Hræsinn hagfræðingur.

Tryggvi Þór Herbertsson var áður an hann varð hagfræðingur, takkameistari í upptökustúdíóum, upptökustjóri fyrir plötuútgefendur. Nú er hann sem þingmaður að ýta á aðra takka. -Alla vitlausu takkana satt best að segja.

Í nýlegu bloggi tekst Tryggva þó að bregða sér í hlutverk kokteils-barþjóns og hristir saman nokkuð vinsælan drykk. Drykk sem samanstendur af söguskýringu Sjálfstæðisflokksins, blandaðan með dassi af heimskulegum fordómum um vinstri menn. Drykkurinn er svo skeyttur með sykurrönd og röri sem einnig en notað til þess að sjá heiminn í gegnum. -Tvöfaldur Hannes.

Í blogginu text Tryggva óvenju vel upp í því að bíta í skottið á sjálfum sér og éta, upp þjóhnappana, í gegnum sterkbyggðan hrygginn, upp að hnakka og endar svo á því að éta upp tunguna í sér aftanverða. Þar stoppar svo átið því ekki er lengra hægt að komast í þeirri íþrótt að bíta í sitt eigið skott.

Í fyrstu málsgrein Tryggva er þessi snilld.

Nú fer í hönd einn erfiðasti kafli fjármálakreppunnar fyrir valdhafana – hvernig eyða á 150 milljarða halla á ríkissjóði á þrem árum. Stjórnmálamenn í eðli sínu vilja frekar auka útgjöld en minnka. Sérstaklega vinstrimenn. Það er líklegra til vinsælda en niðurskurður

Já ágætu lesendur. Vinstri menn hafa svo gaman af því að auka útgjöld. Hvaðan Tryggvi hefur þessa speki er mér ókunnugt og ég veit ekki í hvaða sarp hann sækir þessa visku. Sjálfstæðismenn hafa nefnilega stjórnað landinu meira og minna frá lýðveldisstofnum og samfleytt í 18 ár þar til í sumar. Ég held að Tryggvi geti ekki stutt mál sitt neinum rökum í þessari staðhæfingu en fróðlegt væri að sjá hve langt aftur í sögunna Tryggi sælist til þess arna. Tryggva Þór Herbertssyni til fróðleiks skal bent á að umsvif ríkisins á valdatíma sjálfstæðisflokksins 1997 – 2007 margfölduðust, þrátt fyrir alla einka(vina)væðinguna og „báknið burt“ slagarann sem sífellt hljómar í Valhöll.

Tryggvi tekur ekki fram að þessi 150 miljarða niðurskurður er tilkomin vegna lélegrar frammistoðu.. Nei afsakið glæpsamlegrar frammistöðu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18 ár. Þarf virkilega ekki að taka fram hversvegna þessi niðurskurður þarf að fara fram? Er hægt að slíta söguna svona úr samhengi? þetta er álíka og brennuvargur hlægi að fórnarlömbum sínum fyrir að hafa ekki komið upp um sig.

„Ha ha. Húsið ykkar brann. Þið voruð ekki með slökkvitæki og allir sofandi. Ha ha. Kunnið ekki á reykskynjara. -Ligga ligga lá.“

Nei í tvöföldum Hannes er ekki neitt samhengi, bara þvæla og hálfsannleikur. En bíðið við. þetta er ekki búið því næsta setning Tryggva er tímamótaverk í hræsni:

Í mínum huga heitir það lýðskrum og flótti frá raunveruleikanum þegar þingmenn koma fram með hugmyndir sem þessar

Flótti og lýðskrum lesendur góðir. Er ekki allur þessi texti Tryggva einmitt flótti og lýðskrum? Hitta þessi orð hann ekki sjálfan fyrir beint í punginn? Hafið þið vitað annað eins? Maðurinn sem skammast í ríkisstjórnininni fyrir að þurfa að skera niður, en tekur ekki fram að það var stefna hans eigins flokks sem var ástæða niðurskurðarins. Er þetta ekki heimsmet hjá Tryggva Þór Herbertssyni?

