Trúfélagið Vantrú.

Stundum hefur félaginu mínu verið líkt við trúfélag. Núna síðast af Bjarna Harðarsyni í þessari grein. Ég hef bent á að flestir trúarlífsfélagsfræðingar eru sammála um að flokka trúleysi EKKI til trúfélaga. Þótt ýmislegt sé líkt með starfssemi trúleysisfélaga og trúfélaga vantar mikilvægt atriði. Það er viðurkenning einhvers handanveruleika. Trúleysi gerir ekki ráð fyrir handanveruleika meðan öll trúarbrögð gera það.


Það hefur verið töluvert sport hjá trúartryllingum hverskonar að híja á Vantrúaða og segja í hæðnistón eitthvað á þessa leið „Ha ha. Þið eru ekkert skarri en vi-ið….“ Það er nokkuð erfitt að verjast svona vitleysu, sérstaklega í ljósi þess að sá sem viðhefur þessa dellu telur sig gjarnan hafa uppgötvað eitthvað nýtt og óvænt.

Það eru til 2 setingar sem ætti að halda í frammi í hvert sinn sem trúartryllingar halda í frammi trúarstympi í átt að vantrúuðum.

  1. Ef trúleysi er trú – ef að það er hobbý að safna EKKI frímerkjum
  2. Ef trúleysi er trú – Þá er skalli hárlitur.

Site Footer