TEITUR TEKUR SLAGINN

Það verða kosningar í Neytendasamtökunum þann 22. október.  Ég er í framboði til formanns og þau sem langar til að kjósa mig, þurfa að skrá sig í Neytendasamtökin fyrir miðnætti á laugardaginn 15. október og skrá sig síðan sem fulltrúa á aðalfundinn.

Þau sem eru þegar meðlimir í Neytendasamtökunum, þurfa að skrá sig sem fulltrúa á aðalfundinn. það þarf að gerast fyrir miðnætti laugardaginn 15. október.

Þetta er svolítið snúið en reglur eru reglur.

Eftir að hafa kynnst þessum reglum innan frá þá held ég að það yrði mitt fyrsta verk – ná i ég kjöri -að breyta þessum reglum.  Það þarf að taka niður griðingarnar og hleypa fleirum að. Það er ótækt að fólk sem býr langt frá fundarstað eða á ekki heimangegnt á fundartíma, geti ekki kosið.

Netkosningar eru sniðug leið. Hún er margreynd og tiltölulega örugg fyrir hóp-smölun.

Erindi mitt í þessari baráttu er reyndar annað og snýst um að Neytendasamtökin eiga að hætta að mæta með hníf í byssubardaga. Við eigum að berja fastar í borðið og við eigum að sýna tennurnar.

– Þannig og bara þannig gerum við gagn.

En nóg um það. . . .

Slag-orðið mitt í þessari baráttu er „Teitur tekur slaginn“.

Hann hef ég tekið á ólíklegustu vígstöðvum síðustu daga.

 

 

Site Footer