Við höfum misst af einhverju.

Ég sá áðan á moggavefnum að búða-þjófnaður færist í aukanna og að steliþjófar sleppi í mörgum tilfellum við ákæru vegna þess að löggan er svo mannfá.

-Eitthvað svoleiðis.

Ennfremur kom í ljós að margar búðir eiga heilu klukkutímana af vídeóefni þar sem hnuplararnir eru festir á filmu en að samkvæmt einhverjum vitleysingalögum er búðareigendum BANNAÐ að sýna þegar stolið er úr búðunum þeirra nema með því að blörra yfir andlit þjófanna!!

-Heyrðu mig nú!

Réttur þjófanna við að stela, er meiri en réttur búðanna til að verja sig. Hveruju höfum við eiginlega gleymt i þessu tilfelli? Er „allir eiga að fá tækifæri að bæta sig“ áráttan orðn svo skær að hún blindar okkur sýn?

Réttur einstaklingsins fyrir friðhelgi er þarna merkari en réttur allra annara í samfélaginu við að búa í almennilegu samfélagi. Enn eitt dæmi um skaðsemi einstaklingshyggjunnar. Alltaf skal samfélagið sett á neðstu skör.

Við það að einn einstaklingur hnupli úr búð, hækkar það vöruverð fyrir alla hina einstaklingana sem versla í þessari búð. Þjófnaður verður líka smámsaman einhvernvegin samþykktur af heildinni sem eitthvað ómerkilegt frávik. Siðleysi eykst og vargöld gengur í garð.

Nú þarf bara einhvern hugaðann verslunarstóra til að dúndra öllu þessu steliþjófa-efni beint á netið og taka afstöðu með fólkinu -en ekki með einstaklingnum. Skítt með heimskuleg lög. Munum hvað landsfeðurnir sögu. „Með lögum skal land byggja – og ólögum eyða“

Ég er viss um að ef að þjófar vissu að allt myndefni þar sem fólk er að stela, sé sett á netið, þá myndu þeir steinhætta að stela. Fegurðin við þessa internet-aðferð er að ekki þarf að góma þjófinn á staðnum, heldur er hægt að góma hann þegar farið er yfir daginn í eftirlitsmyndavélunum. Ávinningurinn er stórminnkað hnupl, lægra vöruverð og betra samfélag.

2 comments On Við höfum misst af einhverju.

 • Ég held reyndar að öllum útlendum bófum og sennilega flestum innfæddum líka sé nett drullusama um orðspor sitt á Íslandi og fælist ekki mikið þó að þetta myndefni verði birt.

  Auðvitað á samt að birt þetta dót. Það er ómögulegt hvernig lögin í þessu landi virðast hygla glæpamönnum, þá er ég að tala um bæði þessa með kúbeinin og þá í jakkafötunum.

 • "Réttur þjófanna við að stela, er meiri en réttur búðanna til að verja sig. Hveruju höfum við eiginlega gleymt i þessu tilfelli".

  Það sem menn gleyma iðulega þegar þessi mál eru rædd, er að það geta komið upp mál þar sem einstaklingur sýnist vera að stela á upptöku án þess að hafa verið að því í raun.

  Það er verið að vernda þessa einstaklinga gegn myndbirtingu og gegn því að verða dæmdir saklausir af dómstólum götunnar. 100 sekir sleppa við birtingu á netinu til þess að 1 saklaus þurfi ekki að þola myndbirtinguna.

  Þess vegna er talið að rétti farvegurinn fyrir þessi mál sé að kæra mál til lögreglu. Lögreglan getur svo, ef hún nær ekki að greina þjófana á upptökunum eftir vægari leiðum, birt eða heimilað birtingu á efninu, telji hún auðsýnt að þar sjáist einstaklingur/-ingar stela.

  Búðareigendur eru jafn misjafnir og þeir eru margir og þeim er ekki treystandi til þess að taka ákvörðun um hvað skuli birta og hvað ekki.

  Þessi umræða um réttaröryggi grunaðra kemur oft upp varðandi t.d. nauðganir og sönnunarkröfur fyrir dómi – í þeim málum eru margir þeirrar skoðunar að frekar skuli þessi eini dæmdur saklaus en 100 ganga lausir.

  Það eru rök með og á móti þessu þegar kemur að nauðgunum, en þau eru talsvert veikari þegar um meint búðarhnupl er að ræða

Comments are closed.

Site Footer