Victoria Sylvsted

Fræga fólkið hér í Svíþjóð er kallað „kendis“, í fleirtölu „kendisar“. Ég fylgist náið með gleði og sorgum kendisanna hér í Svíþjóð því ég les alltaf forsíður slúðurblaðanna þegar ég kaupi í matinn. Charlotte Pirelli er að skilja við kallinn sinn, þekkt sjónvarpskona dó um daginn og satt best að segja þá er líf fræga fólksins voða svipað og á Íslandi. Sumt er afar áþekkt. Svíar eiga t.d algera hliðstæðu við Ásdísi Rán. Það er hún Victoria Sylvsted. Hún er uppáhalds kendisinn minn. Hún er oft í sjónvarpinu og deitar að mér skilst bara gaura sem eiga Ferrari. Það kom viðtal við systur hennar um daginn í slúðurfréttum. Sú vinnur hjá fasteignafélagi í Stokkhólmi. Mig grunar að fjölskylda hennar sé af yfirstétt í hinni stéttlausu Svíþjóð. Yfirstéttin hérna sker sig út á furðulegan hátt. Þetta fólk er afar fagurt yfirlitum og ekur gjarnan um á Volvo með blæju. Drengir í yfirstétt eru gjarnan í pólobol með liðað hár og hvítar tennur. Tennisspaði er oft og tíðum kæruleysislega staðsettur í baksæti blæjubílsins. Konurnar eru eins og Victoría.

Auðmjúkt yfirlæti einkennir þetta fólk.

Site Footer