UM HVERN ER RÆTT?

 • Er guð holdi klæddur, frelsari mannana og „sonur guðs“
 • Fæddur af hreinni mey og getin af guði
 • Fæddur í helli eða fjósi þann 25. desember að viðstöddum þremur fjárhirðum
 • Býður fylgjendum sínum tækifæri á því að fæðast aftur í gegnum skírnarathöfn
 • Breytir vatni í vín í giftingarathöfn
 • Deyr um páska sem fórn fyrir syndir mannanna
 • Eftir dauða sinn fer hann til heljar en kemur aftur eftir 3 daga og er upphafinn til himna.
 • Fylgjendur hans bíða endurkomu hans við enda tímans
 • Dauða hans og endurfæðningu er minnst í trúarathöfn sem felst í því að neyta brauðs og víns sem tákna líkama hans og blóð.

Um hvern er rætt?

28 comments On UM HVERN ER RÆTT?

 • Hannes Hólmsteinn ?

 • Egypska guðinn Horus

 • Jóhannes í Bónus?

 • Erretta nokkuð Gosi Spítustrákur?

 • Rétt svar er 'sólguðinn', en hann hefur svo fengið mismunandi nöfn eftir menningarheimum.

 • '..Geisp..

 • Æi, Teitur góður. Eftir tvo daga er fyrsti sunnudagur í aðventu. Gastu ekki beðið með þennan pistil, þar til eftir jólahátíðina? Nógu margt skyggir núna á gleði fólks.
  Kveðja, Haukur Kristinsson

 • Átti ég að bíða með þennan pistl þar til eftir jól?

  Er virkilega fólgið eitthvað diss í þessari einföldu getraun?

 • Horus 3000 fyrir Krist
  Fæddur 25. des, sama dag og Jesús
  Eingetinn, eins og Jesús
  Kennari 12 ára, eins og Jesús
  Skýrður 30 ára, eins og Jesús
  Gekk á vatni, eins og Jesús
  Læknaði sjúka, eins og Jesús
  Var krossfestur, vá líka eins og Jesús
  Var dáinn í þrjá daga og reis síðan upp, nei bíðiði við, líka eins og Jesús!

  Kveðja
  Valsól

 • Þetta hlýtur að vera úr einhverri teiknimynd. Er alveg hættur að horfa á barnatímann og ekki er þetta úr Star Wars.

 • Sá er nú ekki mjög vantrúaður sem getur þulið þetta upp og sér það að uki ástæðu til þess að birta það á vefsíðu sinni.

  Mikill er trúarhiti hinna trúlausu, segi ég nú bara.

 • Stefán Benediktsson.
  DAUÐUR OG UPPRISINN = ZOMBIE. OJ BARA!

 • Ótrúlega ertu illa lesinn! sá sem kallar sig Guðslamb er fæddur að vori til eins og önnur lömb. Bentu á eitt vers í biblíunni sem talar um 25. des. sem fæðingardag krists. Gömul sólrisuhátíð fékk nýja merkingu útaf því að ljós heimsins var fætt okkar á meðal. Fjöldi ritaðra heimilda er til frá samtímamönnum Jesú krists sem vitna um tilvist hans, rómverskir sagnaritarar sem ekkert höfðu með kristni að gera. Fornleifauppgröftur hefur sýnt ófrávikjanlega að sagnaritarar hins nýja sáttmála voru afar nákvæmir og svona að lokum, því að það er erfitt að eyða orðum á slíka hálvita sem hér rita. Voru hinir fyrstu postular sem flest allir voru fjölskyldumenn að halda á lofti blekkingum þegar þeir voru grýttir, krossfestir,sagaðir í sundur og hálshöggnir bara allt í léttu djóki. Af hverju fóru þeir ekki bara heim til Galíleu þegar Frelsarinn var dáinn?

 • Nafnlaus 0052 segir:
  "Gömul sólrisuhátíð fékk nýja merkingu útaf því að ljós heimsins var fætt okkar á meðal".

  Akkúrat. Goðsagan um Jesús var samin í kringum eldgamlar goðsögur sem allr þekktu á þessum tíma. Gömul trú var færð í nýjan búning.

  o-o-o-o-o

  Nafnlaus 0052 segir enfremur:
  "Fjöldi ritaðra heimilda er til frá samtímamönnum Jesú krists sem vitna um tilvist hans, rómverskir sagnaritarar sem ekkert höfðu með kristni að gera"

  Nei. Þetta er ekki satt. Öllum fræðimönnum ber saman um þetta. Það er hinsvegar til nokkuð af fölsuðum "heimildum" sem eiga að styðja við kenninguna um Jesús.

