Við skreytum okkur með allskonar prjáli sem aðgreinir okkur frá hvort öðru ellegar smalar okkur saman í hópa. Fólk greinir sig í sundur eða saman með fatnaði. Sumir ganga um í jakkafötum meðan aðrir spóka sig um í flís-galla. Klæðnaður fólks skipar okkur í félagslegar stíur.