Xanadu

Í gær sá ég bíómyndina Xanadu með Oliviu Newton-John. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki séð súrari mynd á ævinni. Samt er tiltölulega stutt síðan ég sá Pink Flamengos eftir John Waters. Það er súr mynd en nær ekki með tærnar þar sem Xanadu er með hælana.

FLEIRI KELLINGAR

Ég er fæddur undir þeirri óhellastjörnu að hafa veiklleika fyrir kitch-i hverskonar. Ég safna frekar ósmekklegum eftirprentunum á stigagangalist ef svo má að orði komast. Ég á orðið gott safn og ætla að sýna það þegar ég flyt aftur til Íslands. Ég hef áður bloggað um þetta sérkennilega safn mitt en ekki er hægt að segja að vegsemd mín hafi aukist nokkuð við það.

RÆÐUHÖLD Í GAUTABORG OG ÓGLEYMANLEG VIGDÍS

Í síðasta mánuði gerðist svolítið skemmtilegt.  Ég hélt ræðu í Gautaborgarháskóla vegna opnunar á nýrri netorðabók. Ég var ekki eini ræðumaðurinn því „panellinn“ var skipaður færasta málvísindafólki í sænsku og íslensku og meir að segja Vigdísi Finnbogadóttur.  Ég naut aðstoðar við mína ræðu frá nemendum mínum í Nygårdsskólanum.  Þetta tókst ferlega vel og fór þannig fram að ég flutti lítinn inngang en nemendurnir mínir fluttu sögu sem ég valdi og smellpassaði við tilefnið. 

UMHIRÐA HÚÐARINNAR – FEGRUNARRÁÐ SEM VIRKAR

Eins og allir vita þá eru fegrunarráðleggingar stórfyrirtækjanna tóm lygi.  Fólk yngist ekkert upp með því að nota eitthvað krem.  Það segir sig nú reyndar eiginlega alveg sjálft en þessu er haldið stöðugt að okkur með gengdarlausu auglýsingaskrumi.

FÆRSLU EYÐING ÚTSKÝRÐ

Ég eyddi færslu í gær.  Ekkert sérstaklega merkilegri færslu eða þvíumlíkt. Ég hef ekki oft eytt færslunum mínum og alltaf sagt frá því þegar það gerist.  Ég var að fjallaum Guðlaug Þór Þórðarson og þá furðulegu staðreynd að hann skuli þrátt fyrir allt, sitja eins og ekkert hafi í skorist á Alþingi.Ég fór eitthvað yfir strikið og var skammaður. Tók það til mín og hef vonandi betrast eftir þetta.

EINELTISSAMFÉLAGIÐ

Ég heyrði alveg makalausa sögu um daginn.  Þannig var að hópur íslendinga sem búsettir eru hérna í Gautaborg voru að spjalla um daginn og vegin og eins og oft gerist í svona samræðum, þá hefst einhver samanburðarrannsókn milli landsins sem ól okkur upp og þess sem fóstrar okkur nú um stundir.  Þetta getur verið hin skemmtilegasta dægradvöl og endalaus uppspretta áhugaverðra pælinga.

Vandræði.

Ég er með forláta teflón-potta sem eru byrjaðir að morknast upp. Teflonið er byrjað að flagna af svo sést í bert álið. Veit einhver hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu vandamáli? Þarf að helda þessu? Ert til einhverskonar teflon-lakk sem hægt er að bletta ofan í sárin. Hvað á ég að gera?

Site Footer