MISSKILNINGUR

 Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi. Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur. Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri. þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.

VANDRÆÐI STJÓRNLAGAÞINGS

Ég bind miklar vonir við að stjórnlagaþing muni skila af sér tillögum til nýrrar stjórnarskrár sem kosið verður um einhverntíman á næstunni. Núverandi stjórnarskrá er allt í senn, úrelt og óréttlát.  Úrelt því að mikilvæg atriði eins og t.d þau sem varða forseta Íslands eru óljós.  Þetta höfum við íslendingar fengið rækilega að kynnast að undanförnu þegar núverandi forseti virðist vera í einhverju pópúlista-sólói í erlendum fjölmiðlum og fer jafnan með staðlausa stafi sem blandað er saman viðþjóðrembu.

AF GAGNSEMI RANGLÆTIS

Ég er alveg í skýjunum yfir komandi stjórnlagaþingi.  Ég trúi þessu varla.  Ég trúi því varla að þetta sé að gerast og það núna.  Mér er það nánast í blóð borið að á Ísland ríki einhverskonar hálf-réttæti.  Ég hef gengið í gegnum barnæskuna, unglingsár og fullorðinsár algerlega fullviss um að ætterni og klíkuskapur skipti meira máli fyrir framgangsríkan starfsferil en próf eða einkunnir úr skóla.Þetta styður nýleg rannsókn sem leiðir í ljós að yfir 50% af öllum opinberum störfum eru mönnuð eftir klíkuskap eða ættarvenslum.

PERSÓNUR OG LEIKENDUR

þetta blogg mitt er og hefur alltaf verið blogg, sem á ensku útleggst, web-log = blogg.  Einskonar dagbók á netinu.  Vissulega geri ég mér grein fyrir því að þessar hugleiðingar mínar eru opnar öllum og það setur klárlega skorður við það sem ég skrifa.Þegar ég byrjaði að blogga, þá hafði ég þá reglu að kalla fólk ekki ónefnum og reyndi mitt ýtrasta til þess að sneyða hjá því með allskonar stílbrögðum.  Þetta er aðferð sem er svolítið óheiðarleg.  Hver er eiginlega munurinn á því að

Lesa meira

HÆTTIÐ AÐ BERJA BUMBUR

Ég skildi ekki þessa bumbu-mótmæli í síðustu viku og skil þau reyndar ekki ennþá.  Ég var því bara nokkuð sáttur þegar ég sá einhversstaðar að Hörður Torfason skildi þau ekki heldur.  Ég held að þessi mótmæli hafi ekki beinst að neinu sérstöku eins og mótmælin í Búsáhaldabyltingunni.  Þetta voru svona „helvítis fokkíng fokk-mótmæli“.  Þarna voru VG-liðar, sjálfstæðismenn, anarkistar og einstæðir foreldrar.  Mér hætti að lítast á blikuna þegar ég sá nasistafána á lofti í miðjum mótmælunum.

Site Footer