  -o-o-o-o-o-

  Nafnlaus 0053 segir að lokum:
  Voru hinir fyrstu postular sem flest allir voru fjölskyldumenn að halda á lofti blekkingum þegar þeir voru grýttir, krossfestir,sagaðir í sundur og hálshöggnir bara allt í léttu djóki. Af hverju fóru þeir ekki bara heim til Galíleu þegar Frelsarinn var dáinn?

  Ef að þeir voru til og þessi atburður raunverulega gerðist, þá fóru þeir einmitt heim til sín þegar Jesús var dáinn. Guðspjöllin eru rituð áratugum (70-110 árum )á eftir meintan dauða Jesúsar. Allskonar kenningar eru um tilurð og tilgang guðspjallana og likum að því leitt að litiir gyðinglegir hópar, frá sundraðir þjóð hafi hver fyrir sig haft sína útgáfu af guðspjöllunum. Þróað hana og breytt eftir þörfum ef svo má að orð komast. Það sama má sjá í Gt á mörgum stöðum. Svo gleymist það stundum að guðspjöllin voru fleiri en 4. það eru t.d til 2 alveg heil guðspjöll sem aldrei er talað um. Tómasarguðspjall og Júdasarguðspjall. Svo eru til brot úr allskonar guðspjöllum.

  Af hverju eru þessi gömlu guðspjöll ekki höfð með þegar kennivald Bibíunnar er mært og rakið til guðs? Eru allir frumkristnir textar sem ekki komust inn í Bibluna óhreinir eða ómerkilegir? Hvernig er t.d Tómasarguðspjall ómerkilegra en Mt? Er það hugsanlegar verna þessa að í Tómasi er að finna áréttingu um uppskeru hemingjunnar, hér og nú en ekki í eftirlífinu? Er ekk hrópandi augljóst að pólitík spilar stóra rullu inn í það hvaða rit vöru valinn inn í Biblíuna?

 • Það gerðist semsagt ekkert í Galíleu á þessum tíma, allra síst í trúarlífi manna. Enginn nýstárlegur trúarleiðtogi steig fram, engar áherslur trúarrits Gyðinga voru túlkaðar upp á nýtt af einum né neinum.

  Sá sem heldur þessu fram er undarlegasta og kreddufastasta sértrúarsöfnuði sem um getur.

 • Tja, ef þú ert að hinta að Míþras þá er þetta frekar hæpið. Maður þyrfti að vera duglegur að velja og hafna í sagnfræðinni til að fá þessa lýsingu fram um hann.

  Fyrir utan það að dýrkun Míþras var stunduð vel fram yfir "kristsburð" svo það getur verið erfitt að segja til um í hvora átt áhrifin gengu.

  Vitanlega eru báðar þessar goðsögur vægast sagt vafasamar, en það kom mér á óvart þegar ég lagðist yfir Míþras goðsögnina hvað hún er í raun ólík hinni… Menn hafa verið misheiðarlegir þegar þeir komu þessari flökkusögu af stað.

 • Nafnlaus 09:26, ertu ekki alveg í lagi? Það var allt morandi í spámönnum fyrir botni miðjarðarhafs á þessum tíma. Það góða við fjölgyðistrú er nefnilega það að hún tekur sér ekki altækt einkaleyfi á sannleikanum. Bara Í Galelíu voru einhverrjir tugir sem ennþá er munað eftir, flettu upp "List_of_messiah_claimants" á wikipedíu og lestu þér til um þá. Flest allir þeirra voru að túlka kenningar gyðinga uppá nýtt.

  Það er líka misskilningur að Jesú hafi ætlað sér að stofna nýja trú fyrir allt mannkyn. Hans trú var lokaður klúbbur fyrir gyðinga sem trúðu að heimsendi væri í nánd. Það voru seinni tíma menn sem túlkuðu kenningarnar uppá nýtt, völdu efni í bíblíuna og svo framvegis.

  Nútíma kristni á fátt skilt með spámönnum bronsaldar (þmt Jesú),hann myndi sennilega ekki skilja upp né niður í kristninni eins og hún er í dag. Þetta hefur verið túlkað, sveigt og beygt í aldanna rás. Lestu þér nú til áður en þú ferð að básúna þetta bull þitt.

 • Skemmtileg viðbrögð sumra trúaðra hér þegar mjög saklausum spurningum er varpað fram.

