UPPSKERA KVÓTAKERFISINS

Neyarástand á Flateyri.  Útgerðarmaðurinn seldi kvótann, flutti suður og skildi heilt þorp eftir á vönarvöl.  Samt sem áður verja íbúarnir þetta kerfi  Svo er ríkisstjórninni kennt um.

-Sveitattan.

Hvernig væri svona einu sinni að taka sönsum og kenna því um sem um er að kenna.  Ástandið á Flateyri er afleiðing kvótakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að sum þorp séu óþörf því að „duglegir og framtaksamir einstaklingar“, sem vill svo til að búin annarsstaðar, séu betur til þess fallnir að eiga kvótann en Flateyringar.

Ég hef innilega samúð með Flateyringum.  það hlýtur að vera agalegt að horfa upp á þorpið sitt í fjörbrotunum.  Ég hef enga lausn handa ykkur. Ekki eina einustu. Nema þá að hætt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem hefur leikið þorpið ykkar svo grátt.

Flokkinn sem lítur á ykkur sem undirmáls í hinni frábæru „samkeppni„.

Kvótakerfið er rotið, ranglátt og þjóðskaðlegt.

Site Footer