AÐ UPPGÖTVA EITTHVAÐ NÝTT

Það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt í tónlistinni. Ég er reyndar svolítið eftirá eins og sagt er og uppgötvaði t.d Gangter-rappið í hitteðfyrra og féll kylliflatur fyrir því. Svo er gaman að því að upp úr 1990 hlustaði ég bara á Sex Pistols og eitthvað punk. Fugazi hét ein hljómsveitin.

Eina tónlistarstefnan sem ég hef fylgst svolítið með í rauntíma var technoið. Ég náði að sjá það fyrirbæri fæðast og þroskast. það er svolítið gaman að því að sjá og heyra að þetta er orðin vinsælasta tónlistin í poppinu. Svo hefur metallinn alltaf höfðað til mín sama hvað gengur á.

Þegar ég var unglingur í Kópavoginum hlustuðu allir á KISS og Iron Maiden. Þótt að KISS sé varla metall, hef ég nú haldið tryggð við „mína menn“ eins og gengur. En viðurkenni að mér blöskar græðgin í Gene Simmons og títaníum-mjaðmirnar í Paul Stanley. Tónlistin er líka frekar slöpp. Það verður bara að viðurkennast.

Árið núll í tónlistarlegu uppeldi mínu miðast við Judas Priest. Það band skilgreinir metalinn fyrir mér. Ég hlustaði aldrei á Bítlana eða hvað þetta nú allt heitir. Stones og þetta dót. Presturinn var minn maður og Járnfrúin var vinkona mín. Síðar komu bönd eins Guns and Roses, Cult, Slayer og System of a Down. Já og fullt af öðrum sveitum. Ég nenni ekki að telja þau upp.

En það er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt.

Þegar ég var að vaska upp í gær, heyrði ég í útvarpinu gamalt lag með gaur sem heitir Elvis Prestley. Alveg frábært lag og textinn eins og dimmasti metall. Í raun má segja að þetta lag sé einhver frum-metall falinn ínn í negrasálm. Drullufínt. Núna hlusta ég bara á Elvis og hann er gersamlega frábær.

Hérna er lagið sem áð ég heyrði þegar ég var að vaska upp.

Lagið byrjar ca eftir 55 sek. Þarna má sjá Elvis eins og hann gerist flottastur. Það er gaman að geta þess að í textanum segir:

I was born standing up
And talking back
My daddy was a green-eyed mountain jack
Because I’m evil, my middle name is misery
Well I’m evil, so don’t you mess around with me

Þetta fyrirbæri, mountain Jack, er svolítið forvitnilegt. Þegar ég googlaði það kom þetta í ljóst. „Jack“ sögur eru víst all-tíðar í Bandaríkjunum. Þetta svipað orð og „hillbilly“ eða þvíumlíkt.

En þetta var útúrdúr.

Lagið er frábært og textinn er metall.

Site Footer