  Minnir mig á efni frábærs fyrirlestur Dan Dennett um hvernig fólk sem er trúað missir trúnna þegar það fer í prestaskólann og lærir um alla þessa pólitík og samsetningu biblíunnar.

  Sjá hér -> http://www.youtube.com/watch?v=D_9w8JougLQ

 • Sem Guðfræðingur veit Teitur vel um forsögu hinna svokölluðu apókrýfu rita Nýja Testamenntisins og af hverju þau lentu ekki inn í Kanón. Merkilegt að sjá hvernig hann kýs að svara ekki nafnlausum 0052. Rómversku sagnaritaranir Jósefus og Híerónymus eru taldir af öllum viðurkenndum fræðimönnum merkileg samtímaheimild um sögu Jesú Krists. Ennfremur fer Teitur rangt með tímabil ritunnar Guðspjallanna og bréfanna. Markúsarguðspjall átti sér klárlega eldri forheimild Quelle-heimild er það óumdeilt meðal virtra fræðimanna sama gildir Jóhannesarguðspjall. Pálsbréfin eru sennilega mun eldri en guðspjöllin. Teitur bara bullar og bullar og vonar að enginn viti að hann var sannarlega enginn dúx í guðfræði og fjarri því að vera einhver fræðimaður.
  Kveðja frá DR. í Guðfræði.

 • Ekki efast ég um það eitt andatak að ef hann kæmi aftur mynduð þið vantrúarmennirnir taka höndum saman við smurða preláta þjóðkirkjnnar og krossfesta hann.

  caramba

 • Hhahahaha, stórkostlegt að skrifa sem nafnlaus og kvitta undir "dr. í guðfræði".

  Eg myndi rétt vona að fólk sem klárar doktorsgráður, í alvöru háskólum amk, þori að setja nafn sitt undir þegar það segir einhvern bulla. Að þora ekki að setja nafn sitt undir slík orð gefur til kynna ótta við að þurfa standa undir þeim.

  Einfaldlega mjög sorglegt minn kæri.

 • Athyglisvert að sjá að hér eru vantrúar-vitleysingjunum pakkað saman í örfáum línum af lærðum mönnum. Hvar eru þeirra miklu rök sem afsanna píslarsögu Frelsarans. Þvílíkir aular!!!

 • Hó hó hó Hvar eru rökin ykkar Jólasveinar Vantrúar? Þið sláið fram fullyrðingum. Leyfið okkur hinum að meta ritin sem þið vitnið til sem er grundvöllur heiðingjatrúboðs ykkar. Eruð þið bara rolur sem þorið ekki standa við stóru orðin.

 • Þetta blogg er reyndar alveg laust við einhverjar "fullyrðingar". Þetta er einföld getraun með vísbendingum.

  Mítra er reyndar ekki svarið þótt ýmislegt líkt sé með sögunni um Mítra og Jeús K.

 • Guð er í gífuryrðunum, amma,

 • Úff varstu að horfa á Zeitgeist á netinu og fannst hún geðveikt kúl?

  http://conspiracyscience.com/articles/zeitgeist/part-one/

  Ég sá reyndar eldri heimildarmynd um nákvæmlega sama hlutinn sem var miklu fyndnari, því þar var einhver Dr. Bergurbergur að «ljóstra» upp um gríðarlegan sannleika.

  «son of God = sun of God!!» Ó mæ god!!

  Lýsingin á ekki við Míþras, ekki heldur við Hórus.. ekki við Búdda….

  Hún á ekki einu sinni við Krist.

  Kristur er sonur Guðs, ekki "sonur guðs"

  Kristur var getinn af Heilögum anda, ekki Guði (tja ákveðinni mynd Guðs)

  Kristur fæddist ekki í helli og ekki 25. des.

  Kristur býður ekki upp á endurfæðingu með skírn (nema evangelistum)

  Kristur breytir ekki vatni í vín (núorðið)

  Kristur dó ekki um páskana, frekar en hann fæddist um jólin.

  Kristur fór reyndar til heljar og það allt.

  Fylgjendur Krists bíða til … enda tímans? Varstu að horfa á Schwarzenegger og gleymdir því að 'endi tímans' er ekki íslenskur frasi?

  Já og dauða hans er minnst gegnum sakramentið atarna.

  Hmm 3 af 9, neibb þetta er ekki Kristur.

  Er þetta Davíð Oddson?

Comments are closed.

Site Footer