ÚRSKURÐARNEFND NEITAR AÐ SVARA

Lekamálið er í mínum huga stærsta stjórnsýslulega áskorun síðustu áratuga.  Ég fylgdist með því frá upphafi og var þáttakandi í mótmælunum sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu reyndi að eyðileggja með því að leka viðkvæmum persónuupplýsingum um Tony Omos en mótmælin voru boðuð til stuðnings honum.   Leikar fóru svo að hringurinn þrengdist dag frá degi og ráðherra óð um eins og hross í flagi og því meira sem hún hamaðist, þeim mun meira festi hún sig í aurnum.

Öllum sem eitthvað fylgdist með málinu varð ljóst að pottur var brotin og útskýringar ráðherrans voru staðlausir stafir.  Lekamálið var slæmt en það var þó yfirhylming Hönnu Birnu sem gerði útslagið í málinu enda hafði hún bein afskipti af lögreglurannsókninni og hafði í hótunum við lögreglustjóra.

Það var þetta samband sem vakti athygli mína og fleiri reyndar en ég hef það fyrir satt að úr innsta hring  Sjálfstæðisflokksins vakti þessi afskiptasemi Hönnu Birnu litla hrifningu.   Hanna Birna sagðist ekkert hafa hótað lögreglustjóranum heldur rætt við hann um launamál og um andlega vellíðan Lögreglustjóra.  Nokkuð var augljóst yfirvarp en gaman að geta þess í þessu samhengi að ráðherra ákveður ekki laun embættismanna eða undirmanna sinna.  Það er apparat sem heitir Kjaradómur sem ákveður slíkt eftir því sem ég veit best.

En leikar fóru svo að Umboðsmaður Alþingis fór í málið og Alþingi líka og eftir bréfaskrif og þá stórbiluðu stöðu að ráðherra karpi við eftirlitsaðila sína með allskonar dylgjum um sviksemi og óeðlilegar hvatir, sagði loksins Hanna Birna af sér daginn áður en að draga átti ráðuneytisstjóra og aðra starfsmenn Innanríkisráðuneytisins fyrir dóm sem vitni í málinu.

-Kerfið virkaði þrátt fyrir allt.

Þarflaust er að rifja þetta mál allt upp því það er jú mörgum í fersku minni og er ekki lokið þótt að ráðherra hafi sagt af sér.  Hanna Birna er ekki af baki dottinn þrátt fyrir snautlega frammistöðu sína sem ráðherra og sækir fast eftir áframhaldandi stöðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.    Þá er hún sjálfkrafa orðin ráðherraefni og stefnir ugglaust á slíkt sæti í framtíðinni.

Það er svolítið sérstakt en í ljósi viðbragða hennar í hverju einasta skrefi í Lekamálinu ætti þessi áætlan hennar ekki að koma á óvart.  Framganga hennar einkenndist af fáheyrðum hroka, ásetningi til ósanninda og óvirðingu gagnvart öllum hlutaðeigandi í málinu hvort sem um var að ræða flóttafólkið sjálft, blaðamenn, samherja, starfsmenn Innanríkisráðuneytisins, starfsmenn Rauða Krossins og ekki síst embættis Lögreglustjóra.

Nú verð ég að játa að ég hélt í barnaskap mínum að Innanríkisráðherra og Lögreglustjóri ættu ekki neitt mikil samskipti.  Ég hélt að á milli embættanna logaði eldveggur sem enginn skryppi yfir til að ræða andlega vellíðan einhvers eða launamál   Ég hélt líka að það væri beinlínis brjálæðisleg hugmynd að ráðherra hefði ítrekað samband við lögreglustjóra sem væri akkúrat að rannsaka téðan ráðherra!

En þetta var nú samt staðan sem var uppi í Lekamálinu.

Ég varð forvitinn og langaði að sjá hversu oft Hanna Birna hefði hitt eða haft samband við Lögreglustjóra og bera það svo saman við hversu oft forveri hennar í embætti (Ögmund Jónasson).  Markmið var svo að setja þetta upp á tímalinu-graf með punktum svo að fólk gæti áttað sig á hvort um óeðlilegt samband væri að ræða milli þessara mikilvægu embætta.  Niðurstöðuna ætlaði ég svo að birta á blogginu mínu.
Þetta var hugmyndin.

