Á valdi auglýsinganna

Ég átti erindi í Clas Ohlson (sem er svar Svíþjóðar við Húsasmiðjunni) til að kaupa plastkassa. Þar sem ég var ráfaði milli rekkanna eins og rotta í tilraunastofu, rak ég augin í tæki sem mér þótti sniðugt. Það er einskonar grænmetis-skeri. Því miður fyrir mig var vídeó í gangi þar sem eiginlegikar grænmetis-skerans voru tíundaðir. Ég heillaðist. Ég dáleiddist og tók eitt stykki með mér. Ég var gagntekin þeirri tilfinningu að grænmetis-skerinn væri alveg malið fyrir mig. Nú yrði allt bjartara og grænmetið mitt yrði að óaðfinnanlegri stærð. Það var ekki fyrr en alveg við afgreiðslukassann að ég hætti við þessi kaup og laumaði skeranum milli nokkurra vasaljósa með díóðum sem hægt var að láta blikka sjálfvirkt við ákeðnar aðstæður.

Ég fattaði að ég á bara alveg prýðilegan hníf. Auðvitað á maður að skera sitt eigið grænmeti en ekki notast við eitthvað plast-rusl.

-Maður á að lifa beisikk lífi. Ekkert fiff og ekki að stytta sér leið. það er vísasta leiðin til glötunnar. Maður á að eiga góðan hníf og skurðarbretti. Skera bara sínar fokkíng kartöflur eins og maður.

Ég keypti kassana og varð aðeins ánægðari að hafa sloppið við hið dáleiðandi myndband sem villti mér sýn um stund. Hér fyrir neðan er þetta dáleiðslumyndband.

5 comments On Á valdi auglýsinganna

 • Krókódílalaukskerinn. Sænskt hugvit

 • Sýnist þetta nú bara vera algjört snilldartæki.

 • Þetta sögðu þau líka um „Super-slæserinn“. Ég held að þetta se eitthvað tæki sem fólk notar bara einu sinni og hendir ofan í skúffu.

  Míg langar samt í eitt svona. Kannski að maður geri tilraun og stofni neytendahorn Eimreiðarinnar.

 • Hefði keypt hann.
  Ég í Clas Ohlson í mínum bæ.
  🙂

 • Ég keypti súperslæserinn á sínum tíma og nota hann enn oft í dag.

  Það er greinilegt að þú varst að missa af snilldartæki.

  -snorri

Comments are closed.

Site Footer