Vantrú aðstoðar 936 manns.

Nú er trúfélaga-leiðréttinga-átak Vantrúar á góðu svingi. Í vikunni sem leið bættust rúmlega 50 manns í þann fróma hóp sem tekur afstöðu varðandi trúfélagaaðild sína og breytir eftir sannfæringu sinni, en lætur ekki liggja milli hluta.

Þeir sem skrá sig utan trúflélags eru í rauninni bastarðar. sóknargjaldið þeirra rennur beint í ríkissjóð og stoppar þar afleiðandi hvergi eins og sóknargjald þeirra sem skráðir eru í eitthvað trúfélag. Einu sinni rann sóknargjald trúlausra til Háskóla Íslands (einhverra hluta vegna) en það er búið að breyta því og nú rennur það beint í ríkissjóð aftur. Ég skrifaði einusinni grein á Vantrúnna góðu um þetta mál.

þetta er um 10 þúsund kall á ári en 13.000 kall á ári ef að viðkomandi er í ríkiskirkjunni.

Já þið lásuð rétt. Sá sem er skráður í ríkiskirjuna fær meiri pening frá ríkinu en sá sem er skráður í eitthvað annað trúfélag. Sá sem er skráðu utan trúflélaga þarf að borga eins og hinir, en fær ekki neitt til baka. -Mjög réttlátt eða hitt þó heldur. Núverandi kerfi er ekkert annað en sérstakur skattur á þá sem ekki trúa á yfirnáttúrlega veru í himninum!

Þetta er álíka og að einhver rugl lög væri í landinu sem kvæðu á að allir þyrftu að tilheyra e-u íþróttafélagi (enda er hreyfing holl og góð, félagskapurinn ágætur og osfr) Þetta væri kallað „íþróttagjald“ og legðist á alla þegna samfélagsins. Svo kemur upp hópur sérvitringa sem heldur fram alveg fáheyrðum skoðunum. Segir bara eins og ekkert væri sjálfsagðara.

„Ég held ekki með neinu liði. -Mér leiðast íþróttir – Ég vil ekki borga íþróttagjaldið“

Hvernig bregst ríkisvaldið við þessari kröfu? Jú svona: Þú átt samt að borga íþróttagjaldið 🙂

Nú hugsa ugglaust margir. Hversvegna stofa trúleysingjar ekki bara sjálf trúfélag og fá þannig aftur sóknargjaldið. Einhverskonar paródíu trúfélag sem hefur það eina markmið að útdeila til baka sóknargjaldi viðkomandi „sóknarbarns“. Nei. það er búið að sjá fyrir þessu og margir hafa ugglaust prufað að stofna trúfélag í þessum tilgangi. Skilyrðin fyrir því að félag fái trúfélagaskráingu (og fær þ.a.l sóknargjald frá meðlimum sínum) eru allskonar og eitt þeirra er að „tilbeiðsla“ verður að hafa átt sér stað í ákveðin tíma og svo VERÐUR að vera einhver yfirnáttura sem tilbeiðslan beinist að. Strangt er kveðið á um að trúleysingjafélög geti ekki fengið skráiningu sem trúflélag, þrátt fyrir að margir prestar haldið því statt og stöðugt fram að trúleysi sé trúarbrögð en það er önnur saga.

Ég hvet ykkur lesendur góðir að kynna ykkur trúfélagaskráningu ykkar, lesið yfir kostina, gallana og myndið ykkur sjálfstæða skoðnun á málefninu. Þetta er ekki flókið. Hlaðið niður þessu blaði, prentið það út og sendið í pósti til Hagstofunnar. Heimilisfangið er

Hagstofa Íslands
Borgartúni 24
105
Reykjavík.

15 comments On Vantrú aðstoðar 936 manns.

 • Við erum öll að greiða íþróttagjald líka, það er bara ekki aðgreint sérstaklega.

 • Þið eru bara komir með stóran söfnuð.

 • oohhh… Nei.

  Vantrú er ekki söfnuður. VIð erum að aðstoða fólk við að breyta trúfélagaskráningu sinni. Okkur er í raun alveg sama hvernig fólk breytir, bara að það breyti ellegar breyti ekki svo fremi sem sú ákvörðun er upplýst.

  Annars held ég að félagar í Vantrú séu milli 2 og 300.

  Allt að gerast. Mikið um nýja meðlimi og fjör á vefsíðunni okkar.

 • Einhverjir frelsaðir múslimar hjá ykkur Teitur?

 • er ríkinu engin takmörk sett fyrir því hvað það getur skattlagt þegnana? Höfum við engan rétt sbr.þetta trúarrugl og nefskatt RÚV?

 • Frelsaðir múslimar? Áttu við múslima sem hafa gerst trúlausir fyrir tilverknað Vantrúarinnar góðu?

  Nei. Mér er ekki kunnugt um að múslimar hafi gerst trúausir fyrir tilverkað Vantrúar.

