Varðhundar og stórlaxar


Mér til töluverðra vonbrigða hafa fjölmiðlar lítið fjalla um hneykslismál siðustu daga og vikna. Jónas Kristjánsson bendir réttilega á þetta furðulega ástand mála í grein sem heitir „Hluti af valdakerfinu“. Ég tek undir hvert einasta orð hjá þessum frábæra samfélagsrýni.

Blaðamenn virðast engan áhuga hafa á að fletta ofan af spillingu hjá hinu opinbera! Ég sem hélt að það væri hlutverk blaðamanna að varpa ljósi á skuggaspil þeirra sem sólunda skattpeningum borgaranna eða brjóta lögin á einn eða annan hátt.

Í mínum huga eiga blaðamenn með metnað í starfi að líta á það sem ígildi uppstoppaðara laxa að hafa komið því til leiðar að spilltur ráðherra segi af sér.

(Reyndar á Helgi Seljan eina stóra framsóknarhryggnu upp á vegg og Christian Guy Burgess á 3 kjörtímabila sjógenginn stórlax ættaðan úr Vestmannaeyjum.)

Sennilega er þetta vegna þess að blaðamenn skilja ekki hina hefðbundu uppbyggingu vestræns lýðræðiskerfis. Grunnhugsunin í því er að opinberir starfsmenn eru þjónar. Þeir eru í opinberri þjónustu. -Þjónarnir sem eru nú um stundir vinna fyrir okkur eru að stela úr eldhúsinu.

Það sem er kannski alvarlegast í því dæmi er ekki að þeir stela (sem er reyndar hrikalegt), heldur að þeir líta á þýfið sem hluta af starfskjörum sínum. Þeim finnst það eðlilegt að stela. Siðferði slíkra þjóna er á því stigi að óréttlætanlegt er að hafa þá í starfi.

Guðlaugur Þór heilbrigðismálaráðherra er búin að koma sér í svo mikið klandur að það ætti ekki að taka mikinn tíma fyrir sniðugan blaðamann að opinbera það að Guðlaugur tók við mútum, sagðist hafa endurgreitt- en gerði að sjálfsögðu aldrei. Hví er maðurinn ekki krafinn um sannanir um að hann hafi endurgreitt Hauki Leóssyni veiðiferðina umdeildu. Málið lyggur kylliflatt fyrir hvern þann sem villi vinna sér inn stórlax á vegginn.

Árni Þór Sigurðsson sem finnst það „eðlilegt“ að gista á kostnað skattgreiðenda á lúxushóteli í Reykjavík (þótt hann búi á Tómasarhaga 17) Það mætti segja mér það að maður með svo sérkennlega siðferðisvitund væri með eitthvað skuggalegra á samviskunni en eina gistinótt á lúxushóteli. Sama gildir um alla nefndarmenn í Samgöngumálanefnd. það er eitthvað meira en lítið að svona (sjálftöku) liði.

Guðni Ágústsson gerði sig sekan um að breyta ræðu sem hann flutti í vetur. Ræðu sem er opinbert plagg. Enginn blaðamaður hefur athugað hvort hann hafi ástundað þessar falsanir eða hvort þett sé leyfilegt, hvort aðrir hafi falsað ræður sínar og hvaða reglur gilda um ræður þingmanna eftir að þær hafa verið fluttar!

-Hylurinn er fullur af spriklandi laxi fyrir duglega blaðamenn. Vonandi endurreisir stéttinn ímynd sína sem varðhundar almennings. Flottir varðhundar sem góma þjófa þegar þeir í skjóli myrkurs reyna að brjótast inn til okkar.

Site Footer