TAKA TVÖ

Það er sannarlega gleðilegt að vandamál gjaldeyrishaftanna virðast vera að leysast. Þau hafa verið á alltof lengi og kostað okkur alltof mikla peninga.  Það er hinsvegar uggvænlegt að enn og aftur standi fyrir dyrum að selja bankana.  En það tókst hrapallega síðast þegar það var gert eins og margir muna.  Mér líst satt best að segja ekkert á þetta og enn síður á að formaður efnahags og viðskiptanefndar Frosti Sigurjónsson telji það glapræði að aðrir en Íslendingar fái að kaupa téða banka.

Rökin fyrir þessari skoðun Frosta Sigurjónssonar er að „annars gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu“

Þetta er svolítið uggvekjandi skoðun.

Gildir ekki sama um íslenska aðila? Myndu þeir ekki líka „soga gjaldeyri út úr hagkerfinu“.  Ef eitthvað er að marka söguna er sú einmitt raunin.  En með erlend fyrirtæki sem hér starfa og hafa starfað um langa hríð? Gildir ekki það sama um þau? „Soga“ þau ekki fé út úr hagkerfinu?

Svo má snúa dæminu við og spyrja sig hvort óeðlilegt sé að íslensk fyrirtæki sem starfa erlendis geti „sogað“ hagnað út úr þeim fyrirtækjum og flutt til íslands (eða hvert sem er ef því er að skipta).

Eftir því sem ég skil nútíma hagkerfi, þá gildir það sama yfir alla.  Fyrirtæki fá að starfa hvar sem er og geta flutt peninga út og inn úr landinu eftir því sem þeim þykir best og eftir reglum sem gilda jafnt fyrir alla hlutaðeigandi.

Þetta fyrirkomulag er að sönnu umdeilanlegt, en hefur reynst ágætlega.

Víst má telja að búið sé að velja kaupendur að bönkunum sem verða seldir um mitt árið 2016.  Þeir eru „usual suspects“ og auðvelt að rissa upp kaupendahópanna.  Ólíkt síðustu bankasölu þá held ég að það dugi lítið að veifa framan í þjóðina einhverjum blöff-bönkum sem meðeigendur til að fegra eigin tilboð.

Hitt má telja víst að kaupendur Arionbanka muni fá lán í Glitni til kaupanna og kaupendur Glitnis munu fá lán í Arionbanka til að ljúka sínum kaupum. Þetta er trix sem hefur verið notað og mun verða notað aftur.

Þetta þýðir líka að það er í raun verið að gefa peninga því báðir hagnast á háu vaxtastigi og útilokað að þeir fari í samkeppni sem muni spilla fyrir þessari svikamyllu.

Hvenrig sem fer munu margir verða svínslega ríkir, með engri áhættu á örskottstund.  Orlígarka-væðing bankakerfisins er staðreynd.  Þetta kerfi mun kosta þjóðina gríðarlegar upphæðir því spilling er dýr eins og allir vita.  Þetta ferli er hafið eins og greina má.

Hitt er jafnvel verra að forsenda ásælninnar í að eiga banka í örlitlu hagkerfi, er örmyntinn innan hennar.  Líklegt má telja að með bankasölunni árið 2016 verði allar hugmyndir um aðra mynt í landinu verða jarðaðar.

 

Site Footer