ÚTSLAGIÐ

Nafni minn Þorkellsson segir á Fésbókarsíðunni sinni orð sem ég held að margir geti tekið undir.

Ég hef aldrei á ævinni verið eins reiður og það er búið að vera óbreytt
ástand í þrjá daga. Ég er mest hissa á þessu sjálfur, enda ljúfmenni og hef ekki einu sinni reiðst í umferðinni síðan ég var átján. Og cirka allir sem ég þekki eru brjálaðir út af þessu endalausa misrétti og óréttlæti sem fær að vaða hér uppi. Endi…lega berjið bumbur og látið lögguna í friði, hún er í sömu súpu og restin af þjóðinni.

Ég staðfesti hér að Þorkellson er geðprýðismaður, skemmtilegur og klár. Við áttum ógleymanlega sennu saman á Patreksfirði 2006 þegar við sungum „framsóknarlagið“ svona 100 sinnum í röð.

En hvað er það sem reiddi Þorkelsson fyrir þremur dögum?

Er það samsæri Alþingis um að draga bara einn fyrir Landsdóm og sleppa öllum hinum vinunum?  Eru það tilraunir Sjálfstæðisflokksins við að láta ENGANN bera ábyrgð á hruninu?  Er það þegar starf Atla nefndarinnar var hunsað?

Hvað er þetta?

Er það kannski þessi þunga sannfæring um að flestir flokkar á Alþingi eru ónýtir, spilltir, rætnir, rógslyndir og skipaðir óhæfu fólki sem hóf biðraðaleikinn fyrir 20 árum með því að skúra gólfið hjá flokksskrifstofunum sínum?

Nú er kominn fram ungkrati sem þorir loksins loksins loksins loksins loksins að segja sannleikann…

Himin og haf eru frá grasrót Samfylkingarinnar og yfir í fulltrúa Samfylkingarinna á Alþingi.  Verstir eru „nýju“ þingmennirnir sem allir utan einn sem kusu um þetta risamál sem landsdómur er, eftir PERSÓNULEGU VINFENGI SÍNU VIÐ INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR.

Fussumsvei.

Þvílíkir fulltrúar!!  Heyr á endemi !!

Ég skammast mín fyrir að vera krati í dag.

Það sem ungkratar þurfa að gera…  Afsakið.  Það sem ungkratar VERÐA að gera er að taka völdin í Samfylkingunni og henda ónytjungunum út.  Sparka Össuri út, Sparka Möller út, Sparka Jóhönnu út. Sparka Ólíu út.  Sparka Björgvini út.

Sparka öllu þessu ónýta og spillta fólki út.

-Þá fyrst gæti eitthvað farið að gerast.

Site Footer