„…ÞVÍ HEF ÉG ÁKVEÐIГ

Ég braut auðvitað loforð sem ég strengdi yfir Facebook-ið mitt um að hætta að skipta mér af pólitík framar og skrifaði grein sem fékkst birt í Fréttatímanum.  Hérna er hún.  Ég er ánægur með hana. Síðustu misserin hefur mikið verið rætt og ritað um hvort og hvenær Ólafur Ragnar Grímsson hættir sem forseti, og hver eigi að taka við af honum. Þessi umræða er út um víðan völl og sitt sýnist hverjum.  Sumir vilja fá konu á Bessastaði, aðrir celebrity, og enn aðrir akademíkara, bisnessmann,

Lesa meira

SKELFILEGT FÚSK – SKELFILEG STAÐA

Hefur einhver hugsaði út í að við töluvert margir þingmenn sem munu kjósa um hvort eigi að halda áfram með Landsdómsmáli, tengdust því þráðbeint.  Sumir voru meir að segja yfirheyrðir af rannsakendum vegna málsins.

HREYFINGIN Í LYKILSTÖÐU

Ég hef oft viðrað þá hugmynd mína að Hreyfingunni hefði átt að vera boðið í hópinn þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð.  Það virkaði alltaf svolítið þvermóðskulegt á mig þegar Steingrímur og Jóhanna ætluðu bara „að taka þetta“.  Það hefði verið betra að hafa með sér Hreyfinguna sem var sannarlega birtingarmynd um ákall til einhverskonar breytinga.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 6. HLUTI- MÍN KYNSLÓÐ

Þegar ég er að alast upp í vesturbænum á níundaáratug síðustu aldar, var andrúmsloftið mjög pólitískt eins og allir vita sem lifðu þessa tíma.  Ekki pólitískt eins og núna þegar allir eru að rífast, heldur yfirþyrmandi pólitískt.  Pólitíkin lá yfir öllu og var allstaðar.  Ég vissi t.d að skólastjórinn minn hafði verið valin af Sjálfstæðisflokknum.  -Eða var það Framsókn?  Ég er ekki alveg viss.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 5. HLUTI- ASNAEYRUN

Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég fjallað aðeins um Sjálfstæðisflokkinn á blogginu mínu.  Ég hef aðallega bent á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur í venjulegum skilningi og að þingmenn hans eru á kafi í allskonar spillingar og vandræðamálum sem myndu duga til að gera út um þingferil allra þeirra sem hefðu siðferðiskompásinn sæmilega stilltan.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 4. HLUTI – SPARIBROS

Í kjölsogi efnahagshrunsins hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt af sér það hrikalega manndómsleysi að kenna núverandi ríkisstjórn um eftirmála efnahagsstefnunnar sem hann sjálfur er ábyrgur fyrir.  Þetta er eins og að brennuvargur valhoppi glaðhlakkaralega utan í slökkviliðsmönnunum sem reyna að slökkva eldinn sem brennuvargurinn sjálfur kveikti, með fríunarorðum á borð við:

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 3. HLUTI- GEÐVEIK TRIX

Árið 2008 kollvarpaðist hugmyndakerfi stærsta og voldugasta stjórnmálaflokks á Íslandi.  Það er ekkert auðvelt að horfast í augu við að allt sem kjósendur þessa flokks settu traust sitt á, reyndist blekking.  Við höfum reyndar séð svona stöðu áður.  Þegar kommúnisminn hrundi þá fundu margir sig í hreyfingum á borð við „Free Tibet“ og þessháttar.  Því miður á þetta ekki við áhangendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast ringlaðir og öll orkan sem býr í þessum stóra flokki fer í að reyna að eyðileggja fyrir ríkisstjórninni með öllum ráðum tiltækum.

DJÖFULSINS SNILLINGAR – 2. HLUTI- GÓÐIR DÍLAR

Eftir 18 ára valdasetu og stanslausa ítroðslu hugmynda á borð við „ég á þetta – ég má þetta“ og fyrirlitningu á sameignarhugakinu, hefur vaxið upp heil kynslóð sjálfstæðismanna sem halda á lofti skoðunum sem stinga í stúf við það sem kalla má venjulegan samfélagsskiling og eðlilegt siðferði.  Auðvitað eru þetta stór en þau má rökstyðja. – býsna vel.

Site Footer