FUNDATÍÐNI MYND

Mér fannst áhugavert að sjá hvernig og hvort fundum Innanríkisráðherra og Lögreglustjóra hefði fjölgað eftir að Lekamálið komst í deigluna.   Ef að hefði verið beint samband milli fundafjölda og Lekamálsins hefðu þær upplýsingar átt að hringja öllum mögulegum viðvörunarbjöllum.  Mér finnst einnig að þetta sé áhugavert mál og alls ekkert óeðlilegt við það að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um hvenær eða hvort Innanríkisráðherra hafi samband við Lögreglustjórann.

Hryllingsmynd slíkra funda væru að að Innanríkisráðherra væri að vasast í rannsóknum á hinum og þessum málum, hvetja til þess að einhver ákveðinn yrði rannsakaður, þessi sími hleraður eða að lögreglan skyldi hafa sérstakt eftirlit með „þessum hérna“ sem alltaf er að hnýsast ofan óþægileg mál og rífur bara kjaft.

-Þetta er ástæðan fyrir eldveggnum sem ég minntist hér á fyrir ofan.

Í mínum huga og ugglaust margra annara er alveg þess virði að fá á hreint tíðni þessara viðkvæmu funda sem Innanríkisráðherra og Lögreglustjóri eiga sín á milli.  Leiðitamur Lögreglustjóri eða einhver sem Innanríkisráðherra á hönk upp í bakið á, er einfaldlega skelfileg hugmynd.  En sú staða var einmitt uppi í Lekamálinu eftir að Stefán Eiríksson sagði sig frá störfum sökum þrýstings frá Hönnu Birnu Innanríkisráðherra.  Hanna Birna réð í hans stað frænku sína og vinkonu og manneskju sem áður var lögreglustjóri í embætti þaðan sem fyrstu upplýsingum um Tony Omos var lekið til Gísla Freys, aðstoðarmanns Hönnu Birnu.  Þær sátu báðar í sömu súpunni og hagur beggja að það fennti yfir þetta mál.

-Þessi staða var galin…

 

Ég sendi því inn fyrirspurn  til Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa Innanríkisráðuneytisins þann 12. ágúst 2014. Það var svohljóðandi.

Sæll Jóhannes. Ég heiti Teitur Atlason og er „freelance“ blaðamaður og bloggari.  Ég óska eftir upplýsingum úr IRR og vísa þar með til upplýsingalaga  frá 2013.   Ég vil gjarnan fá yfirlit um það hvenær Innanríkisráðherra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað. Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem núverandi innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá því að hún tók við embætti árið 23.maí 2013 til dagsins í dag, 11. ágúst 2014.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir. Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala

Ég einnig fá sömu upplýsingar um síðasta innanríkisráðherra Ögmund Jónasson og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Sem sagt:  Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem fyrrverandi  innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2011 til 2013.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir.  Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem fyrrverandi innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala

Með fyrirfram þökk

Jóhannes sendi mér svar um hæl en sagði að ég skyldi fylla út form sem væri á netinu.  Ég tjáði honum að erindi mitt væri þess eðlis að það væri ekki mögulegt.  Við urðum því ásáttir um að ég sendi póst inn í Innanríkisráðuneytið og bætti við útskýringa-klausu sem tæki fram að erindið rúmaðist ekki inn í vef-formið sem finna má á vef ráðuneytisins. Ég sendi bréfið daginn eftir þann 13. ágúst 2014. Það var svohljóðandi:

 

Sæl verið þið ágætu viðtakendur

Ég heiti Teitur Atlason og er „freelance“ blaðamaður og bloggari.  Ég óska eftir upplýsingum úr IRR og vísa þar með til upplýsingalaga frá 2013.  
Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem núverandi innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá því að hún tók við embætti árið 23.maí 2013 til dagsins í dag, 11. ágúst 2014.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir.  Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala
Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem fyrrverandi  innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2011 til 2013.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir.  Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem fyrrverandi innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala
Með fyrirfram þökk
Ég hringdi í upplýsingafulltrúa IRR og fékk þau skilaðboð að ég skyldi nota staðlað form sem er að finna á vef ráðuneytisins.  Þetta eyðublað passar ekki við fyrirspurn mina enda er ég að fara fram á samantekt upplýsinga frekar en einstakt eða einstök mál.   Ágætur upplýsingafulltrúi benti mér að að fara þessa leið sem ég er nú að fara og sendi ykkur þessa fyrirspurn með vísan í upplýsingalög á netfangið postur@irr.is
Með fyrirfram þökk og von um jákvæða úrlausn

-Ekkert gerðist.

Ég sendi því annað bréf  þann 2. september 2014.

