Tímamót


Núna loksins loksins eru strákarnir byrjaðir á leikskóla. Þeir verða 5 klst á dag til að byrja með. Ég hef þá verið heimavinnandi í 5 mánuði. Að vera heimavinnandi með 2 litla krakka er allt að því mannskemmandi. Auðvitað er gaman að vera með sonum mínum en 24 tima á dag í 5 mánuði er bara of mikið af því góða.

Það er ástæða fyrir því að fólk skiptir lífinu sínu mili heimilis og vinnu. Þetta er besta kerfið.

Núna hefst nýr kafli í mínu lífi þar sem ég þarf að redda mér vinnu næstu 11 mánuði eða svo. Mér er slétt sama hvað ég tek mér fyrir hendur en ætla fyrst að tékka á tölvubransanum hérna í G-borg. helst hjá DELL því það eru eins og allir vita lang bestu tölvurnar.

Í fyrsta fríinu mínu heima slappaði ég bara af. Horfði smá á DiscoveryChannel (fróðlegur þáttur um Katrínu miklu) og smellti mér í bað. Klukkan 12 tekur alvaran við því ég þarf að taka vatnið af húsinu, skrúfa klósettið af og ná í Lego-Dubló kubb sem synir mínir stífluðu klósettið með.

Gaman gaman.

Site Footer