VEIKUR RÖKSTUÐNINGUR

Bankasýsla ríkisins svaraði í gær klukkan 17 bón fjármálaráðherra um útskýringar á ráðningu Páls Magnússonar í embætti forstjóra Bankasýslu ríksins.  Svarið er hér.

Þrátt fyrir fágað orðfæri og kansílístíl, þá er þessi rökstuðningur frekar rýr.  Farið er yfir ferilskrá Páls Magnússonar, sem er baðaður framsóknargrænuljósi frá upphafi til enda.  Nokkuð sem er í mótsögn við eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er ítrekað að

Takið eftir „hafið yfir vafa um pólitísk afskipti“.  Páll Magnússon starfaði við það að afhenda Búnaðarbankann í hendur framsóknarvina sinna.  Manna sem hann mun ugglaust koma til með að díla við sem forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Pælið í þessu

Páll vinnur við að einkavæða Búnaðarbankann til Finns og Ólafs Ólafssonar og núna er mun hann sýsla við það að selja þessa hluti AFTUR.  -Sennilega til innvígðra.

En aftur að rökstuðningnum.  Umsækjendur voru látnir þreyta próf til að skera úr um hæfni þeirra.  Niðurstaðan er áréttuð í rökstuðningnum.  Það er fróðlegur lestur í meira lagi.

Ég setti þetta upp í töflu og þá kemur í ljós að Páll Magnússon er ekkert að skora neitt vel í þessum prófum. Það er meir að segja líklegt að annar en hann hafi verið efstur.


Stór upplausn hér.

Svo er eitt alveg kostulegt.  Prófið sem Páll Magnússon var í efsta sæti…. Það er að raða kössum og svoleiðis.  -Þrautir og þannig.

En þetta er ekki búið.  Í rökstuðningnum er tekið sérstaklega fram að þar sem Páll skorar lágt, á svið sem maður gæti talið að vigtaði meira en að „raða kössum og svoleiðis“, Sérþekking á banka og fjármálum, þar segir í greinargerðinni.

-einmitt.

Hér set ég svo broskall  : )

 

Site Footer