Tryggvi talar um lýðskrum. Í Icesave deilunni lögðu Sjálfstæðismenn gríðarlega áherslu á að borga ekki krónu umfram tryggingasjóðinn. Sjóð sem var nánast tómur. Húkkurinn var að stjórnvöld sannarlega ábygrðust Icesave-reikningana, en bara með sjóði sem var nánast tómur (en því var náttúrulega ekki flaggað) Hverskonar ríkisábyrgð er það? Hvað ætli það myndi kosta Íslendinga að hafa svona orð á sér? Tryggvi getur ugglaust reiknað það út, fengið til þess vin sinn Mishkin og hripað niður einhvað pepp á wordskjal og sent til Sjálfstæðisflokksins.

Þessi Mishnin mun hafa fengið vel á annaðhundrað þúsund dollara fyrir aðra grín-skýrlsu sem hann samdi með Tryggva Þór Herbertssyni. Skýrslu sem mærði styrk íslensk efnahagslífs nokkrum vikum fyrir hrunið. Siðast komst þessir kónar í fréttinar þegar birtist mynd af þeim glaðhlakkaralegum þar sem þeir höfðu drepið eitthvað dýr. Voða spennadi. Hárið hefur sjálfsagt risið á höfði Tryggva af spennu þegar hann tók í gikkinn og felldi dýrið.

Annars var þessi mynd af þessum veiðimönnum svolítið táknræn. Aðeins þyrti að skipta út hreindýrsræflinum fyrir einhvern dæmigerðan almúgamann til að fullkomna samhengið. Þessir tveir gáfu íslensku efnahagslífi náðarskotið.

Er hægt að slíta söguna um hrunið svona rosalega úr samhengi? Sögu sem er ekki einu sinni orðin tveggja ára. Kreppa litla er rétt farinn að ganga en Sjálfstæðisflokkurinn þykist ekki kannast við krógann þrátt fyrir Sjálfstæðisfokkið hafi staðið yfir í 18 ár.

Það sem vekur undrun mína og aðdáun að vissu leiti er spurningin hvort Tryggvi trúi þvælunni í sjálfum sér í alvörunni, og ef svo er, í hvaða heimi býr maðurinn? Eru allir Sjálfstæðismen í þessum heimi? -Það væri fróðlegt að vita. Hvar var Tryggvi eftir 2002 þegar gnýrinn frá fyrstu einkaþotunum ráku þrestina í kirkjugarðinum af greinum sínum? Veit maðurinn ekki af samvafningi Sjálfstæðisflokks og Landsbankans? -Kjartan Gunnarson þið vitið? Veit hann ekki af Sigurjónin digra og tengslum hans gegnum Guðlaug Þór inn í FLokksmaskínuna? Hvernig getur maður með sómatilfinningu horft framhjá samblæstri Sjálfstæðisflokksins og Icesave? -Úbbs! Afsakið aftur. Ég gleymdi að hugmyndin um Sjálfstæðismann með sómatilfinningu er þversögn, rétt eins og hugmyndin um giftan piparsvein.

Tryggvi er sjálfsagt meiri Sjálfstæðismaður en sómamaður og heldur eins og margir FLokksmenn að „sómi“ sé einhver samlokugerð í Kópavogi. Samloka með heindýrakjöti og Mishkinsósu..

Hugsum aðeins um þetta orð „sómamaður“ og „sómakona“. Er það ekki sá sem er vandur að virðingu sinni? Sá sem hugsar um æru sína, sá sem er viðhlítandi, og fallegasta samheitið: Ærukær.

Tryggvi er ekkert af þessu. Hann er vindbelgur, flautaþyrill og froðusnakkur.

27 comments On Hræsinn hagfræðingur.

 • Ætla að leyfa mér að segja "amen".

  Á meðan heilbrigðiskerfið er skorið niður á voðalegri máta en sést hefur frá upphafi er Tryggvi að væla yfir því að álverksmiðjurnar fái ekki lengur skattaafslátt. Held að vælinu væri betur varið í þágu heilbrigðiskerfisins.

  Sigríður Rut Júlíusdóttir

 • Það var gerð úttekt á vinstri vs. hægrði stjórnum fyrir nokkrum árum – íslenskum nota bene. Niðurstaðan var sú að útgjöld ríkisins jukust að meðaltali um 2-3% þegar svokallaðar hægristjórnir voru við völd en 4-5% þegar vinstristjórnir voru við völd. Þú getur googlað niðurstöðurnar ef þú nennir.

