„ÉG GERÐI ÖLL MÁL TORGRYGGILEG“

Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið samstaðan.  Ég man bara eftir einum klofningi úr Sjálfstæðisflokknum þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður.  Sjálfstæðismenn hafa skilið mátt samstöðunnar og hafa leyst deilur sín í milli, eða jafnvel búið við þær um langa hríð, án þess að kvarnist upp úr samstöðunni.  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði meir að segja ekki þegar Gunnar Thoroddsen, sneri á Engeyinga og gerðist forsætisráðherra.

BETRUN ÞÓRS SIGFÚSSONAR

Ein af furðulegri bókum Íslandssögunnar er eftir fyrrverandi forstjóra Sjóvár, Þór Sigfússon. Hún kom út árið 2008 og heitir Betrun. Tímaritið Frjáls Verslun gerir bókinni skil í 10 tölublaði ársins 2008 en ég á akkúrat það tölublað.

ÞORGERÐUR KATRÍN PEPPAR

Þegar Íslenska landsliðið vann silfrið á Ólympíuleikunum í Peking, var efnahagskerfi Íslands að hrynja.  það var að molast í sundur.  Sennilega hafa staðreyndirnar blasað við lykilfólki í fjármálabransanum og topp 5 í stjórnmálunum.En það var ekki bara Silfur sem ísland vann á þessum leikum.  Þorgerður Katrín fékk gullverðlaun fyrir hræsni, veruleikafyrringu og leikaraskap þegar hún reyndi svo að nota handboltamál til þess að peppa upp þjóðina þegar að sannleikurinn um veikleika íslensks efnahags urðu lýðnum ljós.

GRÁTANDI ÞINGMENN

Ég var ekki að hofra á mótmælendur í sjónvarpinu í gær.  Ég var að horfa á svipinn á Alþingismönnunum.  Mér fannst ég lesa eitt og aðeins eitt.  Það sást best þegar þingið var í kirkjunni að hlusta á fulltrúa almættisins tala. þau voru slegin og úr svip þeirra mátti greina hugleiðingar á borð við: -„Hvað erum við eigninlega búin að gera“?  Svona eins og unglingur sem gerir sér allt í einu grein fyrir umfangi og alvarleika einhvers skemmdarverks sem hann stóð að.

ÍSLAND ER STJÓRNLAUST

Ísland er stjórnlaust. Þannig er það nú bara. Vanmáttug ríkisstjórn er haldið í helgreipum ysta vinstrisins og ysta hægrinsins. Hreinræktaðir glæpamenn í röðum þingmanna glotta við tönn og maka krókinn í gegnum gerspilltar skilanefndir.

…“WE COME IN PEACE“

Ein af uppáhaldskvikmyndum mínum er myndin „Mars Attacks“ í leikstjórn Tim Burtons. Myndin er einskonar óður til geiminnrása-mynda og er satt best að segja sprenghlægileg. Ég er reyndar í afar fámennum aðdáendahópi þessarar myndar því allir sem ég þekki finnst þessi mynd allt í senn, bjánaleg og leiðinleg.

BJARNI BEN VERÐUR FORMAÐUR

Það er deginum ljósara að Bjarni Ben verður formaður Sjáfstæðisflokksins. Hann er ekki hluti af Davíðs-geðveikinni sem rústaði landinu. Hann stendur fyrir gömlu gildin í Flokknum. -Sem er gott. Hefðbundin, hófsaman og mannlegan íhaldsflokk hefur vantað í landið um langt skeið.  Svoleiðis stjórnmálaflokkur á sannarlega erindi inn í litróf stjórnmálanna.

Site Footer