TVÍSKINNUNGUR FLUGVALLARVINA

Nú hefur Rögnu-nefndin svokallað skilað niðurstöðu.  Hún mælir með að athugað verði með að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Allt um það hér.

Flugvallarvinir fara á límingunum  við þessi tíðindi.  Rögnunefndin er sögð vera fullkomið frat og niðurstöður hennar sagðar vera  „tímaeyðsla“.

 

…..Sem er nokkuð skrýtið því sama fólk og segir Rögnunefndina núna vera frat og tímaeyðslu, kallaði eftir því að hún fengi að ljúka störfum sínum svo hægt væri að skoða niðurstöðurnar í yfirvegun og af athygli þegar aukaflugbrautin var aflögð í febrúar síðastliðinum.

 

Þetta er tvískinnungur og svona pólitík er ástæðan fyrir því að fólk hatar stjórnmálin eins og þau eru stunduð í dag.

3 comments On TVÍSKINNUNGUR FLUGVALLARVINA

 • Svona almennt séð og ekki beinlínis í tengslum við þetta mál:
  Eitt er að vilja bíða eftir niðurstöðu nefndar sem sett er til þess að skoða mál, annað er að vera sammála henni!

 • Teitur Atlason

  Já já… Það er alveg valid. Það sem ég er að benda á er að flugvallarvinir viðurkenndu Rögnunefndina sem góða og gilda þegar þau vildu endilega bíða með breytinar á aukaflugbrautinni. Þegar niðurstaða Rögnunefndarinnar er síðan komin, þá skyndilega er ekkert að viðurkenna nema að niðurstaða hennar sé „tímaeyðsla“.

  Hugsum okkur framkvæmdir á sameign í húsi. Einn íbúinn er mikið á móti framkvæmdunum og hvetur til að bíða eftir niðurstöðu verkrfæðings sem fengin var til að meta verkið….. Þegar svo niðurstaða téðs verkfræðings kemur, er skyndilega ekkert að marka niðurstöðuna!. – – Hvenær er að marka verkfræðinginn? Fyrir eða eftir niðurstöðuna?

  Þetta er tvískinnugur

 • Og þá er rétti tíminn til þess að kjósa í húsfélaginu um framkvæmdina, ekki satt?

Comments are closed.

Site Footer