VILLIGÖTUR

Það er aldrei gott þegar verður rof milli veruleikans og hugmynda fólks um veruleikann.  Til að skýra þetta á einfaldan hátt, er svolítið sérkennlilegt að sjá einhvern fara í skíðagallann sinn og arka út í sumarið með skíðin á öxlunum, reiðubúin að takast á við brekkurnar.  Þetta er dæmi um rof.

Annað og öllu algengara eru geðsýkisórar sem hrjá fjölda fólks og eru skilgreindir sem skjúkdómur. Sjúkdómur alveg eins og mislingar eða kíghósti.

Ranghugmyndir ágætu lesendur.

Ég er að sjá þetta afar skýrt héðan frá Gautaborg og í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum.  Kvörtunarkórinn galar þeim mun hærra, eftir því sem úrlausnirnar verða betri.  Og ekki síst.  Eftir því sem úrlausnunum fjölgar.

Það er eins og þetta fólk vilji ekki úrlausnir.  Bara hávaða í bloggbjarginu.  Og jú.  Ég er ekki að undanskilja sjálfan mig í þessum efnum.  Það verður bara að játast að kvörtunarkórinn viriðst ekki hugsa neitt um það sem kalla má „þjóðarhag“, heldur bara sensasjónina við að lifta hnefanum á loft, uppfullt af heilagri reiði.

Vísindamenn tjá mér að æðin sem stækkar oft í ennisblaði mótmælenda hefur álika áhrif og heróin.  Þetta er víst „geggjað“.  Í fyrsta lagi fær fólk útrás fyrir vanmátt sinn gagnvart „kerfinu“ og innbyrgða uppsafnaða reiði því lets face it.  Mótmælendur eru fólk með sterka réttlætiskennd.

En sjáiði hvað gerðist þegar ríkisstjórnin kom með „stóru lausnina“ í skuldavanda heimilanna.  Fínar lausnir og löngu tímabærar.  Ekki minnkaða gaggið við það.  -Það jókst!!  Það er alveg sama hvað ríkisstjórinin hefði sagt og gert.  Kvörtunarkórinn og tækifærissinnaðir þingmenn, hefðu ALLTAF mótmælt hástöfðum.  Hugsum okkur að Jóhanna hefði sagt:  Við ætlum að segja skilið við AGS og gefa öllum íslendingum 10 miljónir á kjaft úr fjársjóði sem við höfum legið á í mörg ár.  Ekki þarf mikla ályktunargáfu að ímynda sér þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Attac-hópsins og annara bumbuberjara,. kvarta hástöfum um svik og tækiværismennsku.  Svo væri gjammað um að þetta kæmi alltof seint og boðaði til mótmæla þá um kvöldið.  Svo kæmi Birgitta fram með  stríðsglampa í augunum og segði titrandni röddu að það væri ósanngjarnt að ófæddir íslendingar og þeir sem eru látnir, skulu ekki fá neinn pening frá ríkinu.

Þetta er allt svona.

Það sorglega er að þetta fólk VILL EKKI UPPRISU ÍSLANDS. Það vill bara mótmæla.  Það vill atvinnuleysi og hörmungar og þorir ekki að taka fyrstu skrefin ti luppbyggingar.

Ég hef skömm á þessu liði.

Site Footer