VERÐA SKAPARBARMA-AÐGERÐIR BANNAÐAR?

Hér í Svíþjóð er töluvert um flóttafólk og innflytjendur frá NorðurAfríku.  Án þess að fullyrða neitt um það þá held ég að innflytjendur hér í Svíþjóð séu flestir frá hinum Norðurlöndunum (Íslendingar eru að mér skilst 8000 talsins), svo kemur hópur fólks flúði hingað til lands þegar Júgóslavía liðaðist í sundur.  Þá held ég að Sómalar komi næst. Sá hópur er meðst frábrugðin í útliti og framkomu eins og gefur að skilja.  Maður sér ekkert Finna eða Íslending eða jafnvel Bosníubúa.  En Sómala þekkir maður eins og skot.  Klæðaburður er annar og sumar konur nota höfðuklút.

Eins og í nokkrum löndum Norður Afríku og hlutum Asíu er umskurður stúlkubarna algengur meðal Sómala.  Þessi hræðilegi verknaður er siður sem ekki er hægt að rekja til trúarbragða viðkomandi landa.  Þetta er hefð fyrst og fremst og það er ekki rétt að spyrða þetta við Islam.  Það væri einfaldlega rangt.  Umskurður stúlkubarna er líka að finna í hinni kristnu Eþíópíu sem er við hliðina á Sómalíu.

Þegar Sómalar komu hingað til lands fyrir u.þ.b. 2 áratugum, þá var strax farið að banna þennan sið og kerfisbundið unnið gegn þessum voðaverkum á stúlkubörnum, bæði lagalega og félagslega.  Nú veit ég ekkert hvernig þetta gengur en á nú frekar von á því að þetta hafi minnkað frekar en staðið í stað.  Það heyrast öðru hvoru sögur af því að sómalskar fjölskyldur sendi dætur sínar til heimalandsins til þess að framkvæma þessa skelfilegu aðgerð.

Þá erum við ekki að tala um spítala eða þvíumlíkt heldur gamla kellingu í tjaldi með glerbrot að vopni.

Auðvitað hryllir manni við þessu og það er erfitt að ímynda sér sársaukann sem þetta veldur eða hvernig ástkær fjölskylda getur lagt þetta á dæturnarsínar.  Svo er líka umhugsunarvert hversu langt er hægt að ganga í kvennakúgun þegar einhver menning telur það að farsælast sé að svipta konur ánægjunni af kynlífi. -Er hægt að ganga lengra getur maður spurt?

Svíar hafa bannað þetta og reynt eftir bestu getu að stoppa þennan ógeðslega sið.  Ég held því miður að þessi siður verði seindrepin því að hann öðlast ákveðna þjóðernisstöðu og þjappar fólki saman, sér í lagi þegar um er að ræða minnihluta sem þarf að sýna þjóðrækni og viðhalda sérstöðu sinni í mannhafinu. En nóg um það.

Svona er staðan.

Lögin gegn umskurði kvenna taka fyrir breytingar á kynfærum kvenna vegna menningarlegra ástæðna og þessi lög komust heldur betur í fréttirnar ádögunum.  þau ná nefnilega alveg yfir þessar s.k skapabarmaaðgerðir sem eru geysivinsælar meðal kvenna sem fylgja ákveðinni tískustefnu.  Þetta á einnig við um Ísland.   Það er töluvert líklegt að lögin gegn 2000 ára kúgunarhefð nái yfir þetta furðu-tískufyrirbæri sem skapabarmaaðgerðir eru. Sennilega góð lög ef út í það er farið.

Í þessu dæmi klessast saman hugmyndirnar um hin frjálsa vilja og menningarlega afstæðishyggju.  Það þykir mér spennandi.  Líkindin milli umskurðarNorður Afríku og skapabarmaaðgerða Norður landanna eru ógnvekjandi. Báðar aðgerðir eiga sér rót í menningu sem báðar sækja í hinu frjóu lind kvennakúgunar.

-Eða jafnvel kvenhaturs.

Þessar skapabarmaaðgerðir eru í mínum frábær birtingarmynd um hversu langt hin vestræana neytendamenning getur gengið í því að sannfæra okkur um að við séum misheppnuð.   Þið vitið.  Það er vont lykt af okkur.  Við erum í asnalegum fötum.  Bílarnir okkar eru hlægilegir og í raun ekki mönnum bjóðandi.  Skórnir okkar eru hallærislegir.  Við erum ljót og leiðinleg nema við kaupum okkur eitthvað.  Breytum okkur eitthvað – þá loksins verðum við eitthvað.

Skapabarmaaðgerðirnar eru besta dæmið um þessa hugsun að við erum misheppnuð.  -Besta dæmið.
-Hvorki meira né minna..

upplýsingar um umskurð stúlkubarna hérna. Endilega sendi mér fleiri likna eða vísanir á riterðir um málefnið.  Ég birti það jafnóðum hér fyrir neðan.  Þetta er málefni sem flestir ættu
að kynna sér.

Site Footer