 

Sæl verið þið ágætu viðtakendur
Ég heiti Teitur Atlason og er „freelance“ blaðamaður og bloggari.  Ég óska eftir upplýsingum úr IRR og vísa þar með til upplýsingalaga frá 2013.  
Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem núverandi innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá því að hún tók við embætti árið 23.maí 2013 til dagsins í dag, 11. ágúst 2014.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir.  Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala
Ég vildi fá yfirlit yfir fjölda funda sem fyrrverandi  innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson hefur átt með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2011 til 2013.  Ég vildi fá að vita hvenær þessir fundir voru haldnir, hvar þeir voru haldnir og hve lengi þeir stóðu yfir.  Ég vil líka fá yfirlit yfir þau símtöl sem fyrrverandi innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson og  lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa átt saman  Ég vil vita dagsetningu og tímalengd téðra símatala
Með fyrirfram þökk
Ég hringdi í upplýsingafulltrúa IRR og fékk þau skilaðboð að ég skyldi nota staðlað form sem er að finna á vef ráðuneytisins.  Þetta eyðublað passar ekki við fyrirspurn mina enda er ég að fara fram á samantekt upplýsinga frekar en einstakt eða einstök mál.   Ágætur upplýsingafulltrúi benti mér að að fara þessa leið sem ég er nú að fara og sendi ykkur þessa fyrirspurn með vísan í upplýsingalög á netfangið postur@irr.is
 
 
Með fyrirfram þökk og von um jákvæða úrlausn
 

Mér hefur ekki borist svar við þessu erindi.  Það er bagalegt því að í upplýsingalögum stendur í 17, grein

 
 17. gr. Málshraði.
 Tekin skal ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Frestur vegna afgreiðslu beiðni skv. 33. gr. skal þó vera 20 dagar.

Núna eru liðnir 7 dagar og ég hef ekki fengið neina útskýringu á töfinni á svarinu vegna fyrirspurnar minnar né heldur svar við henni sjálfri.  
Þetta er ekkert sérstaklega flókin fyrirspurn.  Ég vil vita hve núverandi innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) hefur símað til eða hitt lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.  Ég vil fá sömu upplýsingar sem varða siðasta innanríkisráðherra (Ögmund Jónasson)
Með kærri kveðju og von um skjóta afgreiðslu.

 

-Ekkert gerðist.

Ég sendi því þriðja bréfið 10 dögum síðar eða 12. september 2014.  Það var samhjóða þeim fyrri en titli þess bréfs fólst, að því sem mér fannst, töluverður þungi.  Titill þriðja bréfsins var nefnilega „Fyrirspurn um fund innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfðuðborgarsvæðinu – endurtekin ítreknun„.  Það bréf var samhljóða fyrra bréfi frá 2. september

-Ekkert gerðist.

Þarna taldi ég ljóst að erindi mitt væri hunsað þótt það væri ólöglegt enda á að svar öllum erindum sem vísa í upplýsingalög.  Fyrir svo utan hina eðlilegu kurteysi sem felst í því að svara erindum sem koma inn á borð ráðuneytanna.  Ég hafði samband við Fjölmiðlanefnd og rakti þessa erindisleysu.  Þar fékk ég strax svar og var bent á að ég gæti sent inn kvörtun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en sú nefnd á sér samastað í forsætisráðuneytinu.

Þangað sendi ég svo inn kvörtun þann 26. september 2014.  Þrem dögum síðar fékk ég svo bréfpóst þar sem kvörtun mín er staðfest og áréttað að málið gæti tekið 3 mánuði.

1-IMG_20150902_113829

Síðan hefur ekkert gerst þrátt fyrir að tæpt ár hafi liðið frá því að ég sendi inn kvörtunina. Mér sýnist ljóst að kvörtunin mín hefur gleymst einhversstaðar eða henni verið ýtt til hliðar.
Ég nenni ekki að bíða lengur og ætla að senda inn erindi til Umboðsmanns Alþingis á mánudaginn 29. september því þá er slétt ár síðan ég fékk bréfið frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Ég held að upplýsingar um hversu oft Innanríkisráðherra og Lögreglustjóri hittast ættu ekki að vera leyndarmál.  Ég held jafnframt að slíkir fundir séu ekkert óeðlilegir svo fremi sem þeir eru ákveðnir með löngum fyrirvara og bókaðir af starfsmönnum embættanna eða einhverjum þriðja aðila.  Eðli þessara embætta gera það að verkum að fundir þeirra á milli ættu að vera ákveðnir með góðum fyrirvara og innihalda dagskrá.

Ekki væri óeðlilegt að ráðuneytisstjóri Innanríkisráðuneytisins myndi rita slíka fundi niður.

Sjáum hvað setur.

Site Footer