessháttar.  Ekkert til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af eða svoleiðis.  Smá kusk á hvítflibban og þegar við [Flokkurinn] erum búin að dusta það af, þá getum við haldið áfram á sömu braut….

-eitthvað svona.

Í fyrradag átti svo Ólöf hvorki meira né minna en ummæli áratugarins.  Ég er að tala um áratuginn 2010 til 2020  -Hún sagði orðrétt:

„Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvenjulegt, tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu, að standa bara nákvæmlega með því sem hann telur rétt fyrir þjóðina.“

Þarna lýsti Ólöf betur en þykkustu doðrantar hversvegna fólk hatar stjórnmálamenn.   Hún sagði bara beint út það sem brjáluðustu bloggarar hafa varla þorað að segja.

-Stjórnmál Sjálfstæðisflokksins ganga bara út á að eyðileggja fyrir þeim sem stjórna. Það er allavega óvenjulegt að standa með því sem best er fyrir þjóðina.

Aldeilis gott að vita það.

Þetta er alveg á pari við orð Styrmis Gunnarssonar.  Hann sagði að það væri slæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leysa Icesave.  Það jafngildi að kasta frá sér „góðri vígsstöðu“.  Hafi einhver efast um heilindi Sjálfstæðisflokksins, þá ætti sú trú að vera fokin út í veður og vind.  Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hugsar ekkert um þjóðarhag heldur lítur á samfélagið sem einhverja súperútgáfu af menntaskólapólitik í MR á öndverðri síðustu öld.

Það dugar stundum ekki (þrátt fyrir að það sé órækur kostur) að líta út eins og kona sé hugsi.  Að kona sé ábúðarfull.  Að kona sé alvarleg.  Stundum er ekkert fyrir innan nema gnauðandi vindar og gluggahlerar sem skellast til í vindinum.

Það er tilfellið með Nordal

Site Footer