ÓTTASLEGIN ÍKORNI

Ég fór í göngutúr á föstudaginn og stytti mér leið í gegnum tráþykkni. Þar blasti skyndilega við mér íkorni. Ég hefi aldreigi séð slíka skepnu áður nema í bíómyndum og starði um stund á dýrið. Korninn áttaði sig á því að ég hefði sennilega eitthvað ógeðslegt í hyggu og klifraði því upp í tré. Þaðan skaut hann á mig óttabljúgum glyrnunum þar sem ég gékk framhjá eins og hálfbjáni.

Hérna er mynd af þessu óttaslegna dýri.

-o-o-o-

Ég hef átt í nokkuð hressilegum umræðum á Vantrú.is um gagnsleysi nálastungumeðferða. Í kjölfarið las ég nokkrar rannsóknir um málefnið í stórum rannsóknabanka sem var aðeins til að styrkja mig í þeirri skoðun að nálastungur eru gerfivísindi og einhverskonar kukl. Stór metaanalýsa á 7 rannsóknum sem tekin var saman fyrir breskt vísindatímarit komst að þeirri niðurstöðu að gagnsemi nálastungu væri ekki merkjanleg. Það er þó mögulegt að placebo áhrif kunni að gagnast einhverjum. Ég hvet fólk til að lesa þessa grein og athugsemdirnar við hana.

Site Footer