Þessa síðu ætla ég að setja einhversstaðar

Í vikunni hófst átak í OECD löndunum sem miðar að því að benda á hætturnar sem geta skapast ef húsgögn eru ekki fest með afgerandi hætti.  Fjöldi slysa á Íslandi má rekja til þess að börn fá yfir sig kommóður, hillur, eldavélar og sjónvörp.  Erlendis deyja tvö til þrjú börn í mánuði af þessum völdum. 

Slysin gerast á á leifturhraða og þess vegna er mikilvægt að vera við öllu búin.  Allir foreldrar ættu að tryggja á sem bestan máta að heimilið sé laust við slysahættur eins og kostur er. 

Þó að málefnið sé brýnt og afleiðingarnar alvarlegar má segja að úrlausn þessara sorglegu mála sé augljós.  Foreldrar þurfa að huga að veggfestingum hilla.  Huga að staðsetningu sjónvarpstækja og þar til gerðum festingum sem hindra fall þeirra.  Stórslysi má afstýra með tveimur skrúfum og góðum spotta eða járnvinkli.