VINDARNIR GNAUÐA Í NORDALNUM

Ólöf Nordal er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.  Í henni sameinast tvennt sem fellur að geði Sjálfstæðismanna.   Ætterni og ábúðafylling.  Hún hefur yfir sér áru hins yfirvegaða og óhagganlega íhalds.  Því miður eru orð og æði sitt hvor hluturinn og það sem Ólöf segir, er ekkert endilega í samhljómi við hið ábúðarfulla yfirbragð.  Sumt sem hún segir er algjör þvæla en annað gersamlega kostulegt.

STYRMI HRÓSAÐ

Silfur Egils í gær var áhugavert eins og endranær. Styrmir, gamli Moggaritstjórinn óð þar með súðum og kynnti til sögunnar Ísland framtíðarinnar. Íslandið sem reist verður úr rústum efnahagsstefnu Sjalfstæðisflokksins og Framsóknar (með aðkomu Samfylkingar, -ekki má gleyma þeim) Myndin sem Styrmir varpar upp er skýr. Og við þekkjum hana vel.

Site Footer