Uppítökuleiðin – Árás á hinar dreifðu byggðir.

Núverandi fisveiðstjórnunarkerfi hefur reynst þjóðinni happadrjúgt. Á undra skömmum tíma hefur náðst jafnvægi í fiskveiðistjórnun og fyrirtæki í sjávarútvegi eru vel rekin og burðarásar hinna dreifðu byggða. Þúsundir fjölskyldna treysta á afkomu sjávarútvegsins. Kvótakerfið sem sett var á 1984 hefur þróast og eflst og segja má að 90% aflaheimilda hafa nú skipt um hendur og stuðlað að auknu hagræði greininni til heilla. Auðvelt er að færa fyrir því rök að réttlátara kerfi sé vandfundið því hver og einn getur jú ýmist leigt sér kvóta ellegar keypt sér kvóta. Við breytingu á lögum um veðsetningu aflaheimilda losnaði úr læðingi „falin arður“ úr greininni landsmönnum öllum til heilla. Fé sem hefur nýsts til allskonar fjárfestinga, í landi sem á sjó.

Núverandi ríkisstjórn hefur í hyggju að kollvarpa kvótakerfi með geigvænlegum afleiðingum fyrir hinar dreiðfu byggðir. Fólk sem býr í póstnúmerinu 101 ætlar nú með lagasetningu að taka kvótann frá útgerðinni og færa til ríkisins. Minnir á margt um ógnarverki Mugabes forseta í Zimbawe þegar hann gerði áþekkan „skurk“ á jörðum hvítra bænda. Eftir stóð logandi akur og óstjórn sem ekki enn sér fyrir endan á. Pólistískir pótentátar eiga nú að stjórna greininni.

Það á að þjóðnýta eigur útgerðarinnar.

Uppítökumenn sem aldrei hafa unnið við fiskveiðar né skilja hið viðkvæma samband þorps og veiða, vilja nú koma á einhverksonar kommúnistísku kerfi hvers fyrirmynd er sennilega sambland af Austur-Þýskalandi og Kína undir Maó. -Þokkaleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Hvað segðu t.d bændur við því ef að jarðir þeirra væri teknar með löggjöf og færar ríkinu? Hvað segðu kaupmenn ef að verslanir þeirra væru ríkisvæddar? Kvótin er eign úterðanna enda færðar til eignar í bókhaldi útgerðarfélaga. Verður þetta eitthvað skýrara?

Undir sjónarmið LÍÚ hafa tekið flest allar sveitarstjórnir sjávarbyggða auk stórra fyrirtækja sem þjónusta greinina. Fólk sem býr innan vébanda póstnúmersins 101, elítan svokallaða hefur því miður rekið fleig milli sín og vinnandi fólks. Sjómanna, útgerðarinnar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

það er miður að allar þessar prófgráður elítunnar skuli skila svo fátæklegum niðurstöðum.

Myndin með þessari færslu er af Magnúsi Kristinssyni í þyrlunni sem hann keypti sér eftir aðhafa veðsett kvótann (sameigniega eign landsmanna) upp í topp. Magnús þessi keypti sér líka Toyota umboðið og fleiri fyrirtæki. Skuldir Magnúsar vegna þessa nema miljörðum sem útgerðin hans verður að borga. Arðurinn af greininni (sameign þjóðarinnar) ef s.s komin til þýskra banka ef það hefur farið framhjá einhverjum. Nú keppist LÍÚ að verja (þyrlukaupa)kerfið sem opnaði glufur fyrir menn eins og Magnús að arðræna þjóðareigina.

3 comments On Uppítökuleiðin – Árás á hinar dreifðu byggðir.

  • Ég hélt að þú værir orðinn eitthvað lasinn… þangað til kom að myndinni og þyrlubílaMagnúsi.

    12. ágúst sl. skrifaði ég þennan pistil: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/612544/

    Ég hafði fundið lítið viðtal við Magnús Kristinsson frá 2. júlí þar sem hann kvartar sáran undan kvótaniðurskurðinum og segir m.a.: „Efnahagsumhverfið er þannig að maður er á mörkum þess að geta lifað lífinu.“ Jamm…

    Þeir kvarta og kveina sem mest eiga og hafa varið verst með.

  • Ég hélt ég væri að lesa grínpistil, „þjóðinni happdrjúgt“ „eigur útgerðamann“… – Þetta er fáránlegur pistll í alla staði. Hver á kvótann? hver á fiskinn í sjónum samkvæmt lögum um kvótann? – Hvað er sá sem kaupir það sem hvorugur á sá sem selur eða sá sem kaupir? – Hvað verður um þýfi sem selt hefur verið? – hvarnig reyndist kvótkerfið Vestfirðingum? og þorpunum víða á landsbyggðinni? Hvað var lífsbjörgin fyrnd frá því fólki með miklum fyrirvara? – hver svipti það fólk lífsviðurværi sínu? – Hvar er hagkvæmnin? – Hverjar eru skuldir útgerðarinnar? hversvegna hafa þær margfaldast en ekki stór minnkað síðan þetta „hagkvæma“ og „happadrjúga“ kerfi var tekið upp? – Hvað varð um rentuna af auðlindinni? ….

  • Kæri nafnlaus, heldurðu að pistillinn sé að ástæðulaus merktur sem „Gys“? Eða veistu ekki hvað það þýðir?

Comments are closed.

Site Footer