Við erum klan.. Ekki þjóð.

Íslendingar eru ekki þjóð. -Þeir eru klan.

Svíum finnst ferlega fyndið að allir Íslendingar eru skyldir og öllum ættartengslum Íslendinga sé hægt að fletta upp á netinu. Þjóðin er svo mannfá að allir þekkja í raun og veru alla. Ég hef oft heyrt þessa fullyrðingu en aldei fattað hana almennilega. -Fyrr en í gær. Þá var frétt um Ísland og íslensk stjórnmál og mér til furðu þá þekkti ég persónulega eða kannaðist persónulega við nánast alla sem sáust í fréttinni!

Þegar það kom mynd af Jóhönnu Sigurðardóttir forsætirsráðherra. Hún í fjölskyldu konu minnar. Þá var myndavélinni snúið að stjórnarmyndunarviðræðum sem í gangi voru á heimili Jóhönnu vestur í bæ. Jú þar er ég á hverju ári í jólaboði. Næst kom mynd af Bjarna Ben. Einhver tengsl? – Jú smá.Ég hitti hann stundum á foreldrafundum í Garðaskóla. Það glitti í Illuga Gunnarsson í fréttinni. Ég vann með honum eitt sumar á Flateyri. Össur var eitthvað að þvælast fyrir sjónvarpsmanninum. -Þekk’ann! Vann með mömmu í gamla daga á Þjóðviljanum og við erum málkunningjar. Steingrímur J? – drakk með honum kaffibolla með bróður mínum í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum.

Svo lauk þessar frétt um kunningja mína og venslafólk á Íslandi. Þá tók ekki betra við. Í menningaþættinum á eftir var smá innslag um íslenskt popp. Þar sást auðvitað í Björk. En ég hef verið á fylleríi með henni back in the day. Vælið í Sigurrós heyrðist líka. Úpps! -Þekki Jónsa pínulítið. Þættinum lauks svo á stuttri yfirferð um sinfóníuhjómsveitina og þar sá ég pabba minn í vera eitthvað að pródúsera með hárið flaxandi, skipandi fyrir.

Þetta er ekki normalt.

Ég er ekki að segja að ég „þekki alla“ eða þvíumlíkt. Ég þekki bara sama fólk og þið ágætu lesendur. Við erum öll tengd á einn eða annan hátt . Takið eftir þessu næst þegar þið lesið eða horfið á fréttir. Maður þekkir ýmist alla sem eru í fréttum eða kannast við þá á annan hátt.

-Við erum nefnilega klan. -Ekki þjóð.

8 comments On Við erum klan.. Ekki þjóð.

 • Sæll gamli vinur
  Ég hef líka velt þessu fyrir mér. Ég áttaði mig t.d. á því um daginn að ég hef aldrei flogið til eða frá Íslandi án þess að þekkja einhvern í vélinni, og eru ferðirnar þó orðnar nokkuð margar.

  Vinum mínum í Bandaríkjunum finnst það alltaf jafn fyndið að hugsa til þess að þjóðin álíka fjölmenn og íbúar Santa Monica.

  kv,
  Balli Stef

 • Breskur kunningi minn, verkfræðingur, sem ég átti nokkur samskipti og viðskipti við á tímabili, orðaði þetta þannig, þegar hann gerði sér ljóst hvað þessi hópur fólks sem kallar sig íslendinga er fámennur; „You can´t call yourselves a nation, you´re more like að tribe“. Sem er líklega sanni nær. Fyrir nú utan að öll skyldleikaræktunin hefur leitt af sér að þessi hópur sem húkir á þessu nánast óbyggilega skeri úti í ballarhafi er meira og minna vangefinn eða vanheill á geðsmunum.

 • Já einmitt…og við vorum saman í meðferð.

 • „Klan“ er gelískusletta (úr skosku hálöndunum). Íslenskara væri að segja: „Við erum ættbálkur … ekki þjóð“.
  En líkt og í skosku hálöndunum, búum við í landi þar sem sterkt goðaveldi (gelíska: Goidelic) þróaðist í einkavæðingu náttúruauðlinda. Íbúarnir voru í kjölfarið gerðir að réttlausum leiguliðum og að lokum reknir brott af löndum sínum, þegar tilvera þeirra þjónaði ekki lengur hagsmunum goðaveldisins.
  „From the late 16th century, laws required clan leaders to appear in Edinburgh regularly to provide bonds for the conduct of anyone in their territory. This created a tendency among chiefs to see themselves as landlords.“
  http://en.wikipedia.org/wiki/Highland_Clearances

 • Og vegna þessa verður mjög erfitt að uppræta spillingu sem grasserar í svona þjóðfélögum – af því að alltaf er einhver sem þekkir einhvern persónulega og tekur afstöðu !
  Alma Guðmundsdóttir

 • Þú ert úr Vesturbænum, ég er ekki viss um að verkafólk úr Breiðholti þekki „alla“

 • Ég er reyndar úr Breiðholtinu ef út í þá sálma er farið. 🙂

 • En hvernig fara þessar skemmtilegu vangaveltur Teits heim og saman við það að Skerlendingar elska að okra hver á öðrum?

  Haukur Kristinsson

Comments are closed.

Site Footer