VALKVÆTT JAFNRÆÐI ER VOND HUGMYND

Jafnrétti er gott og fagurt og um það gildir eins og margt það besta í heimi þessum, að maður tekur ekki eftir því þegar það virkar.  Allir heilvita ættu þó að taka eftir þegar það virkar ekki.

Ekki ósvipað og með blessað rafmagnið.  Allir taka því sem sjálfsögðum hlut en þegar rafmagnið fer, verður uppi fótur og fit.

Ágætis dæmi um þetta er launamunur kynjanna.  Hann er langt utan eðlilegra skekkjumarka og óþolandi að ekki sé hægt að laga þetta með einhverjum hætti.

En dæmin eru auðvitað fleiri og við erum vonandi öll sammála að grettistaki hafi verið lyft í jafnréttisbaráttunni á undanförnum áratugum og alls ekki ástæða til að örvænta þegar kemur að voninni um að jafnrétti kynjanna náist einhvern tíman.

Þessi barátta hefur verið háð á mörgum „vígstöðvum“ og sumt hefur heppnast meðan annað ekki.

-Eins og gengur.

Tungumálið okkar hefur stundum verið vettvangur áhugaverðrar jafnrættisumræðu og ekki af ástæðulausu því fordómar sem grafa um sig í tungumálinu, eru sennilega þeir sem erfiðast er að breyta.

Ég man vandræðaganginn þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti. Það ætlaði allt um koll að keyra því mörgum fannst titillinn vera óviðeigandi. Stungið var upp á nýyðinu „forsæta“ í þessu samhengi.  Aðrir bentu á að kona gæti ekki verið „þingmaður“, hún yrði að vera „þing-kona“.

Eins og kom fram ofar í þessari pælingu hefur sumt haldið en annað ekki.  Það er eðlilegt og það er fagurt.

Það er samt eitt sem fer ósegjanlega í taugarnar á mér í viðleitnininni við að kven-gera starfsheiti er orðið „framkvæmdastýra“.  En eins og allir vita getur kona ekki verið framkvæmdastjóri.

-hér set ég broskall.   🙂

Það er svo skrýtið að þetta orð, framkvæmdastýra, er eiginlega aldrei notað um konur sem eru framkvæmdastjórar fyrirtækja. Það er aldrei talað um framkvæmdastýru VÍS eða framkvæmdastýru Íslenska álfélagsins.

Þetta orð er bara notað um kvenkyns framkvæmdastjóra sem vinna að jafnréttismálum eða málum sem snerta kvenfólk sérstaklega.

og hér kemur punkturinn sem ég er búin að vinna mig að allan þennan tíma.

Þessi valvæða notkun á orðinu framkvæmdastýra er svæðsið ójafnrétti og til-hliðar-setning og jaðarsetning og þöggunartilraun.

 

Eiginlega allt það sem markmið jafnréttis ætti að beinast gegn.  Í mínum huga ætti annað hvort alltaf að notast við framkvæmdastjóri eða alltaf að notast við orðið framkvæmdastýra þegar átt er við kvenfólk.

Hringlandi í þessum efnum er afar óþolandi.

 

Site Footer