HVENÆR ER MAÐUR OSTUR OG HVENÆR ER MAÐUR EKKI OSTUR?

Þar sem ég bý í landi sem er meðlimur í ESB er mér ljúft og skylt að greina aðeins frá því hvernig lífið gengur fyrir sig hérna í „Evrópusambandinu„. Mig langar að tala um osta því ekki er allt sem sýnist í þeim efnum.  Þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir svona 4 árum kom það mér mest á óvart hversu gríðarlegir sælkerar Svíar eru. Það snýst allt um mat hérna. Enda er hann góður. Þó ber varast sumt eins og

Lesa meira

ÍSLENSK HEILSUGÆSLA Í GAUTABORG

Félagi minn Oddur Steinarsson er heimilislæknir hér í Gautaborg. Hann rekur í félagi við nokkra kollega sína, heilsugæslustöðu í Kortedala sem er hverfi í Gautaborg.  Stöðin er vel í sveit sett því að sexan (sporvagn) snýr akkúrat við þarna.  Ég átti erindi til hans í síðustu viku og átti fróðlegt spjall við Odd.  Hann er nefnilega svolítill frumkvöðull í heilbrigðiskerfinu því þetta sýstem er tiltölulega nýtt og hann hefur verið með frá byrjun og þekkir kerfið út og inn.   Oddur sýndi mér herlegheitin og sagði mér

Lesa meira

HÚRRA FYRIR (ÍSLENSKA) PYLSUGERÐARMANNINUM

Ég ætla ekki að blogga um stjórnmálin eins og þau koma mér fyrir sjónir.  Ég bara meika það ekki.  Ég sá í fyrradag að Tryggvi Þór Herbertsson hafði skrifað grein um að það hefði ekki gerst neitt hrun.  Sama dag kom svo Vígdís Hauksdóttir og sagði að salt-hneykslið væri „kratasamsæri“ til þess að koma Íslandi inn í ESB.  Í gær sá ég svo að Ögmundur, Lilja og Atli Gíslason væru komin i eitthvað skíta-plott með Sjálfstæðisflokknum um að fella niður málið gegn Geir Haarde.  Ekki beint

Lesa meira

LÆKNIR MEÐ KRABBAMEIN

Það kom fyrir nokkrum misserum síðan fréttaskýring í GP sem vakti þjóðarathygli.  Læknir á besta aldri fékk krabbamein og lá banaleguna. Hann fékk verstu tegund krabbameins sem dró hann á nokkrum mánuðum frá því að skera upp sjúklinga og yfir í það hlutskipti að vera sá sem skorið var í.  Mjög sorgleg saga og lesendur fengu innsýn inn i huga mjög einbeitts læknis sem var alltaf að vinna þótt líkaminn væri ónýtur. 

RÆÐUHÖLD Í GAUTABORG OG ÓGLEYMANLEG VIGDÍS

Í síðasta mánuði gerðist svolítið skemmtilegt.  Ég hélt ræðu í Gautaborgarháskóla vegna opnunar á nýrri netorðabók. Ég var ekki eini ræðumaðurinn því „panellinn“ var skipaður færasta málvísindafólki í sænsku og íslensku og meir að segja Vigdísi Finnbogadóttur.  Ég naut aðstoðar við mína ræðu frá nemendum mínum í Nygårdsskólanum.  Þetta tókst ferlega vel og fór þannig fram að ég flutti lítinn inngang en nemendurnir mínir fluttu sögu sem ég valdi og smellpassaði við tilefnið. 

ÞJÓÐERNISSTEFNA OG FJÖLMIÐLAR

„Yet our best trained, best educated, best equipped, best prepared troops refuse to fight! Matter of fact, it’s safe to say that they would rather switch than fight!“  -Martin Luther King Jr.

Site Footer