  Ef þú hefðir raunverulegan áhuga á að kynna þér þessi mál væri kannski áhugavert fyrir þig að skoða hvernig upphrópanir stjórnarandstöðu undanfarinna ára um "að för að heilbrigðiskerfinu" syncuðu við miljarða útgjaldaaukningar til þessa málaflokks á sama tíma.

  Einfaldur samanburður á útgjöldum til heilbrigðismála undanfarin 5 árin myndi leiða þetta í ljós – það er að segja ef þú hefur raunverulegan áhuga á að skoða þessi mál.

 • "Hræsinn" hagfræðingur..? Is there any other kind?!

  Fyrir hrun hafði ég svo sem ekki spekúlerað mikið í hagfræði. Hélt þó að þetta væru sæmilega "excact vísindi", að Adam Smith væri fyrir hagfræðina eins og Isac Newton er fyrir eðlisfræðina eða Pýþagóras fyrir stærðfræðina.

  Svo kemst maður að því, að nánast allir hagfræðingar, innlendir jafnt sem erlendir, hafa sína sér-skoðun á íslenska efnahagshruninu, og jafnframt sínar sér-brillíant hugmyndir um bjargráð & lausnir!!

  Hagfræði er núna kominn í svipaðan flokk eins og heimsKpeki hjá mér. Það vantar greinilega alla skynsemi og rökhugsun í þetta fag.

  EK

 • Já ég tek svo sem undir sumt sem þú segir en fyrir kosningar þá töluðu líka vinstri menn um lýðskrum þegar Framsókn og Tryggvi lögðu til leiðréttingu á skulda heimilanna…
  Þeir voru þá bara lýðskrumarar og ég veit ekki hvað..
  Er orðin virkilega þreytt á þessu endalausa persónuníð sem gengur á milli fólks..
  Ef Tryggvi trúir því að aðrar lausnir séu til er þá ekki hægt að ræða þær lausnir hvort sem þú ert með því á móti á þeim forsendum?
  Alveg eins og með leiðréttingu lána, icesave og fleira, hvernig væri að þið rædduð málið en ekki persónuna sem er á annari skoðun en þið?
  Svona skrif eru orðin hvimleið og ættu að fara að heyra sögunni til.. elur eingöngu á hatri og heift. Kveðja

 • Verð að vera sammála með "amenið" hjá Sigríði.

  En Nebbinn greyið virðist vera eitthvað stíflaður þar sem hann heldur að greinin snúist um annað en hún snýst um (ef ég er að greina greinina rétt). Hún snýst ekki um útgjöld….heldur þennan ótrúlega hroka FLokksins™ (með Tryggva fremstann meðal jafningja) undanfarna mánuði. Hrokann að vera sífellt að gagnrýna í stað þess að hjálpa til við tiltektina. Brjótið nú aðeins odd af oflætinu og slakið á offorsinu. Brettið upp ermarnar og breytið rétt. Hættið að falsa fortíðina og farið að frelsa framtíðina, okkur og börnin okkar. Batnandi mönnum og allt það.

  Takk Teitur fyrir að skrifa svona sprúðlandi…jah leyfist mér að segja það…snilld! Keep it up!

  ÓS

 • Fyrir hrun hafði ég svo sem ekki spekúlerað mikið í hagfræði. Hélt þó að þetta væru sæmilega "excact vísindi",

  Þú stafaðir Excel vitlaust…

 • Tek undir með þér. Nema ónefnin sem þú gefur Tryggva. Þetta virðist orðin einhver lenska meðal bloggara, að ausa þá persónulegum svívirðingum, sem snúa öðruvísi við storminum en maður sjálfur.

  Þurfti hrun í siðprýði, háttvísi og almennt í mannlegum samskiptum að eiga sér stað með efnahags- og bankahruninu?

 • frábært excel vísindi 🙂 frábær grein Teitur. Það sem má þó ekki gleymast er að íhaldið var búið að skera svo mikið niður í heilbrigðiskerfinu að það sem nú er verið að gera virkar náttúrulega mjög grimmt og kemur í hlut Ögmundar. En þegar íhaldið skar niður hét það öðrum nöfnum því þeir áttu vini í fjölmiðlunum sem sögðu söguna fyrir þá.
  Nú skiptir máli fyrir þessa þjóð að menn eins og Tryggvi Þór verði skotnir á kaf því þeir róa að því öllum árum (og rifflum) að koma íhaldinu að kjötkötlunum á ný. Og það má ekki gerast!

