VINDHVIÐUR OG LOGN

Eftir að ljóst var að Gunnlaugur M. Sigmundsson ætlaði að gera alvöru úr hótunum sínum í minn garð eftir blogg sem ég birti undir nafninu „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan“, ákvað ég að hafa allt þetta mál, eins og það snýr að mér, opið og blogga um það.

KÖGUN. UPPHAFIÐ OG SKÝRSKOTUNIN

Eftir að Gunnaugur M Sigmundsson stefndi mér vegna bloggfærslu um Kögunarmálið, hef ég sökkt mér ofan í það af fullum krafti.  Ég er svo heppin að þetta mál er unnt að rannsaka all-gaumgæfilega gegnum internetið.  Fyrirbæri það sem kallast „Google“ er afar þarft í þessum erindagjörðum og hefur stoðað mig óskaplega.  Einnig eru flest allir prentmiðar landsins aðgengilegir á hinni stórkostlegu síðu, Tímarit.is.  Greinasafn Morgunblaðsins er fullt af efni um Kögunarmálið og ber blaðamennsku á Mogganum fagurt vitni.

Site Footer