„ÞAÐ Á AÐ LEMJA ÞESSA MENN“

Í gær var ég í viðtali hjá Harmageddon og var að ræða um Mjólkursamsölu-svindlið.  Ég var frekar lausbeislaður í útsendingunni enda nýkominn af næturvakt í Gistiskýlinu þar sem ég vinn.

Þegar ég kom heim hlustaði ég á útsendinguna og viðurkenni að ég skellti uppúr þegar ég heyrði sjálfan mig segja „það á að berja þessa menn“ og átti við markaðsmisnotandi einokunnarsinanna í Samsölunni.

Ég flissaði sem flónið sem ég er en ég held samt að það sé rétt að berja þá…

Ekki samt með hnúum og hnefum heldur með samstöðu og einarðri kröfu um heilbrigða samkeppni.  Það er komið nóg af fussi og sveiji og nú þarf að snúa bökum saman og sniðganga vörur Mjólkursamsölunnar þangað til fyrirtækið hefur verið brotið upp eða það láti í friði litla aðila sem langar til að spreyta sig í mjólkurbransanum.

Hérna er viðtalið við mig.

Site Footer