Tinni er frábær.

Nú er búið að stefna Tinna fyrir kynþáttafordóma. Það er skiljanlegt. Tinni í Kongó er löðrandi í ógeðslegum fordómum. Belgar, þessi litla friðsama þjóð, „áttu“ Kongó á nýlendutímanum og fóru fram með þvílíkum hrottaskap í landinu að hvergi verður til jafnað. Annars er Tinni í miklu uppáhaldi hjá mér og ég á allar bækurnar utan „Vindlar Faraós“.
Allskonar bókmenntafræðikenningar eru til um Tinna og þekktust er sennilega sú að Tinni sé hommi. Einhleypur, besti vinur hans er Chang (unglingur) og konur eru aldrei sýndar nema þá sem hinar verstu herfur (Valía Veinólínó). Tinnafærðin eru ferlega skemmtileg og maður finnur nýja fleti á hverjum degi.

Vissuð þið t.d að Skaptarnir eru ekki tvíburar?

4 comments On Tinni er frábær.

 • Fari Reginvaldur rakari í rassgat á rostungi! þú verður að eiga alla seríuna til að vera alvöru. Hinsvegar hef ég heyrt því fleygt að óútkomin sé bókin ævintýri Tinna í Thailandi. Sú bók ku víst innahalda vafasamar senur milli tinna og ungra Thailenskra drengja. Ef satt reynist þá fær hommafóbían uppreisn æru. Varðandi kynþáttafordómana þá er Tinni að bjarga m.a. svörtum þrælum í bókinni Svarta Gullið. Er þetta ekki bara meiri spurning um hvernig RG teiknar blökkumenn?

 • Eins ættum við Íslendingar að banna Íslendingasögurnar, þar er oft talað niðrandi um þræla.

  Kommon, Tinnabækurnar eru barn síns tíma eins og svo margt annað.

 • Að Skapti og Skafti séu ekki tvíburar þykir mér afar athyglisvert. Hvað hefurðu fyrir þér í því?!!

 • Illugi,
  þeir bera ekki sömu eftirnöfn: Thompson & Thomson á ensku, Dupond og Dupont á frönsku.
  fyrst komu þeir fyrir í svarthvítu útgáfu Vindla Faraós en þar hétu þeir X33 og X33A. fyrirmynd þeirra er að finna í einkaskjalasafni Hergé, mynd af tveimur einkaspæjurum á forsíðu franska blaðsins Le Miroir, 2. mars 1919. ekkert bendir til að fyrirmyndirnar hafi verið tvíburar.
  kv
  Hjálmar

Comments are closed.

Site Footer