 • Nafnlaus kl 08:30 segir:

  Tek undir með þér. Nema ónefnin sem þú gefur Tryggva. Þetta virðist orðin einhver lenska meðal bloggara, að ausa þá persónulegum svívirðingum, sem snúa öðruvísi við storminum en maður sjálfur.

  Þurfti hrun í siðprýði, háttvísi og almennt í mannlegum samskiptum að eiga sér stað með efnahags- og bankahruninu?

  —–

  Þetta er ágætist punktur. Malið er að þetta Sjálfstæðislið hefur vaðið uppi alltof lengi með sinn skaðlega boðskap og er aldrei mætt af neinni alvöru. Vinstri menn hafa aldrei mætt þeim í hugmyndafræðinni heldur látið þusið sem vind um eyru þjóta. Með tímanum breyttist þusið í storm sem rústaði efnahag, æru og sóma þjóðarinnar. Við létum þá ganga of langt og það er á okkar ábyrgð. það er löngu tímabært að hætta að mæta með hníf í byssubardaga. Þessvegna kalla ég Tryggva flautaþyril.

  -Vegna þess að það er satt og löngu tímabært að einhver segi það hreint út.

 • Ek – það er ósanngjarnt að tala niður heimspeki með þessum hætti. Heimspekinginar þykjast ekki vera annað en þeir eru.

  – g

 • Þetta er góð grein hjá þér.

  Sjálfstæðismenn og Tryggvi Þór sögðu fyrir kosningar að slétta ætti ríkishallann (170 milljarða) án skattahækkana. Sem sagt einungis með niðurskurði.

  Til að ná því hefði þurft að loka heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu í heilu lagi.

 • dv.is:

  "Fékk tvær milljónir fyrir hvítþvottinn

  Tryggvi og Mishkin, sem sjást hér haldandi á rifflum, drápu eitt hreindýr við þriðja mann á Austurlandi í sumar þegar Mishkin heimsótti Ísland.

  Laugardagur 5. september 2009 kl 10:53

  Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
  Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn hefur upplýst á bloggi sínu að hann hafi þegið tvær milljónir króna fyrir skýrslu sem hann og Fredrich Mishkin unnu fyrir Viðskiptaráð árið 2006. Í skýrslunni komust þeir að þeirri niðurstöðu að líkur á efnahagskreppu á Íslandi væru ekki miklar.

  Skýrsla Tryggva og Mishkins gengur undir nafninu „hvítþvottarskýrslan“ meðal kunnugra því þar voru færð rök fyrir því ekki steðjaði mikil hætta að íslensku efnahagslífi. Annað kom hins vegar á daginn.

  Upplýst hefur verið í Wall Street Journal að Mishkin fékk 135 þúsund dollara, eða rúmlega 17 milljónir króna, fyrir að skrifa skýrsluna.

  Tryggvi sagði fyrir stuttu í samtali við DV ekki muna hvað hann fékk greitt fyrir skýrsluna. Hann sagðist hafa verið forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á þeim tíma sem skýrslan var unnin og að gerður hefði verið samningur við stofnunina um að hún ynni skýrsluna ásamt Mishkin.

  „Hagfræðistofnun fékk greitt og ég var á launum hjá stofnunina á meðan ég skrifaði skýrsluna. Svo fékk ég eitthvað greitt aukalega en ég bara man ekki hvað það var mikið. Þetta voru hins vegar engar stórar upphæðir,“ segir Tryggvi og bætti því við að hann hefði ekki orðið ríkur maður fyrir vikið."

 • Teitur,

  Óháð skoðunum á Tryggva Þór Herbertssyni, þá eru þessi skrif þín Teitur á mjög vafasömu plani. Þyki þér skrif Tryggva byggð á hræsni þá er hægt að segja með sanni að hræsnin og yfirlætið bregður fyrir í áslætti þínum á lyklaborðið.

  Er yfirhöfuð ekki vænlegra að gagnrýna fólk á málefnalegum nótum án þess að níða persónuna niður í drullu ?

 • Ég er einmitt að beita fyrir mig málefnalegum rökum ágæti Nafnlaus 16:46.

  Eina sem hugsanlega mætti tiltaka sem persónulíð er að ég skensa smávegis með þá staðreynd að Tryggvi er aðeins með eitt hár.

