DJÖFULSINS SNILLINGAR – 5. HLUTI- ASNAEYRUN

Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég fjallað aðeins um Sjálfstæðisflokkinn á blogginu mínu.  Ég hef aðallega bent á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur í venjulegum skilningi og að þingmenn hans eru á kafi í allskonar spillingar og vandræðamálum sem myndu duga til að gera út um þingferil allra þeirra sem hefðu siðferðiskompásinn sæmilega stilltan.

„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

DRAUMASTAÐAN

Villta vinstrið virðist loksins vera að ná markmiði sínu eftir tveggja ára barning.  Draumastaðan er í augsýn. Fyrir þá sem ekki vita þá er Draumastaðan svona:

HUGMYNDAFRÆÐILEGT FÓSTURLÁT

Klofningur VG og veiking ríkisstjórnarinnar var viðbúinn.  VG er fædd undir þeirri ólukku að hafa innanborð sjálfskipaða handhafa „réttlætisins„.  Svoleiðis fólk á reyndar ekkert að vera í pólitík og fer betur að berja í bumbur eða blása í pípur í einhverjum mótælum.

LILJA KVÖDD

Ég er vinur Lilju Mósesdóttur á Fésbókinni.  Það veitir mér ákveðna innsýn í það eftir hvaða brautum hugur hennar rennur.  Davíð Oddson hlýtur líka að vera vinur hennar því að eftir að Lilja birti þennan status heyrðist skálað í Hádegismóum með tilheyrandi rellu-þeytingum, pípublæstri og taktfastri funk tónlist.  Þetta var statusinn sem gladdi Davíð Oddson svona ferlega mikið:

Site Footer