Ætti ekki að koma á óvart.


Frétt þess efnist að Baugur hafi boðið helstu forkólfum Orkuveitunnar í laxveiði rétt fyrir REI-bræðinginn ætti ekki að koma á óvart. Allar helstu ákvarðanir eru oftast teknar undir svona kringumstæðum. Útfærslan er síðan gerð á opinberum vetvangi.

Mýtan um reykfylltu herbergin er ekki mýta heldur veruleiki.

Ég hélt að þetta vissu allir og fréttin þ.a.l ekki frétt.

Sjálfur hef ég séð menn í svona veiðiferðum og það er satt best að segja hálf sorglegt. Forstjóri í ölvunarástandi, að þykjast vera að veiða út í á, er ekki fögur sjón. Ég man eftir forstjóra í opinberri stofnum sem var búin að drekka svo mikið að hann meig því sem hann hafði innbirt í vöðlurnar sínar.

Það sullaði svo í hlandinu í hverju spori.

Site Footer