  Trúlausir einstaklingar í löndum þar sem múhameðs-trú er ástunduð eru reyndar fjölmargir. Þeir eiga reyndar nokkuð erfitt með að játa trúleysi sitt því það hefur stundum í för með sér hroðalegar afleiðingar. Þó eru lönd eins og t.d Tyrkland sem er algerlega til fyrirmyndar í trúmálum. Línan er sú að stjórninni kemur EKKERT við hvað þegnarnir trúa á. Svo eru það lönd á borði við Íran og S-Arabúi þar sem trúleysi er beinlínis dauðasök.

 • þetta er um 10 þúsund kall á ári en 13.000 kall á ári ef að viðkomandi er í ríkiskirkjunni.

  Já þið lásuð rétt. Sá sem er skráður í ríkiskirjuna fær meiri pening frá ríkinu en sá sem er skráður í eitthvað annað trúfélag.

  Ég skil ekki alveg. Fá þegnarnir peninga (og hvar sæki ég þá minn pening) eða fær trúfélagið peninga (ef N er fjöldi skráðra einstaklinga fær Þjóðkirkjan N x 13000, en önnur trúfélög fá N x 10000)?

  En að allt öðru: hafa vantrúarmenn reynt að stofna trúfélag (t.d. um spagettískrýmslið) til að endurheimta þessa peninga?

 • Á eyðublaðinu sem ég fyllti út um daginn þegar ég skráði mig utan trúfélaga stendur "Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands"…

 • Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum… á þeim tíma sem allt var vitlaust í kringum Ólaf Skúlason. Blöskraði svo meðferð kirkjunnar á konunum að ég gat ekki hugsað mér að tilheyra þessu kjaftæði

  En þá gat ég hakað við að peningarnir færu til HÍ…ekki að það sé neitt eðlilegt við það, en skárri kostur en kirkjan engu að síður.
  Skil ekkert í því að fólk skuli vilja tilheyra þessu batteríi. Hefur ekkert með það að gera hvort það trúir á þennan Guð eða ekki… prinsippið í sjálfu sér er bara brenglað.

  En nú er ég farin yfir á vantrú að skrá mig 😉

 • Athyglisvert er reyndar að á þessu eyðublaði sem þú vísar á eru trúfélög í stafrófsröð….nema þjóðkirkjan, sem ætti að vera aftarlega, er fremst! En hvers vegna VERÐA Íslendingar að greiða þennan trúarskatt? Þetta óréttlæti, ásamt ýmsu öðru, þarf að afnema.
  Smári.

 • Einar Jón sagði: En að allt öðru: hafa vantrúarmenn reynt að stofna trúfélag (t.d. um spagettískrýmslið) til að endurheimta þessa peninga?

  Það er vonlaust. Reglurnar eru afar skýar. Reyndar er möguleiki með Spagettískrýmsið fleiri establiseruð paródíu trúarbrögð, en ég held að útilokað sé að svoleiðis fáist samþykkt. Nefndarmenn myndu einfaldega hafna Spagettískrýmslinu. það þarf að vera tilbeiðsla í e-n ákveðin tíma, fyrirmynd frá útlöndum (sem er til staðar með Spagettískrýmsilð) og e-r saga sem keður á um viðruleika téðra trúarbragða.

  Sorrý. Reglurnar eru skýrar. Þetta er ekki hægt.

 • Einungis er stigsmunur á kristni &
  íslam. Ef ekki væri fyrir upplýsinguna, þá værum við enn að brenna fólk á báli & rannsóknarrétturinn væri í fullu fjöri.

 • Heldur vildi ég grilla með þeim í neðra, en vera í félagskap Georg W. Bush og Pinochet á himnum.

 • Ég legg að jöfnu ríkiskirkjuna og ríkissjónvarpið, skerum báða þessa spena af ríkisapparatinu. Mér er slétt sama ef einhver vill halda þessu uppi þá gjöra þeir svo vel og borgi sjálfir að fullu.

 • Kæri Teitur

  Ef við skoðum málið almennt og sleppum umræðunni um mismunandi gjald til mismunandi trúfélaga þá verð ég að segja að samlíking þín um greiðslur til trúfélaga séu sambærilegar og greiðslur til íþróttafélaga gengur alls ekki upp. Trú á sér dýpri rætur í menningarsögu heimsins en rætur íþróttafélaga. Jú, jú það er til fólk sem elskar og tilbiður á Man. Utd. meira en allt annað en það eru undantekningar.

  Það væri gaman að heyra fleiri sögur úr Svíaríki og sérstaklega hef ég gaman af því þegar þú berð Svíþjóð og Ísland saman. Af þeim samanburði er hægt að læra margt fyrir þjóð sem er að endurfinna upp sjálfa sig.

  Með kærri kveðju,
  Hallgrímur Óskarsson

Comments are closed.

Site Footer