kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Ég heiti Teitur Atlason og er fæddur í Reykjavík árið 1969.  Það var ágætis ár er mér sagt.  Ég ólst upp með eldri systur, yngri bróður og foreldrum.  Það tók enda árið 1979 en það var líka gott ár.  Svo flutti ég ásamt móður, bróður og systur í Kópavoginn.  þaðan svo í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég festi rætur einhvernvegin. Allskonar hefur komið fyrir mig gleði og sorgir enda varla annað i boði miðað við alla þá daga sem ég hef litið og þau ár sem runnið hafa fram úr mér.  Ég er lánsamur maður.  Á þrjú heilbrigð og efnileg börn.  Svo er ég í skemmtilegri vinnu á Neytendastofu.  Ég á helling af vinum en vildi gjarnan hafa meiri tíma til að hitta þá.  Ég held að þetta sé frekar eðlilegt alltsaman.  Ég elska og er elskaður.  Það er nú varla hægt að fara fram á meira.

Site Footer