kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

TÓNNINN HVASS OG BLIKIÐ FAST

Vinnan mín byrjar á morgun.  Frábæru fríi er lokið.  Héðan í frá mun ég blogga minna eins og gefur að skilja.  Nú tekur við spennandi vetur þar sem vörnin mín í „Gunnlaugsmálinu“ mun verða smíðuð, þétt og sjósett einhvern tíman um áramótin.  Ég á von á því að dæmt verði í málinu í byrjun næsta árs.  Það er  mikið að gera í dómstólum landsins og mér líður eiginlega eins og boðflennu með þetta mál mitt.

Mér þykir satt best að segja þetta mál mitt vera efnislega ómerkilegt.  Hinu er ekki hægt að neita að málið er merkilegt að forminu til.  Það snýst nefnilega um miklu meira en ríkan kall sem móðgast vegna upprifjunar á 20 ára gömlu máli hneykslismáli.

-Málfrelsi gott fólk.

Þetta mál snýst um málfrelsi.  Á tímum bloggsins, Facebook, Twitter og Google+ er þetta mál mitt stórmerkilegt. Þetta hefurkostað sitt og það sér í raun ekki fyrir endann á því.  Ég setti af stað söfnun vegna þessa máls og satt best að segja hefur hún gengið vel.  Endurskoðendaskrifsofan BDO hefur umsjón með söfnuninni og sér til þess að allt sé „proper“ eins og Sveinn afi minn hefði sagt. Mig vantar samt svona 500.000 til þess að þetta gangi upp.

Ég er ekki eins stressaður og til að byrja með og er löngu hættur að hugsa um „hvað ef ég tapa“.  Ég hugsa bara um vörnina.  Skipulegg hana, safna gögnum.  Tala við fólk.

Dóttir mín 13 ára spurði mig síðasta daginn okkar á íslandi.  „Pabbi. Vinnur þú ekki þetta mál“?  Ég hafði ekkert talað um þetta við hana, en hún hefur ekkert komist hjá því að heyra okkur Ingunni ræða það..  Það voru ekki orðin hennar sem hreyfðu við mér heldur tónninn í röddinni og augnaráðið sem fylgdi.

Tónninn var næstum því hvass og blikið var fast.

Þetta var augnaráð þess sem treystir.  Ég veit ekki hvort fólk tekur eftir þessari tegund augnaráðs.  Maður sé þetta ekkert oft.  Þetta er augnaráðið sem sá óvani gefur skipstjóra þegar vont er í sjóinn.  Þetta er augnarráðið sem vatnshræddur krakki skýtur á mömmu sína þegar hún dýfir þeim varlega ofan í blaá laugina.  Þessi tegund augnaráðs er alveg sérstök og dýrmætt þeim sem á horfa

„Jú ég vinn“.  Sagði ég.  Algerlega laus við ótta.

-það var góð tilfinning.

Hérna er yfirlit um skrif mín um Kögunarmálið.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer