TRIX

Ég var í heimsókn hjá vinafólki á Skáni um síðustu helgi.  Það var ánægjuleg ferð í alla staði.  Ekki skemmdi fyrir að húsfreyjan átti poka af Trix-i sem er morgunkorn sem fæst bara í Bandaríkjum Norður Ameríku

Þegar ég var krakki, fékkst Trix í búðunum og þótti ekkert forboðið eða þvíumlíkt.  Þetta var samt ákveðin lúxsus og Amma og Afi á Túngötunni vissu það upp á hár, og það var alltaf til pakki af Trixi þegar við bræðurnir gistum.

Hérna má sjá mynd af mér ný-vöknuðum með forboðna-morgunkornið í skál. (ég er í „search and destroy“-bolnum mínum sem var mér þykir alltaf svolítið yfirgengilegur.  -Af tegundinni Fuckt ef einhver hefur áhuga á merkjavörum)

Hérna má sjá dýrðina í nærmynd.  „Þeir“ eru auðvitað búnir að breyta uppskriftinni eins og með alla góða hluti.  Núna er hver kúla tvílit.  Ég fullyrði þó að bragðið er hið sama.

Leó sonur minn fékk líka að smakka. Ekki er hægt að segja að drengurinn hafi verið drýldinn meðan á átinu stóð.

Site Footer