…“WE COME IN PEACE“

Ein af uppáhaldskvikmyndum mínum er myndin „Mars Attacks“ í leikstjórn Tim Burtons. Myndin er einskonar óður til geiminnrása-mynda og er satt best að segja sprenghlægileg. Ég er reyndar í afar fámennum aðdáendahópi þessarar myndar því allir sem ég þekki finnst þessi mynd allt í senn, bjánaleg og leiðinleg.

REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni. Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18

Lesa meira

ICESAVE ER LÍFÆÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Veruleikinn er stundum fáranlegri en sýrðasti skáldskapur. Þannig er það nú bara. Sérkennilegustu aðstæður koma upp í veruleikanum sem enginn rithöfundur gæti mögulega toppað. Sjáið bara þegar Geir Haarde ætlaði að vera svona statesmanlike eins og í Bandaríkjunum og gera eins og Ameríkaninn. God bless America- eitthvað. Þýðingin varð að sjálfsögðu Guð blessi Ísland. Í samhengi ræðunnar var þetta eins og að kasta napalmhylki á óttabálið sem logaði í hjörtum landmanna. -Þetta er eigilega fyndið svona eftir á.

Site Footer