  Annað er stutt sterkum rökum.

 • Frábær grein hjá þér og hverju orði sannara. Þú hefur í þessari og síðustu færslu náð að greina sjálfstæðisflokkinn á mjög raunsæan hátt. Meðalgreind þjóðarinnar getur ekki verið há þegar það er staðreynd að 1/3 af fólkinu sér ekki í gegnum drulluna sem vellur út úr valhöll.

  Jón Árnason

 • Tryggvi er búin að klaga þig fyrir ritstjóra Eyjunnar. Nú skaltu bara passa þig!!

 • Takk fyrir frábær skrif Teitur. Einn og einn hrunkall dálítið ósáttur en þann svíður sem undir mígur.

 • Tryggvi Þór er jafn veruleikafyrrtur og Hannes Hólmstein.
  5% af kjósendum Sjálfstæðisflokksins eru tengdir mafíunni 95% eru heilabilaðir vegna skildleikaræktunar.

 • Hvaða andsk….. væl er þetta í þingmönnunum Tryggva Þór og Björgvini. Báðir hafa þeir það sameiginlegt að hafa í fyrrum störfum ekki sýnt hæfileika né skilað miklum árangri. Tímarnir eru að breytast og það verður í framtíðinni notuð ströng mælistika á athæfi háttsettra embættismanna, bæði í starfi og hegðun, öðruvísi en var. Sá tími er vonandi liðinn, að alþingismenn, ráðherrar og sendiherrar geti skandaliserað og málið er grafið og gleymt fyrr en þynkan er rokinn úr viðkomandi kolli. Ef þessir menn treysta sér ekki að taka á starfinu, skulu þeir leita á önnur mið. En það mun þeir líklega ekki gera, þeim líður það vel á ríkisspenanum. Það er nefnilega málið.

  Haukur Kristinsson

 • Svona "ad hominem" skrif eru engum málstað til framdráttar, hversu góður sem hann kann að vera.

 • Held að þú ættir að snúa þér að einhverju öðru en að rita pistla sem þessa ef þú getur ekki gert það faglega, orðalag og uppnefningar eru þér ekki til framdráttar.

  Alli

 • Þetta er afbragðs góð grein. Takk!

 • Nafnlaus 23:20:
  Ad hominem er að ráðast að persónu manns (eða algjörlega ótengdum gjörðum) af því að skrifarinn getur af einhverjum ástæðum ekki gagnrýnt viðkomandi orð eða gjörðir. Svo er sagt/gefið í skyn: "hann er alltaf marklaus af því að hann er svona persóna". Gott dæmi um það er meint fyllerí og kvennafar Björgvins G.

  Hér er eingöngu verið að svara orðum og gjörðum – ekkert ad hominem við það.
  Hreindýradrápið er á gráu svæði, en þó nær Teitur að tengja það við umræðuefnið…

 • Þetta er ódýrt.

  Eins og hroki er alltaf. Hrokafullt fólk hefur lélega sjálfsmynd og þarf að níða og rakka aðra niður til að ná þeim á sitt plan.

  Svona blogg með nafni eru nefnilega ekkert betri en nafnlaus, almenningur þekkir ekki þessa spekinga eins og síðueiganda hér – og langar ekki að þekkja.

 • Þessi skrif segja meira um þann sem skrifar en þann sem um er skrifað. Ógeðfelldur níður. Vissi ekki að svona mannfyrirlitning væri kennd í guðfræðinni, enda sé ég að eigandi síðurnnar er meðlimur í Vantrú og ekki treyst sér til að fylgja kristnum gildum um virðingu og kærleika fyrir náunganum. Varðandi hreindýraveiðarnar er merkilegt hvað fólk er viðkvæmt fyrir þeim. Hvorugur þeirra skaut dýrið, voru með vini sínum á veiðum sem var með leyfi fyrir hreindýri. Útá landsbyggðinni þykja veiðar ekki viðkvæmni eða efni í pistla á vefnum. Annað en sumir sem í hræsni sinni halda að nautakjötið, kjúklingurinn og lambið sé alið upp í kjötborði Hagkaupa.

 • Þeim svíður undan þér Sjálfsstæðismönnunum.Takk
  Árni Hó

Comments are closed.

Site Footer