„TIL HELVÍTIS Í LÁRÉTTRI STÖÐU“

Nokkrum dögum áður en Mogginn fjallaði um Kögunarmálið í maí 1998, sendi þingmaðurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson, öllum þingmönnum bréf.  Tilefni bréfsins voru ásaknir hins brottrekna Landsbankastjóra Sverris Hermannsonar um að Gunnlaugur hefði sölsað undir sig Kögun með bellibrögðum.

Bréf Gunnlaugs er merkilegt að mörgu leyti. Hann byrjaður að verja gerninga sína og notar sömu taktík og venjulega (ég vík að því síðar í hverju hún er fólgin).  Í bréfinu má líka sjá á hverskona plani umræðan umþetta mál er.   Gunnlaugur segir að gagrnýni Sverris Hermanssonar, megi rekja til þess að hann sé svo svekktur yfir því að Gunnlaugur hætti að styrkja einhverjar seiðasleppingar í Hrútafjarðará !

-Staldrið aðeins við þessa fullyrðingu.

Upp koma hugleiðingar um að sala á stórum hlut ríkisins í Kögun, séu vafasamar og svarið frá Gunnlaugi er að ekkert sé að marka ásakanirnar vegna þess að skrúfað var fyrir seiðasleppingar í einhverri á!

Hér er ekki um að ræða absúrdleikrit heldur raunverulega atburði í æðsta þrepi íslenskrar stjórnsýslu fyrir ekki svo mörgum árum.

Mogginn birti bréf Gunnlaugs í grein Agnesar þann 10. maí 1998


Stór upplausn hér

Gunnlaugur segir í lok bréfsins frá samskiptum sínum við Sverri og að þeim hafi lokið á því að Gunnlaugur hafi skilað til hans „að hann skyldi fara til helvítis og það í lárétti stöðu“.

Hvað er hér að?  Hver segir svona við fólk?  „Til helvítis í láréttri stöðu“.

-Sérkennilegt, ef haft er í huga að Gunnlaugur hefur nú stefnt mér fyrir meiðyrði og aukinheldur haldið fram á prenti að ég sé „galinn maður“.

-o-o-

Þessi upprifjun mín er viðbragð við meiðyrðakæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér vegna skrifa um Kögunarmálið.

Samantekt:
1. greinin. —   2 greinin. — 3 greinin. —  4. greinin. — Þetta er 5 greinin —   6 greinin.

 

Site Footer